Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 39-23 | Valur í úrslitin Guðmundur Marinó Ingvarsson í Vodafone-höllinni skrifar 24. apríl 2012 17:48 Mynd/Anton Valur vann í kvöld öruggan sigur á Stjörnunni 39-23 og einvígið 3-0 og tryggði sér þar með sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta gegn Fram. Það voru ekki liðnar margar mínútur af leiknum þegar ljóst var hvert stefndi. Valur skoraði sex fyrstu mörk leiksins og var alls fjórtán mörkum yfir í hálfleik 20-6 og úrslitin í raun ráðin. Valur lék allan tímann af fullum krafti og gaf Stjörnunni aldrei neina von. Bæði lið leyfðu varamönnum að spila lungan úr seinni hálfleik og var aðeins spurning um hversu stór sigur Vals yrði. Stjarnan hafði aldrei trú á verkefninu og stóð aðeins Jóna Margrét Ragnarsdóttir fyrir sínu í liðinu en hún skoraði 10 mörk og var dugleg að reyna á sama tíma og margir samherjar hennar létu sér fátt um finnast. Getumunurinn á liðunum er mikill en með smá baráttu hefði Stjarnan getað fallið úr leik með einhverri reisn. Sú var ekki raunin og Valur hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur. Þorgerður Anna: Þjálfarinn þeirra kveikti í okkur"Þetta var eiginlega bara létt. Þjálfarinn þeirra var búinn að gefa það út að þær ættu ekki séns og ég verð að segja að það séu mjög óviðeigandi skilaboð til þeirra leikmanna. Þær koma með hálfum huga inn í þennan leik og þetta kveikti enn frekar í okkur. Við ætluðum að klára þetta með stæl eins og við gerðum," sagði Þorgerður Anna Atladóttir að leiknum loknum. "Við vorum mun ákveðnar og vildum þetta mun meira. Þetta var alls ekki búið einvígi, ef þær hefðu unnið í kvöld hefði þetta hæglega getað farið í fimm leiki en þetta var eiginlega búið í þeirra huga fyrir leikinn sem er sorglegt." "Lokatölurnar sýna ekki getu Stjörnuliðsins, þær eru með frábært lið en þær höfðu ekki trú á þessu og við nýttum okkur það," sagði Þorgerður sem fékk mikla hvíld í seinni hálfleik líkt og fleiri byrjunarliðsmenn en hún skoraði 9 af 11 mörkum sínum í fyrri hálfleik. "Við rúlluðum á mörgum leikmönnum og höfum gert það í öllum leikjunum sem skiptir miklu máli fyrir framhaldið," sagði Þorgerður Anna að lokum. Stefán: Keyrum alltaf á fullum krafti"Þetta var auðveldara en ég bjóst við. Við ákváðum að einbeita okkur að þessari rimmu og klára hana. Nú er það komið. Þó maður sé 2-0 yfir og með betra lið þá er þetta aldrei öruggt og við ætluðum að klára þetta og komast í úrslit," sagði Stefán Arnarsson þjálfari Vals í leikslok. "Það má hrósa leikmönnum Valsliðsins að þó allir séu að hrósa liðinu og segja hvað það er gott þá keyrir liðið alltaf á fullum krafti og það hefur skilað þessum titlum hingað til," sagði Stefán sem metur möguleikana gegn Fram jafna. "Fram er með mjög gott lið og ég held að þetta verði skemmtilegar viðureignir sem geta farið á hvorn vegin sem er," sagði Stefán. Gústaf: Ekkert upp á okkar árangur að klaga"Einvíginu lauk verðskuldað 3-0 fyrir Val og ég tel bara jákvætt að hafa þó komist þetta langt í mótinu og þegar veturinn er gerður upp erum við í undanúrslitum í N1 deildinni, undanúrslitum í deildarbikar, undanúrslitum í bikar og í sæti 4 í deildinni og ég held að miðað við allt og allt er ekkert upp á okkar árangur að klaga. Við vorum bara að eiga við erfið lið þarna efst uppi," sagði Gústaf Adolf Björnsson þjálfari Stjörnunnar. "Ef menn setja þetta upp með raunsæisgleraugum þá sjá það allir að munurinn á liðunum er of mikill. Þegar góðir kaflar nást eins og í leik tvö gegn Val þar sem við leiðum eftir 20 mínútur með góðri vörn og frábærri markvörslu þá gleðjast menn en það stóð of stutt yfir," sagði Gústaf en Stjarnan náði engum slíkum kafla í leiknum í kvöld. "Valsmenn voru einbeittir í leiknum og ætluðu að klára þetta 3-0 til að lengja hjá sér pásuna fyrir úrslitarimmuna og það gerðu þær sannfærandi," sagði Gústaf að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Fleiri fréttir Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Sjá meira
Valur vann í kvöld öruggan sigur á Stjörnunni 39-23 og einvígið 3-0 og tryggði sér þar með sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta gegn Fram. Það voru ekki liðnar margar mínútur af leiknum þegar ljóst var hvert stefndi. Valur skoraði sex fyrstu mörk leiksins og var alls fjórtán mörkum yfir í hálfleik 20-6 og úrslitin í raun ráðin. Valur lék allan tímann af fullum krafti og gaf Stjörnunni aldrei neina von. Bæði lið leyfðu varamönnum að spila lungan úr seinni hálfleik og var aðeins spurning um hversu stór sigur Vals yrði. Stjarnan hafði aldrei trú á verkefninu og stóð aðeins Jóna Margrét Ragnarsdóttir fyrir sínu í liðinu en hún skoraði 10 mörk og var dugleg að reyna á sama tíma og margir samherjar hennar létu sér fátt um finnast. Getumunurinn á liðunum er mikill en með smá baráttu hefði Stjarnan getað fallið úr leik með einhverri reisn. Sú var ekki raunin og Valur hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur. Þorgerður Anna: Þjálfarinn þeirra kveikti í okkur"Þetta var eiginlega bara létt. Þjálfarinn þeirra var búinn að gefa það út að þær ættu ekki séns og ég verð að segja að það séu mjög óviðeigandi skilaboð til þeirra leikmanna. Þær koma með hálfum huga inn í þennan leik og þetta kveikti enn frekar í okkur. Við ætluðum að klára þetta með stæl eins og við gerðum," sagði Þorgerður Anna Atladóttir að leiknum loknum. "Við vorum mun ákveðnar og vildum þetta mun meira. Þetta var alls ekki búið einvígi, ef þær hefðu unnið í kvöld hefði þetta hæglega getað farið í fimm leiki en þetta var eiginlega búið í þeirra huga fyrir leikinn sem er sorglegt." "Lokatölurnar sýna ekki getu Stjörnuliðsins, þær eru með frábært lið en þær höfðu ekki trú á þessu og við nýttum okkur það," sagði Þorgerður sem fékk mikla hvíld í seinni hálfleik líkt og fleiri byrjunarliðsmenn en hún skoraði 9 af 11 mörkum sínum í fyrri hálfleik. "Við rúlluðum á mörgum leikmönnum og höfum gert það í öllum leikjunum sem skiptir miklu máli fyrir framhaldið," sagði Þorgerður Anna að lokum. Stefán: Keyrum alltaf á fullum krafti"Þetta var auðveldara en ég bjóst við. Við ákváðum að einbeita okkur að þessari rimmu og klára hana. Nú er það komið. Þó maður sé 2-0 yfir og með betra lið þá er þetta aldrei öruggt og við ætluðum að klára þetta og komast í úrslit," sagði Stefán Arnarsson þjálfari Vals í leikslok. "Það má hrósa leikmönnum Valsliðsins að þó allir séu að hrósa liðinu og segja hvað það er gott þá keyrir liðið alltaf á fullum krafti og það hefur skilað þessum titlum hingað til," sagði Stefán sem metur möguleikana gegn Fram jafna. "Fram er með mjög gott lið og ég held að þetta verði skemmtilegar viðureignir sem geta farið á hvorn vegin sem er," sagði Stefán. Gústaf: Ekkert upp á okkar árangur að klaga"Einvíginu lauk verðskuldað 3-0 fyrir Val og ég tel bara jákvætt að hafa þó komist þetta langt í mótinu og þegar veturinn er gerður upp erum við í undanúrslitum í N1 deildinni, undanúrslitum í deildarbikar, undanúrslitum í bikar og í sæti 4 í deildinni og ég held að miðað við allt og allt er ekkert upp á okkar árangur að klaga. Við vorum bara að eiga við erfið lið þarna efst uppi," sagði Gústaf Adolf Björnsson þjálfari Stjörnunnar. "Ef menn setja þetta upp með raunsæisgleraugum þá sjá það allir að munurinn á liðunum er of mikill. Þegar góðir kaflar nást eins og í leik tvö gegn Val þar sem við leiðum eftir 20 mínútur með góðri vörn og frábærri markvörslu þá gleðjast menn en það stóð of stutt yfir," sagði Gústaf en Stjarnan náði engum slíkum kafla í leiknum í kvöld. "Valsmenn voru einbeittir í leiknum og ætluðu að klára þetta 3-0 til að lengja hjá sér pásuna fyrir úrslitarimmuna og það gerðu þær sannfærandi," sagði Gústaf að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Fleiri fréttir Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Sjá meira