Svavar: Legg orðspor mitt og virðingu undir þessi orð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. apríl 2012 15:04 Svavar Vignisson. Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segist standa við þau orð sín að það hafi verið áfengislykt af öðrum dómara leiks Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna um helgina. Svavar er þess utan alls ekki sáttur við það hvernig eftirlitsdómari leiksins, Kjartan Steinbach, tók á málinu. "Viðkomandi dómari var ekki fullur og ég sagði það aldrei. Það var engu að síður áfengislykt af öðrum þeirra. Ég bakka ekkert með það og get ekki látið bjóða mér þetta," sagði Svavar ákveðinn. "Ég er mjög ósáttur við vinnubrögð HSÍ sem hafa verið takmörkuð. Ég hafði samband við HSÍ strax eftir leik og lét þá vita að ég hefði verið með alvarlegar ásakanir eftir leik og bað þá um að athuga þetta. Ég er mjög vandur af virðingu minni og legg bæði orðspor mitt og virðingu undir þessi orð. Mér fannst allt of lítið gert til að staðfesta þessi orð mín og eftir stend ég með orðin tóm. "Kjartan sagðist hafa farið niður í klefa til dómara og rætt við þá eftir leikinn. Hann sagðist þá ekki hafa fundið neina lykt. Ég spurði þá hvort hann hefði látið dómarana blása framan í sig. Það gerði hann ekki og það er ég mjög ósáttur við. Þetta voru það alvarlegar ásakanir hjá mér að þetta mál hefði þurft að klára á staðnum. "Ég bað Kjartan því um að koma með mér í klefann þar sem viðkomandi dómari myndi blása framan í okkur báða því ég vildi fá þetta staðfest. Þá sagði hann að dómarinn væri farinn úr húsinu. Ég bað Kjartan um að hringja í hann og biðja hann að koma til baka. Kjartan sagðist þá ekki verið með símanúmerið hans. Þar með komst málið ekki lengra en ég stend samt við mín orð." Svavar er lögreglumaður og forvarnarfulltrúi í Vestmannaeyjum og segist gera sér fulla grein fyrir alvarleika orða sinna. "Fólk hér í Eyjum veit að ég bulla ekki með svona. Ég er búinn að vera í lögreglunni lengi og veit hvað það er að bera rangar sakargiftir á fólk. Það er ég ekki að gera. Mér finnst grátlegt að þetta mál hafi ekki verið unnið á faglegri hátt." Oddaleikur ÍBV og Gróttu fer fram í Eyjum í kvöld og þann leik mun eitt besta dómarapar landsins - Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson - dæma. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00 Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira
Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segist standa við þau orð sín að það hafi verið áfengislykt af öðrum dómara leiks Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna um helgina. Svavar er þess utan alls ekki sáttur við það hvernig eftirlitsdómari leiksins, Kjartan Steinbach, tók á málinu. "Viðkomandi dómari var ekki fullur og ég sagði það aldrei. Það var engu að síður áfengislykt af öðrum þeirra. Ég bakka ekkert með það og get ekki látið bjóða mér þetta," sagði Svavar ákveðinn. "Ég er mjög ósáttur við vinnubrögð HSÍ sem hafa verið takmörkuð. Ég hafði samband við HSÍ strax eftir leik og lét þá vita að ég hefði verið með alvarlegar ásakanir eftir leik og bað þá um að athuga þetta. Ég er mjög vandur af virðingu minni og legg bæði orðspor mitt og virðingu undir þessi orð. Mér fannst allt of lítið gert til að staðfesta þessi orð mín og eftir stend ég með orðin tóm. "Kjartan sagðist hafa farið niður í klefa til dómara og rætt við þá eftir leikinn. Hann sagðist þá ekki hafa fundið neina lykt. Ég spurði þá hvort hann hefði látið dómarana blása framan í sig. Það gerði hann ekki og það er ég mjög ósáttur við. Þetta voru það alvarlegar ásakanir hjá mér að þetta mál hefði þurft að klára á staðnum. "Ég bað Kjartan því um að koma með mér í klefann þar sem viðkomandi dómari myndi blása framan í okkur báða því ég vildi fá þetta staðfest. Þá sagði hann að dómarinn væri farinn úr húsinu. Ég bað Kjartan um að hringja í hann og biðja hann að koma til baka. Kjartan sagðist þá ekki verið með símanúmerið hans. Þar með komst málið ekki lengra en ég stend samt við mín orð." Svavar er lögreglumaður og forvarnarfulltrúi í Vestmannaeyjum og segist gera sér fulla grein fyrir alvarleika orða sinna. "Fólk hér í Eyjum veit að ég bulla ekki með svona. Ég er búinn að vera í lögreglunni lengi og veit hvað það er að bera rangar sakargiftir á fólk. Það er ég ekki að gera. Mér finnst grátlegt að þetta mál hafi ekki verið unnið á faglegri hátt." Oddaleikur ÍBV og Gróttu fer fram í Eyjum í kvöld og þann leik mun eitt besta dómarapar landsins - Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson - dæma.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00 Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira
Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00
Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50