Frægðin að utan Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 3. nóvember 2011 06:00 Hvað getur umheimurinn lært af fordæmi Íslands um það, hvernig á að vinna sig út úr kreppu, án þess að slíta í sundur samfélagsvefinn? Þetta var „milljóndollaraspurningin“, sem heimsfrægir hagfræðingar voru fengnir til að svara í Hörpunni (var hún ekki annars byggð fyrir Icesave-þýfið mestan part?) um daginn í kveðjuhófi IMF (AGS). Það vakti athygli mína, að hver og einn hinna heimsfrægu fann það helst til eftirbreytni, sem féll eins og flís við rass inn í fyrirfram mótaða mynd þeirra sjálfra um það, hvað bæri að gera og hvað ætti að forðast. Martin Wolf hjá Financial Times, klassískur breskur evruvafri (e. eurosceptic), hældi Íslendingum fyrir að halda sig utan ESB og hallmælti þeim, sem vilja sækja um aðild. Hjá Bretum hefur þokan yfir Ermarsundið löngum byrgt sýn. Nóbelshagfræðingurinn Krugman er á móti því, rétt eins og ég, að bjarga bönkum á kostnað skattgreiðenda (grísk-írska leiðin). Hann sagði það til fyrirmyndar, að íslensku bankarnir fóru á hausinn – og enginn fékk gert við því – af því að þeim var ekki viðbjargandi (og að „Þjóðverjar“ sátu uppi með 2/3 af skuldunum). Krugman virtist líka standa í þeirri trú, að „innri gengisfelling“ (lækkun launa og félagslegra útgjalda með handafli) à la Eistland/Lettland sé sársaukafyllri en gengisfelling gjaldmiðilsins à la Ísland, sem sannar það eitt, að jafnvel Nóbelsverðlaunahafar geta haft rangt fyrir sér, ef þá skortir réttar upplýsingar. Vinurinn – sem til vamms sagðiWillem Buiter (sá sem varaði íslensk stjórnvöld við yfirvofandi hruni snemma árs 2008 – án þess á hann væri hlustað) var sá eini, sem benti á, hvað læra mætti af mistökum Íslendinga við endurreisn bankakerfisins. Við hefðum átt að vista stökkbreytt og ókræf lán í innheimtustofnun ríkisins (e. bad bank), svo að hinir endurreistu bankar gætu gegnt hlutverki sínu, sem væri að lána fé til framkvæmda. Buiter sagði, að enn væri tími til að kippa þessu í liðinn með afskriftum á ónýtum lánum (e. toxic loans). Fyrr færi hagvaxtarvélin (sköpun starfa) ekki í gang. Þetta blífur reyndar sem helsta niðurstaða hófsins. Voruð þið að hlusta, Steingrímur og Árni Páll? En reyndar var það hið syfjulega gáfnaljós, hagfræðiprófessorinn við H.Í., Gylfi Zoëga, sem sló öllum hinum heimsfrægu við á lokasprettinum. Hann lagði smádæmi fyrir þá Wolf & Krugman og félaga – sem boðuðu patentlausnir – og viðbrögðin sýndu, að þeir féllu á prófinu. Hagfræði handa byrjendumGylfi sagði: Finnar búa við evru, en Svíar við krónu. Báðar komu þessar þjóðir hlutfallslega vel út úr kreppunni. Ályktun: Gjaldmiðillinn EINN og SÉR skiptir ekki ÖLLU máli um árangur í hagstjórn. Agi í ríkisfjármálum og fyrirhyggja í fjármálastjórn skiptir líka máli. Annað dæmi, sem leiðir til sömu niðurstöðu: Eistar búa við evru, en Íslendingar við (verðtryggingar)krónu. Báðar þjóðir fóru illa út úr kreppunni. En hvor er lengra komin á batavegi? Íslendingar (heimili og fyrirtæki) þjást enn af óleystum skuldavanda, veikum hagvexti og óvissu í gjaldmiðilsmálum. Eistar eru lausir við þessa kvilla, erlendar fjárfestingar streyma inn og hagvöxtur mældist 8,6% á fyrri hluta þessa árs. Ályktun: Patentlausnin – sjálfstæður gjaldmiðill, sem má gengisfella skv. pöntun sérhagsmunaaðila – dugar ekki einn og sér. Og Krugman má vita það, að gengisfelling gjaldmiðilsins er líka sársaukafullt meðal með miklum aukaverkunum fyrir skuldugt fólk. Jafnvel lífshættulegum. Það þarf annað og meira en patentlausnir. Það þarf þekkingu, reynslu, aga og fyrirhyggju. Og virðingu fyrir staðreyndum. Það er þetta, sem er af svo skornum skammti með vorri þjóð. Gylfi hafði rétt fyrir sér – og bar af öllum hinum. (Höf. las hagfræði við skóla Adams Smith fyrir hálfri öld) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hvað getur umheimurinn lært af fordæmi Íslands um það, hvernig á að vinna sig út úr kreppu, án þess að slíta í sundur samfélagsvefinn? Þetta var „milljóndollaraspurningin“, sem heimsfrægir hagfræðingar voru fengnir til að svara í Hörpunni (var hún ekki annars byggð fyrir Icesave-þýfið mestan part?) um daginn í kveðjuhófi IMF (AGS). Það vakti athygli mína, að hver og einn hinna heimsfrægu fann það helst til eftirbreytni, sem féll eins og flís við rass inn í fyrirfram mótaða mynd þeirra sjálfra um það, hvað bæri að gera og hvað ætti að forðast. Martin Wolf hjá Financial Times, klassískur breskur evruvafri (e. eurosceptic), hældi Íslendingum fyrir að halda sig utan ESB og hallmælti þeim, sem vilja sækja um aðild. Hjá Bretum hefur þokan yfir Ermarsundið löngum byrgt sýn. Nóbelshagfræðingurinn Krugman er á móti því, rétt eins og ég, að bjarga bönkum á kostnað skattgreiðenda (grísk-írska leiðin). Hann sagði það til fyrirmyndar, að íslensku bankarnir fóru á hausinn – og enginn fékk gert við því – af því að þeim var ekki viðbjargandi (og að „Þjóðverjar“ sátu uppi með 2/3 af skuldunum). Krugman virtist líka standa í þeirri trú, að „innri gengisfelling“ (lækkun launa og félagslegra útgjalda með handafli) à la Eistland/Lettland sé sársaukafyllri en gengisfelling gjaldmiðilsins à la Ísland, sem sannar það eitt, að jafnvel Nóbelsverðlaunahafar geta haft rangt fyrir sér, ef þá skortir réttar upplýsingar. Vinurinn – sem til vamms sagðiWillem Buiter (sá sem varaði íslensk stjórnvöld við yfirvofandi hruni snemma árs 2008 – án þess á hann væri hlustað) var sá eini, sem benti á, hvað læra mætti af mistökum Íslendinga við endurreisn bankakerfisins. Við hefðum átt að vista stökkbreytt og ókræf lán í innheimtustofnun ríkisins (e. bad bank), svo að hinir endurreistu bankar gætu gegnt hlutverki sínu, sem væri að lána fé til framkvæmda. Buiter sagði, að enn væri tími til að kippa þessu í liðinn með afskriftum á ónýtum lánum (e. toxic loans). Fyrr færi hagvaxtarvélin (sköpun starfa) ekki í gang. Þetta blífur reyndar sem helsta niðurstaða hófsins. Voruð þið að hlusta, Steingrímur og Árni Páll? En reyndar var það hið syfjulega gáfnaljós, hagfræðiprófessorinn við H.Í., Gylfi Zoëga, sem sló öllum hinum heimsfrægu við á lokasprettinum. Hann lagði smádæmi fyrir þá Wolf & Krugman og félaga – sem boðuðu patentlausnir – og viðbrögðin sýndu, að þeir féllu á prófinu. Hagfræði handa byrjendumGylfi sagði: Finnar búa við evru, en Svíar við krónu. Báðar komu þessar þjóðir hlutfallslega vel út úr kreppunni. Ályktun: Gjaldmiðillinn EINN og SÉR skiptir ekki ÖLLU máli um árangur í hagstjórn. Agi í ríkisfjármálum og fyrirhyggja í fjármálastjórn skiptir líka máli. Annað dæmi, sem leiðir til sömu niðurstöðu: Eistar búa við evru, en Íslendingar við (verðtryggingar)krónu. Báðar þjóðir fóru illa út úr kreppunni. En hvor er lengra komin á batavegi? Íslendingar (heimili og fyrirtæki) þjást enn af óleystum skuldavanda, veikum hagvexti og óvissu í gjaldmiðilsmálum. Eistar eru lausir við þessa kvilla, erlendar fjárfestingar streyma inn og hagvöxtur mældist 8,6% á fyrri hluta þessa árs. Ályktun: Patentlausnin – sjálfstæður gjaldmiðill, sem má gengisfella skv. pöntun sérhagsmunaaðila – dugar ekki einn og sér. Og Krugman má vita það, að gengisfelling gjaldmiðilsins er líka sársaukafullt meðal með miklum aukaverkunum fyrir skuldugt fólk. Jafnvel lífshættulegum. Það þarf annað og meira en patentlausnir. Það þarf þekkingu, reynslu, aga og fyrirhyggju. Og virðingu fyrir staðreyndum. Það er þetta, sem er af svo skornum skammti með vorri þjóð. Gylfi hafði rétt fyrir sér – og bar af öllum hinum. (Höf. las hagfræði við skóla Adams Smith fyrir hálfri öld)
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun