Sex sterk og jöfn lið í karlaboltanum í vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. september 2011 06:00 Stuðningsmenn FH fóru mikinn síðasta vetur og það verður áfram veisla í Krikanum ef eitthvað mark er takandi á spá forráðamanna. Mynd/Hag Karlalið FH og kvennalið Vals verða Íslandsmeistarar árið 2012 samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna sem birt var á kynningarfundi N1-deildanna. Þessi lið urðu meistarar á síðustu leiktíð og munu því verja titla sína samkvæmt spánni. „Ég átti von á því að okkur yrði spáð einu af þrem efstu sætunum. Hvort okkur yrði spáð titli er annað mál. Ég bjóst líka við því að Fram yrði nær okkur. Ég held annars að deildin verði jafnari en í fyrra,“ segir Kristján Arason, þjálfari FH, en spáin kom honum aðeins á óvart. Fastlega er búist við því að sex lið muni berjast um sætin fjögur í úrslitakeppninni og markmið liðanna núna er því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Miklar breytingar hafa orðið á meistaraliði FH. Sterkir leikmenn á borð við Ólaf Guðmundsson, Loga Geirsson, Pálmar Pétursson og Sigurgeir Árna Ægisson eru horfnir á braut. Í þeirra stað hefur FH fengið Andra Berg Haraldsson, Ragnar Jóhannsson og Hjalta Þór Pálmason. „Það hefur verið basl að púsla liðinu saman. Mér finnst við ekki vera komnir nema svona 70-80 prósent á leið. Við eigum töluvert inni. Menn eru enn að læra inn á hver annan,“ segir Kristján en hans lið ætlar, þrátt fyrir breytingarnar, að setja stefnuna á titilinn. Einar Jónsson mun halda um stjórnartauminn hjá bæði karla- og kvennaliði Fram. Kvennaliðinu er spáð öðru sæti eins og svo oft áður en karlaliðinu fjórða til fimma sæti. „það er svo sem ekkert í þessari spá sem kemur mér á óvart. Það búast margir við sex liða baráttu karlamegin. Ég held það verði erfitt að spá fyrir um hvernig þetta verður,“ segir Einar sem býst við erfiðum bardaga kvennamegin enda sé Valur með algjört yfirburðalið í deildinni að hans mati. „Við erum með mikið breytt lið enda misst leikmenn og fengið aðra í staðinn. Þar erum við að þróa liðið. Við horfum á framfarirnar í vetur. Markmiðið er að halda öðru sætinu sem okkur er spáð og svo reyna að veita Val einhverja keppni. Valur er með langbesta liðið eins og staðan er í dag,“ segir Einar en hvað með markmiðin hjá körlunum? „Karlamegin er markmiðið að komast í úrslitakeppnina.“ Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Karlalið FH og kvennalið Vals verða Íslandsmeistarar árið 2012 samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna sem birt var á kynningarfundi N1-deildanna. Þessi lið urðu meistarar á síðustu leiktíð og munu því verja titla sína samkvæmt spánni. „Ég átti von á því að okkur yrði spáð einu af þrem efstu sætunum. Hvort okkur yrði spáð titli er annað mál. Ég bjóst líka við því að Fram yrði nær okkur. Ég held annars að deildin verði jafnari en í fyrra,“ segir Kristján Arason, þjálfari FH, en spáin kom honum aðeins á óvart. Fastlega er búist við því að sex lið muni berjast um sætin fjögur í úrslitakeppninni og markmið liðanna núna er því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Miklar breytingar hafa orðið á meistaraliði FH. Sterkir leikmenn á borð við Ólaf Guðmundsson, Loga Geirsson, Pálmar Pétursson og Sigurgeir Árna Ægisson eru horfnir á braut. Í þeirra stað hefur FH fengið Andra Berg Haraldsson, Ragnar Jóhannsson og Hjalta Þór Pálmason. „Það hefur verið basl að púsla liðinu saman. Mér finnst við ekki vera komnir nema svona 70-80 prósent á leið. Við eigum töluvert inni. Menn eru enn að læra inn á hver annan,“ segir Kristján en hans lið ætlar, þrátt fyrir breytingarnar, að setja stefnuna á titilinn. Einar Jónsson mun halda um stjórnartauminn hjá bæði karla- og kvennaliði Fram. Kvennaliðinu er spáð öðru sæti eins og svo oft áður en karlaliðinu fjórða til fimma sæti. „það er svo sem ekkert í þessari spá sem kemur mér á óvart. Það búast margir við sex liða baráttu karlamegin. Ég held það verði erfitt að spá fyrir um hvernig þetta verður,“ segir Einar sem býst við erfiðum bardaga kvennamegin enda sé Valur með algjört yfirburðalið í deildinni að hans mati. „Við erum með mikið breytt lið enda misst leikmenn og fengið aðra í staðinn. Þar erum við að þróa liðið. Við horfum á framfarirnar í vetur. Markmiðið er að halda öðru sætinu sem okkur er spáð og svo reyna að veita Val einhverja keppni. Valur er með langbesta liðið eins og staðan er í dag,“ segir Einar en hvað með markmiðin hjá körlunum? „Karlamegin er markmiðið að komast í úrslitakeppnina.“
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira