Ómakleg Orrahríð Kristinn H. Gunnarsson skrifar 16. júní 2011 09:00 Í aðsendri grein vegur Magnús Orri Schram ómaklega að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Segir hann nánast berum orðum að Geir beri sjálfur ábyrgð á því að þurfa að verja sig fyrir úreltum Landsdómi. Rökstyður Magnús Orri þau ummæli sín með því að vísa til þess að Geir stóð að því í desember 2008 að setja lög um rannsóknarnefnd Alþingis án þess að leggja þá til breytingar á lagaákvæðum um ráðherraábyrgð og Landsdóm. Með þessum orðum er ákærandinn Magnús Orri Schram að varpa ábyrgð á eigin gerðum yfir á herðar þolandans í málshöfðuninni. Aðalatriðið, sem með réttu er gagnrýnt, er að stjórnmálamenn tókust á um það á pólitískum vettvangi hvaða stjórnmálamenn ætti að draga fyrir dómstól. Mat hvers og eins þingmanns verður óhjákvæmilega pólitískt og niðurstaðan eftir því. Alþingi með þingbundna ríkisstjórn er ógerningur með trúverðugum hætti að höfða mál gegn þeim sem gegnt hafa ráðherraembætti. Þetta þýðir ekki að ég sé að hvítþvo ráðherrana. Þvert á móti var ég gagnrýninn á störf ráðherra bæði þá og fyrr eins og lesa má í þingræðum mínum, til dæmis hinn 27. nóvember 2008. Nauðsynlegt er að minna á að rannsóknarnefnd Alþingis var ætlað að leita sannleikans um aðdraganda og orsakir falls bankanna. Nefndinni var ekki falið dómsvald né heimild til að beita menn viðurlögum. Það var embætti sérstaks saksóknara sem annaðist sakamálarannsókn. Það var svo ákvörðun Alþingis ári seinna, í desember 2009, þegar skýrsla rannsóknarnefndarinnar lá fyrir, að skipa sérstaka þingmannanefnd til þess að meta hvort höfða ætti mál á hendur fyrrverandi ráðherrum fyrir Landsdómi. Þegar Magnús Orri Schram og aðrir alþingismenn höfðu ákveðið þetta áttu þeir að huga að lögunum um Landsdóm. Alþingi var í lófa lagið að breyta lögunum eða endurbæta eða ákveða að málaferlin yrðu fyrir almennum dómstólum. En það var ekki gert. Á því ber Magnús Orri ábyrgð og getur ekki vísað henni á Geir Haarde. Það er aldrei bót að pólitísku ákæruvaldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í aðsendri grein vegur Magnús Orri Schram ómaklega að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Segir hann nánast berum orðum að Geir beri sjálfur ábyrgð á því að þurfa að verja sig fyrir úreltum Landsdómi. Rökstyður Magnús Orri þau ummæli sín með því að vísa til þess að Geir stóð að því í desember 2008 að setja lög um rannsóknarnefnd Alþingis án þess að leggja þá til breytingar á lagaákvæðum um ráðherraábyrgð og Landsdóm. Með þessum orðum er ákærandinn Magnús Orri Schram að varpa ábyrgð á eigin gerðum yfir á herðar þolandans í málshöfðuninni. Aðalatriðið, sem með réttu er gagnrýnt, er að stjórnmálamenn tókust á um það á pólitískum vettvangi hvaða stjórnmálamenn ætti að draga fyrir dómstól. Mat hvers og eins þingmanns verður óhjákvæmilega pólitískt og niðurstaðan eftir því. Alþingi með þingbundna ríkisstjórn er ógerningur með trúverðugum hætti að höfða mál gegn þeim sem gegnt hafa ráðherraembætti. Þetta þýðir ekki að ég sé að hvítþvo ráðherrana. Þvert á móti var ég gagnrýninn á störf ráðherra bæði þá og fyrr eins og lesa má í þingræðum mínum, til dæmis hinn 27. nóvember 2008. Nauðsynlegt er að minna á að rannsóknarnefnd Alþingis var ætlað að leita sannleikans um aðdraganda og orsakir falls bankanna. Nefndinni var ekki falið dómsvald né heimild til að beita menn viðurlögum. Það var embætti sérstaks saksóknara sem annaðist sakamálarannsókn. Það var svo ákvörðun Alþingis ári seinna, í desember 2009, þegar skýrsla rannsóknarnefndarinnar lá fyrir, að skipa sérstaka þingmannanefnd til þess að meta hvort höfða ætti mál á hendur fyrrverandi ráðherrum fyrir Landsdómi. Þegar Magnús Orri Schram og aðrir alþingismenn höfðu ákveðið þetta áttu þeir að huga að lögunum um Landsdóm. Alþingi var í lófa lagið að breyta lögunum eða endurbæta eða ákveða að málaferlin yrðu fyrir almennum dómstólum. En það var ekki gert. Á því ber Magnús Orri ábyrgð og getur ekki vísað henni á Geir Haarde. Það er aldrei bót að pólitísku ákæruvaldi.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar