Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 30-26 Stefán Friðriksson skrifar 10. nóvember 2011 15:18 Mynd/Valli Fram vann fjögurra marka sigur á ÍBV, 30-26, í N1 deild kvenna í handbolta í Safamýrinni í kvöld en þetta var fimmti sigur Framliðsins í röð eftir að hafa tapað fyrir HK í fyrstu umferðinni. Sigurinn kom Fram upp í efsta sæti deildarinnar en Íslandsmeistarar Vals eiga reyndar tvö leiki inni. Framliðið komst mest níu mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Eyjastúlkur gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í þrjú mörk með flottum spretti. Nær komust þær þó ekki og Fram vann nokkuð sannfærandi sigur. Stella Sigurðardóttir skoraði tíu mörk fyrir Fram en Marthe Sördal og Birna Berg Haraldsdóttir voru báðar var með fimm mörk. Ester Óskarsdóttir var markahæst hjá ÍBV með 10 mörk en Georgeta Grigore kom henni næst með 7 mörk. Karen Ösp Guðbjartsdóttir varð 14 skot í marki Fram en Florentina Stanciu tók 18 bolta í marki ÍBV. Fram komst í 2-0 og 6-3 í upphafi leiks og nýtti sér fjölmarga tæknifeila Eyjaliðsins. ÍBV náði að minnka muninn í eitt mark, 7-6, en Framliðið svaraði þá með sex mörkum í röð og komst í 13-6. Fram var síðan 17-12 yfir í hálfleik en 6 marka liðsins í hálfleiknum komu úr hraðauphlaupum. Marthe Sördal skoraði fimm mörk fyrir Fram í fyrri hálfleiknum en Ester Óskarsdóttir var markahæst hjá ÍBV með fjögur mörk. Stella Sigurðardóttir skoraði þrjú mörk á fyrstu fjórum mínútum seinni hálfleiks og Fram var komið í 21-12. ÍBV-liðið gafst hinsvegar ekki upp, unnu næstu tólf mínútur 7-2 og minnkuðu muninn í 23-19. ÍBV náðí öðrum góðum spretti undir blálokin og komu muninum niður í þrjú mörk en Framliðið náði að lokum að landa fjögurra marka sigri, 30-26. Stella: Þetta var aldrei í hættuStella Sigurðardóttir skýtur að marki í kvöld.Mynd/Valli Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram fór fyrir liði sínu í leiknum og skoraði 10 mörk. Hún var að vonum ánægð í leikslok. „Við byrjuðum leikinn mjög vel og við komum þeim á óvart með sterkri pressuvörn sem gekk fullkomlega upp enda vorum við að stela fullt af boltum, ásamt því að þær voru að kasta honum frá sér," sagði Stella. „Þessi sigur var í rauninni aldrei í hættu þó að þær hafi aðeins sett á okkur í lokin þegar við vorum að því virtist aðeins búnar að slaka á og vorum að leyfa þeim að skora auðveld mörk."Einar: Erum ennþá tiltölulega langt á eftir Val „Ég er sáttur með þennan sigur sem reyndist á endanum nokkuð þægilegur gegn sterku liði ÍBV. Við vorum komnar í níu marka forystu í seinni hálfleik og hefðum við mátt halda þeirri forystu og klára þetta sómasamlega. Við náðum ekki að halda haus út leikinn og voru síðustu tíu mínúturnar nokkuð endaslepptar hjá okkur," sagði Einar. „Ég var mjög ánægður með varnarleikinn okkar í leiknum sem og sóknarleikinn sem var nokkuð góður, þó að við séum að klúðra full mikið af dauðafærum," sagði Einar. Fram komst með sigrinum í kvöld á topp deildarinnar en Einar var hógvær í markmiðasetningu sinni fyrir komandi átök. „Við erum ennþá tiltölulega langt á eftir Val en við erum að bæta okkur með hverri vikunni og hverjum leiknum og er það ánægjulegt. Við höldum bara áfram okkar vinnu og aðalatriðið er að komast í úrslitakeppnina þar sem allt getur gerst," sagði Einar að lokum. Svavar: Við vorum skíthræddarMynd/Valli Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV var hundfúll í lok leiks og sagði hann sýnar stúlkur einfaldlega hafa verið hræddar. „Við komum illa stemmdar til leiks og virkuðum skíthræddar við frábært lið Fram. Þar liggur munurinn fyrst og fremst." „Ef við ætlum að eiga möguleika gegn svona góðu liði þá megum við ekki við því að tapa svona mörgum óþarfa boltum. Markvörður Fram varði einhverja fimm bolta í fyrri hálfleik á meðan okkar markvörður var með einhverja tíu bolta varða. Samt vorum við sex mörkum undir í hálfleik sem er náttúrulega fáranleg tölfræði," sagði Svavar. „Ég ætla ekkert að taka neitt frá liði Fram sem spilaði frábæra vörn en við vorum að taka skelfilegar ákvarðanir í sóknarleiknum og þurfum við augljóslega að bæta úr því ef við ætlum okkur að gera eitthvað gegn þessum stærri liðum í framtíðinni." Olís-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira
Fram vann fjögurra marka sigur á ÍBV, 30-26, í N1 deild kvenna í handbolta í Safamýrinni í kvöld en þetta var fimmti sigur Framliðsins í röð eftir að hafa tapað fyrir HK í fyrstu umferðinni. Sigurinn kom Fram upp í efsta sæti deildarinnar en Íslandsmeistarar Vals eiga reyndar tvö leiki inni. Framliðið komst mest níu mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Eyjastúlkur gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í þrjú mörk með flottum spretti. Nær komust þær þó ekki og Fram vann nokkuð sannfærandi sigur. Stella Sigurðardóttir skoraði tíu mörk fyrir Fram en Marthe Sördal og Birna Berg Haraldsdóttir voru báðar var með fimm mörk. Ester Óskarsdóttir var markahæst hjá ÍBV með 10 mörk en Georgeta Grigore kom henni næst með 7 mörk. Karen Ösp Guðbjartsdóttir varð 14 skot í marki Fram en Florentina Stanciu tók 18 bolta í marki ÍBV. Fram komst í 2-0 og 6-3 í upphafi leiks og nýtti sér fjölmarga tæknifeila Eyjaliðsins. ÍBV náði að minnka muninn í eitt mark, 7-6, en Framliðið svaraði þá með sex mörkum í röð og komst í 13-6. Fram var síðan 17-12 yfir í hálfleik en 6 marka liðsins í hálfleiknum komu úr hraðauphlaupum. Marthe Sördal skoraði fimm mörk fyrir Fram í fyrri hálfleiknum en Ester Óskarsdóttir var markahæst hjá ÍBV með fjögur mörk. Stella Sigurðardóttir skoraði þrjú mörk á fyrstu fjórum mínútum seinni hálfleiks og Fram var komið í 21-12. ÍBV-liðið gafst hinsvegar ekki upp, unnu næstu tólf mínútur 7-2 og minnkuðu muninn í 23-19. ÍBV náðí öðrum góðum spretti undir blálokin og komu muninum niður í þrjú mörk en Framliðið náði að lokum að landa fjögurra marka sigri, 30-26. Stella: Þetta var aldrei í hættuStella Sigurðardóttir skýtur að marki í kvöld.Mynd/Valli Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram fór fyrir liði sínu í leiknum og skoraði 10 mörk. Hún var að vonum ánægð í leikslok. „Við byrjuðum leikinn mjög vel og við komum þeim á óvart með sterkri pressuvörn sem gekk fullkomlega upp enda vorum við að stela fullt af boltum, ásamt því að þær voru að kasta honum frá sér," sagði Stella. „Þessi sigur var í rauninni aldrei í hættu þó að þær hafi aðeins sett á okkur í lokin þegar við vorum að því virtist aðeins búnar að slaka á og vorum að leyfa þeim að skora auðveld mörk."Einar: Erum ennþá tiltölulega langt á eftir Val „Ég er sáttur með þennan sigur sem reyndist á endanum nokkuð þægilegur gegn sterku liði ÍBV. Við vorum komnar í níu marka forystu í seinni hálfleik og hefðum við mátt halda þeirri forystu og klára þetta sómasamlega. Við náðum ekki að halda haus út leikinn og voru síðustu tíu mínúturnar nokkuð endaslepptar hjá okkur," sagði Einar. „Ég var mjög ánægður með varnarleikinn okkar í leiknum sem og sóknarleikinn sem var nokkuð góður, þó að við séum að klúðra full mikið af dauðafærum," sagði Einar. Fram komst með sigrinum í kvöld á topp deildarinnar en Einar var hógvær í markmiðasetningu sinni fyrir komandi átök. „Við erum ennþá tiltölulega langt á eftir Val en við erum að bæta okkur með hverri vikunni og hverjum leiknum og er það ánægjulegt. Við höldum bara áfram okkar vinnu og aðalatriðið er að komast í úrslitakeppnina þar sem allt getur gerst," sagði Einar að lokum. Svavar: Við vorum skíthræddarMynd/Valli Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV var hundfúll í lok leiks og sagði hann sýnar stúlkur einfaldlega hafa verið hræddar. „Við komum illa stemmdar til leiks og virkuðum skíthræddar við frábært lið Fram. Þar liggur munurinn fyrst og fremst." „Ef við ætlum að eiga möguleika gegn svona góðu liði þá megum við ekki við því að tapa svona mörgum óþarfa boltum. Markvörður Fram varði einhverja fimm bolta í fyrri hálfleik á meðan okkar markvörður var með einhverja tíu bolta varða. Samt vorum við sex mörkum undir í hálfleik sem er náttúrulega fáranleg tölfræði," sagði Svavar. „Ég ætla ekkert að taka neitt frá liði Fram sem spilaði frábæra vörn en við vorum að taka skelfilegar ákvarðanir í sóknarleiknum og þurfum við augljóslega að bæta úr því ef við ætlum okkur að gera eitthvað gegn þessum stærri liðum í framtíðinni."
Olís-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira