Kvennalið KA/Þórs í handboltanum vann í kvöld sinn fyrsta sigur undir stjórn Guðlaugs Arnarssonar er FH kom í heimsókn til Akureyrar.
Lokatölur í leiknum voru 24-22 fyrir Akureyri eftir að staðan í hálfleik hafði verið 10-13 fyrir FH.
KA/Þór er búið að vinna einn leik og tapa einum. FH hefur unnið einn leik og tapað tveimur.
Þór/KA-FH 24-22 (10-13)
Mörk Þórs/KA: Kolbrún Einarsdóttir 7, Katrín Vilhjálmsdóttir 5, Erla Heiður Tryggvadóttir 5, Martha Hermannsdóttir 4, Ásdís Sigurðardóttir 2, Arna Valgerður Erlingsdóttir 1.
Mörk FH: Kristrún Steinþórsdóttir 7, Indíana Jóhannsdóttir 3, Birna Íris Helgadóttir 3, Ingibjörg Pálmadóttir 3, Hind Hannesdóttir 2, Steinunn Snorradóttir 2, Sigrún Jóhannsdóttir 1, Berglind Björgvinsdóttir 1.
Fyrsti sigur KA/Þórs undir stjórn Guðlaugs
