Anna Úrsúla: Vanmetum ekki Fylki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2011 15:15 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaðurinn sterki í Val, var í dag valinn besti leikmaður seinni hluta tímabilsins í N1-deild kvenna. „Það eru margir góðir leikmenn í deildinni og það er mikil viðurkenning fyrir mig að fá þessi verðlaun í annað skiptið í vetur," sagði Anna en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. „Það er liðinu að þakka. Við höfum staðið okkur vel og ég er sátt." Anna Úrsúla er nú á sínu öðru ári hjá Val og henni líður vel í rauða búningnum. „Það er eins og ég hafi alltaf verið þarna. Það er góður félagsskapur í liðinu, gott umhverfi og góð þjálfun. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér." Úrslitakeppnin hefst á morgun en Valur hefur þar titil að verja auk þess sem að liðið varð deildarmeistari á dögunum. „Við erum ekki með jafn mikla breidd og í fyrra en við erum samt með sterka leikmenn eins og Anett Köbli og Ragnhildi Rósu Guðmundsdóttur. Við söknum Hildigunnar (Einarsdóttur) og Ágústu (Eddu Björnsdóttur) en ég tel að við séum með jafn sterkt lið og í fyrra - ef ekki sterkara." Valur varð fyrir áfalli á dögunum er Hildigunnur meiddist illa á æfingu en talið er að hún hafi slitið krossband í hné. „Það er fyrst og fremst hrikalega leiðinlegt fyrir hana en hún ætlaði að reyna að komast út. Hún hefur þó tekið þessu með góðu geði og hefur tekist að dreifa því í hópinn. Hún mætir á allar æfingar og það er mjög góður mórall í liðinu. Svona er þetta bara í íþróttum, það er alltaf næsti leikur og það kemur maður í manns stað." Valur mætir Fylki í undanúrslitum úrslitakeppninnar en þessi lið hafa mæst þrívegis í vetur og Valur unnið alla leikina með minnst tíu marka mun. „Ég held að allir séu sammála um að Fylkir hefur ekki spilað eins vel og þær geta. Það vita þær best sjálfar. En þær sýndu gegn Stjörnunni um daginn að þær eru með þetta í sér. Þær munu mæta kolbrjálaðar í þessa leiki gegn okkur en við munum mæta hörðu með hörðu og gefa allt okkar í þetta." „Ég er ekki hrædd við vanmat. Maður þarf að vera tilbúinn í hvern einasta leik eins og um úrslitaleik væri að ræða." Olís-deild kvenna Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Sjá meira
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaðurinn sterki í Val, var í dag valinn besti leikmaður seinni hluta tímabilsins í N1-deild kvenna. „Það eru margir góðir leikmenn í deildinni og það er mikil viðurkenning fyrir mig að fá þessi verðlaun í annað skiptið í vetur," sagði Anna en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. „Það er liðinu að þakka. Við höfum staðið okkur vel og ég er sátt." Anna Úrsúla er nú á sínu öðru ári hjá Val og henni líður vel í rauða búningnum. „Það er eins og ég hafi alltaf verið þarna. Það er góður félagsskapur í liðinu, gott umhverfi og góð þjálfun. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér." Úrslitakeppnin hefst á morgun en Valur hefur þar titil að verja auk þess sem að liðið varð deildarmeistari á dögunum. „Við erum ekki með jafn mikla breidd og í fyrra en við erum samt með sterka leikmenn eins og Anett Köbli og Ragnhildi Rósu Guðmundsdóttur. Við söknum Hildigunnar (Einarsdóttur) og Ágústu (Eddu Björnsdóttur) en ég tel að við séum með jafn sterkt lið og í fyrra - ef ekki sterkara." Valur varð fyrir áfalli á dögunum er Hildigunnur meiddist illa á æfingu en talið er að hún hafi slitið krossband í hné. „Það er fyrst og fremst hrikalega leiðinlegt fyrir hana en hún ætlaði að reyna að komast út. Hún hefur þó tekið þessu með góðu geði og hefur tekist að dreifa því í hópinn. Hún mætir á allar æfingar og það er mjög góður mórall í liðinu. Svona er þetta bara í íþróttum, það er alltaf næsti leikur og það kemur maður í manns stað." Valur mætir Fylki í undanúrslitum úrslitakeppninnar en þessi lið hafa mæst þrívegis í vetur og Valur unnið alla leikina með minnst tíu marka mun. „Ég held að allir séu sammála um að Fylkir hefur ekki spilað eins vel og þær geta. Það vita þær best sjálfar. En þær sýndu gegn Stjörnunni um daginn að þær eru með þetta í sér. Þær munu mæta kolbrjálaðar í þessa leiki gegn okkur en við munum mæta hörðu með hörðu og gefa allt okkar í þetta." „Ég er ekki hrædd við vanmat. Maður þarf að vera tilbúinn í hvern einasta leik eins og um úrslitaleik væri að ræða."
Olís-deild kvenna Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Sjá meira