Umhverfisspjöll á heimsmælikvarða? Tryggvi Felixson skrifar 24. september 2010 06:00 Nýr Lyngdalsheiðarvegur mun hafa óafturkræf áhrif á landslag og ásýnd svæðis sem liggur að elsta þjóðgarði landsmanna sem skráður hefur verið á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna (UNESCO World Heritage List). Vegastæðið liggur yfir eitt ríkasta vatnsból landsins sem hætta er á að spillist af framkvæmdum og umferð. Vegurinn mun óhjákvæmilega kalla á frekari gegnumumferð um Þjóðgarðinn á Þingvöllum og auka loftmengun og spilla friðsæld. Sýnt hefur verið fram á að aukin niturmengun vegna viðbótar gegnumumferðar getur hugsanlega spillt lífríkinu í vatninu vegna ofauðgunar á viðkvæmum hrygningarsvæðum. Þegar allt er reiknað virðist þessi áformaða vegabót aðeins stytta leiðina á milli Reykjavíkur og Laugarvatns um fáeinar mínútur. Á þetta var allt bent. Vegagerðin hafði fjölmargar vel rökstuddar ábendingar opinberra stofnana, samtaka, sérfræðinga og einstaklinga um framangreind efni að engu. Vanda þarf til vegagerðar á Íslandi og vegastæði ber að velja þannig að vegur valdi ekki óásættanlegu tjóni á umhverfi okkar og náttúru. Vegagerð af því tagi sem nú liggur fyrir við Þingvallavatn brýtur í bága við almenn og viðurkennd náttúruverndarviðmið. Hún er heldur ekki í samræmi við ýmsa alþjóðlega sáttmála sem Ísland hefur undirgengist. Hún er líklega einnig í andstöðu við vilja þjóðarinnar, ef marka má opna skoðanakönnun sem gerð var. Hér tókust á staðbundnir skammtímahagsmunir og langtímahagsmunir heildarinnar. Skammtímahagsmunir urðu ofan á, eins og svo oft hjá okkur Íslendingum. Þegar mæta á óskum íbúa um greiða og hraðfara leið til höfuðborgarinnar má ekki spilla verðmætri náttúru landsins nema mjög brýnir hagsmunir séu í húfi. Mikil náttúruverðmæti búa í óspilltu landi. Við þennan helgasta stað þjóðarinnar og aðstæður sem eru áþekkar, á náttúran að njóta vafans. Sýnt var fram á í umfjöllun um málið að það mátti bæta núverandi akveg frá Gjábakka og austur á Reyðarbarm (Barmskarði) eða Laugarvatnshelli (gamla Kóngsveginn) sem ferðamannaveg um áhugaverða skoðunarstaði og með tilkomumikið útsýni yfir Þingvallavatn. Jafnframt mátti gera hann að heilsársvegi, að vísu með lægri hámarkshraða en 90 km á klukkustund. En slíkan veg taldi Vegagerðin ekki standast „kröfur samtímans“. Því létu stjónvöld vel rökstuddar kröfur um að vernda einstæða náttúru landsins fyrir komandi kynslóðir víkja. Breiður vegur liggur nú yfir áður óraskað land, vegur sem veldur óafturkræfum spjöllum og sorg hjá þeim sem unna íslenskri náttúru. Ósk mín er nú sú að draga megi lærdóm af þessu máli við vegagerð í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýr Lyngdalsheiðarvegur mun hafa óafturkræf áhrif á landslag og ásýnd svæðis sem liggur að elsta þjóðgarði landsmanna sem skráður hefur verið á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna (UNESCO World Heritage List). Vegastæðið liggur yfir eitt ríkasta vatnsból landsins sem hætta er á að spillist af framkvæmdum og umferð. Vegurinn mun óhjákvæmilega kalla á frekari gegnumumferð um Þjóðgarðinn á Þingvöllum og auka loftmengun og spilla friðsæld. Sýnt hefur verið fram á að aukin niturmengun vegna viðbótar gegnumumferðar getur hugsanlega spillt lífríkinu í vatninu vegna ofauðgunar á viðkvæmum hrygningarsvæðum. Þegar allt er reiknað virðist þessi áformaða vegabót aðeins stytta leiðina á milli Reykjavíkur og Laugarvatns um fáeinar mínútur. Á þetta var allt bent. Vegagerðin hafði fjölmargar vel rökstuddar ábendingar opinberra stofnana, samtaka, sérfræðinga og einstaklinga um framangreind efni að engu. Vanda þarf til vegagerðar á Íslandi og vegastæði ber að velja þannig að vegur valdi ekki óásættanlegu tjóni á umhverfi okkar og náttúru. Vegagerð af því tagi sem nú liggur fyrir við Þingvallavatn brýtur í bága við almenn og viðurkennd náttúruverndarviðmið. Hún er heldur ekki í samræmi við ýmsa alþjóðlega sáttmála sem Ísland hefur undirgengist. Hún er líklega einnig í andstöðu við vilja þjóðarinnar, ef marka má opna skoðanakönnun sem gerð var. Hér tókust á staðbundnir skammtímahagsmunir og langtímahagsmunir heildarinnar. Skammtímahagsmunir urðu ofan á, eins og svo oft hjá okkur Íslendingum. Þegar mæta á óskum íbúa um greiða og hraðfara leið til höfuðborgarinnar má ekki spilla verðmætri náttúru landsins nema mjög brýnir hagsmunir séu í húfi. Mikil náttúruverðmæti búa í óspilltu landi. Við þennan helgasta stað þjóðarinnar og aðstæður sem eru áþekkar, á náttúran að njóta vafans. Sýnt var fram á í umfjöllun um málið að það mátti bæta núverandi akveg frá Gjábakka og austur á Reyðarbarm (Barmskarði) eða Laugarvatnshelli (gamla Kóngsveginn) sem ferðamannaveg um áhugaverða skoðunarstaði og með tilkomumikið útsýni yfir Þingvallavatn. Jafnframt mátti gera hann að heilsársvegi, að vísu með lægri hámarkshraða en 90 km á klukkustund. En slíkan veg taldi Vegagerðin ekki standast „kröfur samtímans“. Því létu stjónvöld vel rökstuddar kröfur um að vernda einstæða náttúru landsins fyrir komandi kynslóðir víkja. Breiður vegur liggur nú yfir áður óraskað land, vegur sem veldur óafturkræfum spjöllum og sorg hjá þeim sem unna íslenskri náttúru. Ósk mín er nú sú að draga megi lærdóm af þessu máli við vegagerð í framtíðinni.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun