Guðmundur Andri Thorsson: Athugasemd Guðmundur Andri Thorsson skrifar 15. maí 2010 11:30 Snjólfur Ólafsson prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bregst ókvæða við í Fréttablaðinu í gær vegna greinar sem ég skrifaði 10. maí um að ef til vill þurfi að endurskoða endurskoðendurna í ljósi þess sem þeir lokuðu augunum gagnvart í starfsháttum bankanna og fyrirtækja á borð við FL-group - og þáðu laun fyrir. Í greininni nefndi ég að fram hefði komið að viðskiptahættir mannsins sem braskaði með bótasjóð Sjóvár hefðu verið kenndir gagnrýnislaust í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Þetta segir Snjólfur vera þvætting. Hann vill að ég taki þetta aftur og biðjist opinberlega afsökunar. Heimild mín fyrir þessari kennslu er frétt í DV þann 26. apríl síðastliðinn. Þar segir undir fyrirsögninni "Fræði Karls Wernerssonar voru kennd í Háskólanum" að ein spurning í prófi á námskeiðinu "Stjórnun og skipulagsheildir" árið 2008 hafi verið á þessa leið: "Stjórnarformaður Milestone Karl Wernersson hefur útvíkkað starfsemina og farið inn á ný athafnasvið og stuðlað að fjölbreytingu (fjölþættingu) í rekstri Milestone. Nefndu dæmi um annarsvegar tengda og hinsvegar ótengda fjölbreytingu (fjölþættingu) sem Milestone hefur farið í síðan það var stofnað?" Í framhaldinu dregur blaðamaðurinn, Ingi Vilhjálmsson, þá ályktun að nemendur hafi verið látnir kynna sér viðskipti Karls og læra af þeim, og þykir það til marks um þá lotningu sem hafi ríkt gagnvart útrásarvíkingum þegar sá dans dunaði. Ég reyni í minni grein að draga úr því að hér hafi verið um siðblindu eða heimsku einstakra kennara að ræða, heldur tengi tíðaranda og ríkjandi hugmyndafræði þess tíma en læt þess getið að eitthvað hljóti að vanta í nám þar sem slíkt sé "kennt með velþóknun". Þetta er partur af viðleitni minni til að leita rótanna að ófarnaði Íslendinga á síðustu árum til að reyna að læra af þeim: kannski var alveg út í hött að láta sér detta í hug að einhver svör kynni að vera að finna í viðskiptadeildum Háskólanna þar sem það fólk lærði unnvörpum, sem lék íslenskt efnahagslíf jafn grátt og raun ber vitni. Sé frétt DV úr lausu lofti gripin er að sjálfsögðu auðsótt mál að biðjast afsökunar á því að hafa haft Viðskiptadeild HÍ fyrir rangri sök. Eigi fréttin við rök að styðjast fellur grein Snjólfs um sjálfa sig. Undir lok greinar sinnar lætur Snjólfur á sér skilja að þau sem gagnrýni mest séu yfirleitt á svipuðum villigötum og hann segir mig vera; hann gerir m.ö.o. lítið úr þeim gagnrýnisröddum sem víða hljóma í samfélaginu um þessar mundir. Við skulum endilega gæta þess að garga ekki mikið hvert á annað en ég held hins vegar að við þurfum gagnrýni - heiðarlega, beitta, hófstillta og uppbyggilega gagnrýni. Meira að segja hákirkjur á borð við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þurfa gagnrýni. Eða þarf kannski ekkert að endurskoða hjá endurskoðendunum? Ekkert sem vantað hefur í námið í viðskiptafræðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Snjólfur Ólafsson prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bregst ókvæða við í Fréttablaðinu í gær vegna greinar sem ég skrifaði 10. maí um að ef til vill þurfi að endurskoða endurskoðendurna í ljósi þess sem þeir lokuðu augunum gagnvart í starfsháttum bankanna og fyrirtækja á borð við FL-group - og þáðu laun fyrir. Í greininni nefndi ég að fram hefði komið að viðskiptahættir mannsins sem braskaði með bótasjóð Sjóvár hefðu verið kenndir gagnrýnislaust í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Þetta segir Snjólfur vera þvætting. Hann vill að ég taki þetta aftur og biðjist opinberlega afsökunar. Heimild mín fyrir þessari kennslu er frétt í DV þann 26. apríl síðastliðinn. Þar segir undir fyrirsögninni "Fræði Karls Wernerssonar voru kennd í Háskólanum" að ein spurning í prófi á námskeiðinu "Stjórnun og skipulagsheildir" árið 2008 hafi verið á þessa leið: "Stjórnarformaður Milestone Karl Wernersson hefur útvíkkað starfsemina og farið inn á ný athafnasvið og stuðlað að fjölbreytingu (fjölþættingu) í rekstri Milestone. Nefndu dæmi um annarsvegar tengda og hinsvegar ótengda fjölbreytingu (fjölþættingu) sem Milestone hefur farið í síðan það var stofnað?" Í framhaldinu dregur blaðamaðurinn, Ingi Vilhjálmsson, þá ályktun að nemendur hafi verið látnir kynna sér viðskipti Karls og læra af þeim, og þykir það til marks um þá lotningu sem hafi ríkt gagnvart útrásarvíkingum þegar sá dans dunaði. Ég reyni í minni grein að draga úr því að hér hafi verið um siðblindu eða heimsku einstakra kennara að ræða, heldur tengi tíðaranda og ríkjandi hugmyndafræði þess tíma en læt þess getið að eitthvað hljóti að vanta í nám þar sem slíkt sé "kennt með velþóknun". Þetta er partur af viðleitni minni til að leita rótanna að ófarnaði Íslendinga á síðustu árum til að reyna að læra af þeim: kannski var alveg út í hött að láta sér detta í hug að einhver svör kynni að vera að finna í viðskiptadeildum Háskólanna þar sem það fólk lærði unnvörpum, sem lék íslenskt efnahagslíf jafn grátt og raun ber vitni. Sé frétt DV úr lausu lofti gripin er að sjálfsögðu auðsótt mál að biðjast afsökunar á því að hafa haft Viðskiptadeild HÍ fyrir rangri sök. Eigi fréttin við rök að styðjast fellur grein Snjólfs um sjálfa sig. Undir lok greinar sinnar lætur Snjólfur á sér skilja að þau sem gagnrýni mest séu yfirleitt á svipuðum villigötum og hann segir mig vera; hann gerir m.ö.o. lítið úr þeim gagnrýnisröddum sem víða hljóma í samfélaginu um þessar mundir. Við skulum endilega gæta þess að garga ekki mikið hvert á annað en ég held hins vegar að við þurfum gagnrýni - heiðarlega, beitta, hófstillta og uppbyggilega gagnrýni. Meira að segja hákirkjur á borð við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þurfa gagnrýni. Eða þarf kannski ekkert að endurskoða hjá endurskoðendunum? Ekkert sem vantað hefur í námið í viðskiptafræðinni?
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun