Rannsókn á glæpnum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2010 06:00 Innrásin í Írak á vordögum 2003 er óumdeilanlega orðin eitt mesta glæpaverk seinni tíma. Ráðist var inn í landið án samþykkis Sameinuðu þjóðanna, logið var upp tylliástæðum um kjarnorkuógn og tengsl Saddams Hussein við Al Kaída. Hundruð þúsunda manna, kvenna og barna hafa verið drepin í Írak síðan innrásin var gerð, bæði í innrásinni sjálfri og í borgarastyrjöldinni sem innrásin kom af stað milli þjóða og trúabragðahópa. Innrásarþjóðirnar standa meira og minna ráðalausar frammi fyrir ofbeldinu sem þær leystu úr læðingi og hafa engin svör við spurningunni til hvers innrásin var gerð. Engin réttlæting er finnanleg og þá stendur eftir hinn bitri sannleikur að innrásin var glæpaverk. Í Bretlandi er enn ein rannsóknarnefndin að störfum til þess að komast að hinu sanna í aðdraganda þátttöku Breta í innrásinni. Þar liggur æ betur fyrir, með hverri rannsókninni sem gerð er, hversu ömurlegur verknaðurinn var. Ekki aðeins var tilgangurinn spuni og rökin uppspuni heldur lá ekki fyrir hvað ætti að gera og hvernig byggja ætti upp friðsamt og gott samfélag í landinu. Þeir sem ábyrgð báru á ákvörðuninni og blekkingunum munu þurfa að svara til saka og axla ábyrgð. Það er gott og eykur tiltrú á Bretlandi sem lýðræðisþjóð. En hvar standa þessi mál á Íslandi? Með samþykki ríkisstjórnar Íslands var landið sett á lista hinna viljugu þjóða í upphafi innrásarinnar. Fram hefur komið að ákvörðun þar um hafi verið tekin utan ríkisstjórnarfundar og að henni hafi aðeins komið formenn stjórnarflokkanna, forsætisráðherrra Davíð Oddsson og utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson. Þá hefur líka verið upplýst að málið var ekki rætt í þingflokki framsóknarmanna. Þáverandi stjórnarandstaða gagnrýndi síðar málatilbúnaðinn. Það er ekki að sjá að ríkisstjórnin ætli að hreyfa þessu máli. Því er þess krafist að með sérstakri löggjöf verði skipuð sérstök rannsóknarnefnd óháðra manna og öllum þeim sem upplýsingar hafa um málið verði gert skylt að mæta fyrir nefndina og skýra frá öllu sem þeir vita og leggja fram öll gögn sem þeir hafa yfir að ráða. Öll gögn verði gerð opinber og vitnaleiðslur fari fram fyrir opnum tjöldum. Lagaskyldan nái til ráðherra, alþingismanna, starfsmanna stjórnmálaflokkanna og þingflokkanna, sendiherra, ráðuneytisstjóra, embættismanna og allra sem kunna að búa yfir upplýsingum eða vitneskju sem varpar ljósi á ákvörðunina. Upplýsa þarf hvernig ákvörðunin var tekin, á hvaða gögnum byggðist hún, hvaða álit um lögmæti og hættu lágu fyrir, hverjir tóku hana, við hverja var rætt innanlands og erlendis, hvaða áætlanir lágu fyrir um uppbyggingu og endurreisn í Írak og hvað annað það sem máli skiptir. Þátttaka Íslendinga í Íraksstríðinu með stuðningi við innrásina er glæpur sem landsmönnum svíður enn í dag. Glæpi á að upplýsa í stjórnarráðinu, sem á götum úti, og draga afbrotamennina fyrir dómstóla og rétta yfir þeim. Þeir sem eru ábyrgir í málinu verða að sæta ábyrgð. Það er ekki að sæta ábyrgð að verða seðlabankastjóri. Það er ekki að sæta ábyrgð að verða framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs. Hvers vegna eru stjórnarflokkarnir ekki búnir að koma þessu í verk? Núna hafa þeir völdin og ráðin á Alþingi. Þá á að gera það sem áður var talað um. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Innrásin í Írak á vordögum 2003 er óumdeilanlega orðin eitt mesta glæpaverk seinni tíma. Ráðist var inn í landið án samþykkis Sameinuðu þjóðanna, logið var upp tylliástæðum um kjarnorkuógn og tengsl Saddams Hussein við Al Kaída. Hundruð þúsunda manna, kvenna og barna hafa verið drepin í Írak síðan innrásin var gerð, bæði í innrásinni sjálfri og í borgarastyrjöldinni sem innrásin kom af stað milli þjóða og trúabragðahópa. Innrásarþjóðirnar standa meira og minna ráðalausar frammi fyrir ofbeldinu sem þær leystu úr læðingi og hafa engin svör við spurningunni til hvers innrásin var gerð. Engin réttlæting er finnanleg og þá stendur eftir hinn bitri sannleikur að innrásin var glæpaverk. Í Bretlandi er enn ein rannsóknarnefndin að störfum til þess að komast að hinu sanna í aðdraganda þátttöku Breta í innrásinni. Þar liggur æ betur fyrir, með hverri rannsókninni sem gerð er, hversu ömurlegur verknaðurinn var. Ekki aðeins var tilgangurinn spuni og rökin uppspuni heldur lá ekki fyrir hvað ætti að gera og hvernig byggja ætti upp friðsamt og gott samfélag í landinu. Þeir sem ábyrgð báru á ákvörðuninni og blekkingunum munu þurfa að svara til saka og axla ábyrgð. Það er gott og eykur tiltrú á Bretlandi sem lýðræðisþjóð. En hvar standa þessi mál á Íslandi? Með samþykki ríkisstjórnar Íslands var landið sett á lista hinna viljugu þjóða í upphafi innrásarinnar. Fram hefur komið að ákvörðun þar um hafi verið tekin utan ríkisstjórnarfundar og að henni hafi aðeins komið formenn stjórnarflokkanna, forsætisráðherrra Davíð Oddsson og utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson. Þá hefur líka verið upplýst að málið var ekki rætt í þingflokki framsóknarmanna. Þáverandi stjórnarandstaða gagnrýndi síðar málatilbúnaðinn. Það er ekki að sjá að ríkisstjórnin ætli að hreyfa þessu máli. Því er þess krafist að með sérstakri löggjöf verði skipuð sérstök rannsóknarnefnd óháðra manna og öllum þeim sem upplýsingar hafa um málið verði gert skylt að mæta fyrir nefndina og skýra frá öllu sem þeir vita og leggja fram öll gögn sem þeir hafa yfir að ráða. Öll gögn verði gerð opinber og vitnaleiðslur fari fram fyrir opnum tjöldum. Lagaskyldan nái til ráðherra, alþingismanna, starfsmanna stjórnmálaflokkanna og þingflokkanna, sendiherra, ráðuneytisstjóra, embættismanna og allra sem kunna að búa yfir upplýsingum eða vitneskju sem varpar ljósi á ákvörðunina. Upplýsa þarf hvernig ákvörðunin var tekin, á hvaða gögnum byggðist hún, hvaða álit um lögmæti og hættu lágu fyrir, hverjir tóku hana, við hverja var rætt innanlands og erlendis, hvaða áætlanir lágu fyrir um uppbyggingu og endurreisn í Írak og hvað annað það sem máli skiptir. Þátttaka Íslendinga í Íraksstríðinu með stuðningi við innrásina er glæpur sem landsmönnum svíður enn í dag. Glæpi á að upplýsa í stjórnarráðinu, sem á götum úti, og draga afbrotamennina fyrir dómstóla og rétta yfir þeim. Þeir sem eru ábyrgir í málinu verða að sæta ábyrgð. Það er ekki að sæta ábyrgð að verða seðlabankastjóri. Það er ekki að sæta ábyrgð að verða framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs. Hvers vegna eru stjórnarflokkarnir ekki búnir að koma þessu í verk? Núna hafa þeir völdin og ráðin á Alþingi. Þá á að gera það sem áður var talað um. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun