Óþarft framsal Pawel Bartoszek skrifar 10. nóvember 2010 10:08 Það er ágætishætta á að Evrópusambands-sönglagið yfirgnæfi önnur tónverk á stjórnlagaþinginu, sem væri mikið slys. Þingkosningar mega snúast um ESB, landsfundir flokka mega snúast um ESB, prófkjör mega snúast um ESB og þjóðaratkvæðagreiðslur um ESB-aðild snúast, eðli málsins samkvæmt, um ESB. Kosningar til stjórnlagaþings gera það ekki. Stjórnarskrá á að skrifa til tvö hundruð ára en ekki tveggja, og þess vegna er það miður þegar menn hyggjast nota deilur sem útlkljáðar verða innan nokkurra missera til að stinga inn í stjórnarskrána lagagreinum sem munu standa þar um aldur og ævi. Svo virðist vera stemningin nú. En þótt undarlegt megi virðast leggja bæði ESB-sinnar og andstæðingar til útfærslur á ákvæðum um valdaframsal til útlanda. Þeir fyrrnefndu vilja að slíkt framsal sé nokkuð erfitt, þeir síðarnefndu að það sé ógeðslega erfitt. Ég vil að sjálfsögðu ekki að dulbúa mig sem hlutlausan áhorfenda þegar sannleikurinn er að ég hef spilað með öðru liðinu. Ég studdi umsókn Íslands í Evrópusambandið, ég styð aðildarviðræðurnar og mikið þarf að gerast til að ég styðji ekki aðildina sjálfa. Ég ætla ekki lítillækka sjálfan mig né ofbjóða skynsemi lesenda minna með því að halda einhverju öðru fram korteri fyrir kosningar. En þótt almenn framsalsákvæði myndu ekki halda vöku fyrir mér þá sé ég lítinn tilgang í að setja slík ákvæði inn, og enn minni tilgang í að karpa lengi um eðli þeirra. Íslendingar hafa tekið virkan þátt í samfélagi þjóðanna með þeirri stjórnarskrá sem fylgt hefur frá lýðveldisstofnun og þeir alþjóðasamningar sem við nú erum aðilar að krefjast þess ekki að við gerum breytingar. Það er engin deila um að aðild að ESB eigi að bera undir þjóðaratkvæði. Fari svo að hún verði samþykkt, sem er hóflega líklegt eins og sakir standa, er eðlilegt að gera þær lágmarksbreytingar á stjórnarskráni sem nauðsynlegar eru, til dæmis með því að setja inn sértæk ákvæði líkt og þau sem sett hafa verið á Írlandi sem heimila aðildina. Þær breytingar þyrftu þá að fara í gegnum tvö þing með kosningum á milli, og sama þyrfti að gilda um allar breytingar á stofnsáttmálum ESB sem kynnu að vera gerðar í framtíðinni. Þetta er hófsöm leið og varfærin, og raunar ekki líkleg til að baka okkur vinsældir syðra. Ekkert annað á sjóndeildarhringnum kallar á heimildir til að framselja vald til útlanda. Það þarf ekki að breyta stjórnarskráni til frambúðar vegna deilna sem sér brátt fram á enda á. Látum ekki kljúfa okkur í já og nei-fylkingar í kosningum sem snúast ekki um Brussel, heldur um okkur sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Það er ágætishætta á að Evrópusambands-sönglagið yfirgnæfi önnur tónverk á stjórnlagaþinginu, sem væri mikið slys. Þingkosningar mega snúast um ESB, landsfundir flokka mega snúast um ESB, prófkjör mega snúast um ESB og þjóðaratkvæðagreiðslur um ESB-aðild snúast, eðli málsins samkvæmt, um ESB. Kosningar til stjórnlagaþings gera það ekki. Stjórnarskrá á að skrifa til tvö hundruð ára en ekki tveggja, og þess vegna er það miður þegar menn hyggjast nota deilur sem útlkljáðar verða innan nokkurra missera til að stinga inn í stjórnarskrána lagagreinum sem munu standa þar um aldur og ævi. Svo virðist vera stemningin nú. En þótt undarlegt megi virðast leggja bæði ESB-sinnar og andstæðingar til útfærslur á ákvæðum um valdaframsal til útlanda. Þeir fyrrnefndu vilja að slíkt framsal sé nokkuð erfitt, þeir síðarnefndu að það sé ógeðslega erfitt. Ég vil að sjálfsögðu ekki að dulbúa mig sem hlutlausan áhorfenda þegar sannleikurinn er að ég hef spilað með öðru liðinu. Ég studdi umsókn Íslands í Evrópusambandið, ég styð aðildarviðræðurnar og mikið þarf að gerast til að ég styðji ekki aðildina sjálfa. Ég ætla ekki lítillækka sjálfan mig né ofbjóða skynsemi lesenda minna með því að halda einhverju öðru fram korteri fyrir kosningar. En þótt almenn framsalsákvæði myndu ekki halda vöku fyrir mér þá sé ég lítinn tilgang í að setja slík ákvæði inn, og enn minni tilgang í að karpa lengi um eðli þeirra. Íslendingar hafa tekið virkan þátt í samfélagi þjóðanna með þeirri stjórnarskrá sem fylgt hefur frá lýðveldisstofnun og þeir alþjóðasamningar sem við nú erum aðilar að krefjast þess ekki að við gerum breytingar. Það er engin deila um að aðild að ESB eigi að bera undir þjóðaratkvæði. Fari svo að hún verði samþykkt, sem er hóflega líklegt eins og sakir standa, er eðlilegt að gera þær lágmarksbreytingar á stjórnarskráni sem nauðsynlegar eru, til dæmis með því að setja inn sértæk ákvæði líkt og þau sem sett hafa verið á Írlandi sem heimila aðildina. Þær breytingar þyrftu þá að fara í gegnum tvö þing með kosningum á milli, og sama þyrfti að gilda um allar breytingar á stofnsáttmálum ESB sem kynnu að vera gerðar í framtíðinni. Þetta er hófsöm leið og varfærin, og raunar ekki líkleg til að baka okkur vinsældir syðra. Ekkert annað á sjóndeildarhringnum kallar á heimildir til að framselja vald til útlanda. Það þarf ekki að breyta stjórnarskráni til frambúðar vegna deilna sem sér brátt fram á enda á. Látum ekki kljúfa okkur í já og nei-fylkingar í kosningum sem snúast ekki um Brussel, heldur um okkur sjálf.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar