Tekjutengjum sjómannaafsláttinn 27. nóvember 2009 06:00 Frá því er greint í fréttum Ríkisútvarpsins 25.11.2009 að dæmi séu um að hásetahlutur á fjölveiðiskipum sem svo eru nefnd geti farið í 30 milljónir króna á ári. Jafnframt er tekið fram að gjarnan séu 2 menn um hvert pláss á slíkum skipum. Árslaun einstakra starfsmanna á fjölveiðiskipi geta þá rokkað á milli 15 og 35-40 milljóna króna eftir því hvort um háseta eða yfirmann er að ræða. Með öðrum orðum: Tekjur þessara aðila sveiflast frá því að vera rífleg forsætisráðherralaun og yfir í það að losa laun forsætisráðherra og 2ja óbreyttra þingmanna að auki! En þar með er ekki allt talið því almenningur leggur sérhverjum einstaklingi í þessum hópi til 100 til 200 þúsund krónur á ári í formi skattafsláttar, sjómannaafsláttarins. Ríkisskattstjóri upplýsir að heildarkostnaður ríkissjóðs vegna sjómannaafsláttarins nemi um 1,1 milljarði króna. Ég benti á það í sjónvarpsviðtali fyrir nokkru að þrátt fyrir umfangsmikinn niðurskurð og umfangsmiklar skattahækkanir virðist svo vera sem sjómenn eigi enn að fá að njóta þeirrar sérstöðu sem í skattafslættinum felst. Viðbrögð við þessum orðum mínum létu ekki á sér standa. Sjómenn töldu sig ekki ofsæla af sínum kjörum. Látum kjurt liggja þó margir sem í landi eru vildu gjarnan hafa vistaskipti við fjölveiðiskipshásetana sem sagt er frá hér að ofan. Fallast má á að afkoman sé ekki jafn glæsileg hjá öllum sjómönnum og hún er hjá þeim fríða flokki sem fyllir skipsrúm fjölveiðiskipanna. En það er leikur einn að gera vel við tekjulága sjómenn annars vegar og leyfa þeim tekjuhærri að greiða skatta eins og fullorðnir menn. Það má gera með því að tekjutengja sjómannaafsláttinn rétt eins og gert er með barnabætur og vaxtabætur. Til dæmis mætti haga málum þannig að sjómaður með fjórðung úr forsætisráðherralaunum á ári eða minna fengi fullan afslátt en að sá sem væri með hálf forsætisráðherralaun á ári eða meira fengi engan og þeir sem væru með laun þar á milli fengju skertan afslátt í hlutfalli við laun umfram fjórðung forsætisráðherralauna. Nota mætti hluta þeirra fjármuna sem þannig spöruðust til að draga úr fyrirhugaðri skerðingu á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Höfundur er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá því er greint í fréttum Ríkisútvarpsins 25.11.2009 að dæmi séu um að hásetahlutur á fjölveiðiskipum sem svo eru nefnd geti farið í 30 milljónir króna á ári. Jafnframt er tekið fram að gjarnan séu 2 menn um hvert pláss á slíkum skipum. Árslaun einstakra starfsmanna á fjölveiðiskipi geta þá rokkað á milli 15 og 35-40 milljóna króna eftir því hvort um háseta eða yfirmann er að ræða. Með öðrum orðum: Tekjur þessara aðila sveiflast frá því að vera rífleg forsætisráðherralaun og yfir í það að losa laun forsætisráðherra og 2ja óbreyttra þingmanna að auki! En þar með er ekki allt talið því almenningur leggur sérhverjum einstaklingi í þessum hópi til 100 til 200 þúsund krónur á ári í formi skattafsláttar, sjómannaafsláttarins. Ríkisskattstjóri upplýsir að heildarkostnaður ríkissjóðs vegna sjómannaafsláttarins nemi um 1,1 milljarði króna. Ég benti á það í sjónvarpsviðtali fyrir nokkru að þrátt fyrir umfangsmikinn niðurskurð og umfangsmiklar skattahækkanir virðist svo vera sem sjómenn eigi enn að fá að njóta þeirrar sérstöðu sem í skattafslættinum felst. Viðbrögð við þessum orðum mínum létu ekki á sér standa. Sjómenn töldu sig ekki ofsæla af sínum kjörum. Látum kjurt liggja þó margir sem í landi eru vildu gjarnan hafa vistaskipti við fjölveiðiskipshásetana sem sagt er frá hér að ofan. Fallast má á að afkoman sé ekki jafn glæsileg hjá öllum sjómönnum og hún er hjá þeim fríða flokki sem fyllir skipsrúm fjölveiðiskipanna. En það er leikur einn að gera vel við tekjulága sjómenn annars vegar og leyfa þeim tekjuhærri að greiða skatta eins og fullorðnir menn. Það má gera með því að tekjutengja sjómannaafsláttinn rétt eins og gert er með barnabætur og vaxtabætur. Til dæmis mætti haga málum þannig að sjómaður með fjórðung úr forsætisráðherralaunum á ári eða minna fengi fullan afslátt en að sá sem væri með hálf forsætisráðherralaun á ári eða meira fengi engan og þeir sem væru með laun þar á milli fengju skertan afslátt í hlutfalli við laun umfram fjórðung forsætisráðherralauna. Nota mætti hluta þeirra fjármuna sem þannig spöruðust til að draga úr fyrirhugaðri skerðingu á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Höfundur er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands.
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar