Viðskipti innlent

4 prósentum fleiri gistinætur

Gistinætur á hótelum í apríl voru 80.300 eða 3.000 fleiri en á sama tíma fyrir ári sem jafngildir 4 prósenta aukningu á milli ára. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Austurlandi þar sem gistinætur fóru úr 1.800 í 2.200 milli ára. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum úr 5.800 í 6.500, sem jafngildir 13 prósenta aukningu.

Gistinóttum fjölgaði um 10 prósent á Norðurlandi.

Á höfuðborgarsvæðinu fóru gistinætur úr 55.600 í 58.300 sem jafngildir 5 prósenta aukningu á milli ára.

Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var Suðurland eina landsvæðið þar sem samdráttur varð, en gistinóttum þar fækkaði um 13,5 prósent á milli ára. Þær voru 9.800 í apríl á síðasta ári en voru í sama mánuði á þessu ári 8.400.

Fjölgun gistinátta á hótelum í apríl árið 2006 má að öllu leyti rekja til útlendinga. Þeim fjölgaði um 9 prósent en gistinóttum Íslendingum fækkaði um 7%, að sögn Hagstofunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×