Denver skellti meisturnum 23. janúar 2006 15:17 Denver hefur ekki látið mikil meiðsli lykilmanna hafa áhrif á sig í vetur og þeir Kenyon Martin og Carmelo Anthony gerðu sér lítið fyrir og skelltu meisturunum á útivelli í nótt NordicPhotos/GettyImages Það var mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt og þó flestir leikir hafi ef til vill fallið í skugga skotsýningar Kobe Bryant, voru fjölmargir aðrir áhugaverðir leikir á dagskrá. Denver skellti meisturum San Antonio á útivelli og Phoenix tapaði enn einum leiknum sem var framlengdur oftar en einu sinni. Philadelphia lagði Minnesota 86-84, þar sem Philadelphia vann upp 19 stiga forskot Minnesota og tryggði sér sigurinn með körfu Andre Iguodala um leið og lokaflautið gall. Allen Iverson skoraði 39 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia, en Wally Szczerbiak skoraði 18 stig fyrir Minnesota. Denver lagði San Antonio á útivelli 89-85. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir Denver, flest af vítalínunni, en Earl Boykins kláraði leikinn fyrir Denver með hittni sinni í fjórða leikhluta. Nazr Mohammed skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir San Antonio. LA Clippers lagði Golden State 105-92. Cuttino Mobley skoraði 22 stig fyrir Clippers en Jason Richardson skoraði 23 fyrir Golden State. Memphis vann góðan útisigur á Washington 93-82. Mike Miller skoraði 30 stig fyrir Memphis og Antawn Jamison skoraði 25 stig fyrir Washington. Detroit marði Houston 99-97, þrátt fyrir 43 stig frá Tracy McGrady, en bakverðirnir Chauncey Billups og Rip Hamilton voru báðir með 24 stig hjá Detroit sem hefur unnið 33 af 38 leikjum sínum í vetur og er með langbestan árangur allra liða í deildinni. Miami lenti í bullandi vandræðum með Sacramento á heimavelli sínum, en keyrði loks framúr í lokaleikhlutanum sem liðið vann 30-15 og lokatölur voru 119-99 fyrir Miami. Shaquille O´Neal skoraði 27 stig fyrir Miami en Peja Stojakovic var með 19 stig fyrir Sacramento. Seattle lagði Phoenix í ævintýralegum tvíframlengdum leik 152-149, en þetta er hæsta stigaskor í NBA leik í ellefu ár. Liðin settu NBA met með 32 þriggja stiga körfum í leiknum. Það var Ray Allen sem var hetja Seattle í leiknum því hann skoraði 42 stig og þar á meðal sigurkörfuna með þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Skotið kom af hátt í tíu metra færi. Luke Ridnour skoraði 30 stig fyrir Seattle, en Shawn Marion skoraði 37 stig fyrir Phoenix og hirti 10 fráköst, Raja Belll skoraði 31 stig og Steve Nash skoraði 28 stig og gaf 16 stoðsendingar. Dallas sigraði Portland í framlengingu 95-89. Jerry Stackhouse skoraði 29 stig fyrir Dallas og Zach Randolph var með 23 stig og 11 fráköst hjá Portland. Eins og fram kom hér á Vísi í nótt, bar lið Los Angeles Lakers sigurorð af Toronto 122-104, þar sem Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Lakers sem er það næstmesta í sögunni í NBA. Mike James var með 26 stig og 10 stoðsendingar hjá Toronto. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
Það var mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt og þó flestir leikir hafi ef til vill fallið í skugga skotsýningar Kobe Bryant, voru fjölmargir aðrir áhugaverðir leikir á dagskrá. Denver skellti meisturum San Antonio á útivelli og Phoenix tapaði enn einum leiknum sem var framlengdur oftar en einu sinni. Philadelphia lagði Minnesota 86-84, þar sem Philadelphia vann upp 19 stiga forskot Minnesota og tryggði sér sigurinn með körfu Andre Iguodala um leið og lokaflautið gall. Allen Iverson skoraði 39 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia, en Wally Szczerbiak skoraði 18 stig fyrir Minnesota. Denver lagði San Antonio á útivelli 89-85. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir Denver, flest af vítalínunni, en Earl Boykins kláraði leikinn fyrir Denver með hittni sinni í fjórða leikhluta. Nazr Mohammed skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir San Antonio. LA Clippers lagði Golden State 105-92. Cuttino Mobley skoraði 22 stig fyrir Clippers en Jason Richardson skoraði 23 fyrir Golden State. Memphis vann góðan útisigur á Washington 93-82. Mike Miller skoraði 30 stig fyrir Memphis og Antawn Jamison skoraði 25 stig fyrir Washington. Detroit marði Houston 99-97, þrátt fyrir 43 stig frá Tracy McGrady, en bakverðirnir Chauncey Billups og Rip Hamilton voru báðir með 24 stig hjá Detroit sem hefur unnið 33 af 38 leikjum sínum í vetur og er með langbestan árangur allra liða í deildinni. Miami lenti í bullandi vandræðum með Sacramento á heimavelli sínum, en keyrði loks framúr í lokaleikhlutanum sem liðið vann 30-15 og lokatölur voru 119-99 fyrir Miami. Shaquille O´Neal skoraði 27 stig fyrir Miami en Peja Stojakovic var með 19 stig fyrir Sacramento. Seattle lagði Phoenix í ævintýralegum tvíframlengdum leik 152-149, en þetta er hæsta stigaskor í NBA leik í ellefu ár. Liðin settu NBA met með 32 þriggja stiga körfum í leiknum. Það var Ray Allen sem var hetja Seattle í leiknum því hann skoraði 42 stig og þar á meðal sigurkörfuna með þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Skotið kom af hátt í tíu metra færi. Luke Ridnour skoraði 30 stig fyrir Seattle, en Shawn Marion skoraði 37 stig fyrir Phoenix og hirti 10 fráköst, Raja Belll skoraði 31 stig og Steve Nash skoraði 28 stig og gaf 16 stoðsendingar. Dallas sigraði Portland í framlengingu 95-89. Jerry Stackhouse skoraði 29 stig fyrir Dallas og Zach Randolph var með 23 stig og 11 fráköst hjá Portland. Eins og fram kom hér á Vísi í nótt, bar lið Los Angeles Lakers sigurorð af Toronto 122-104, þar sem Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Lakers sem er það næstmesta í sögunni í NBA. Mike James var með 26 stig og 10 stoðsendingar hjá Toronto.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira