Mest umtalaði unglingurinn síðan Rooney 21. janúar 2006 12:45 Arsene Wenger stendur hér stoltur með nýjasta leikmanni félagsins enda hafði félagið betur en Chelsea í baráttunni um þjónustu leikmannsins. Mest umtalaði ungingurinn í breskum fótboltaheimi síðan Wayne Rooney sló í gegn fyrir 3 árum, gekk í gær í raðir Arsenal frá 1. deildarliði Southampton. Theo Walcott er aðeins 16 ára en hefur þrátt fyrir það vakið óvenju mikla athygli undanfarin ár miðað við jafnaldra sína í bransanum. Arsenal greiðir að talið er 5 milljónir punda strax fyrir unglinginn en sú upphæð mun þó skv. enskum fjölmiðlum geta farið upp í 12.5 milljónir punda háð ákveðnum skilmálum í kaupsamningnum milli félaganna. Theo var aðeins 16 ára og 143 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Southampton í ensku 1. deildinni gegn Wolves, fyrr á þessu tímabili. Með því varð hann yngsti leikmaður félagsins frá upphafi til að leika með aðalliðinu og sló þannig met Danny Wallace sem hafði staðið frá 1980. Með 90 pund í vikulaun Walcott má ekki skrifa undir atvinnumannasamning fyrr en í mars þegar hann verður 17 ára og er því aðeins með 90 pund í vikulaun eins og aðrir leikmenn á hans aldri. Chelsea er sagt hafa boðið 2 milljónir punda í Walcott þegar hann var aðeins 15 ára á sama tíma og Tottenham gerðist einnig líklegt til að bætast í slaginn um að landa táningsundrinu. Þetta verður að teljast harla óvenjulegt, sérstaklega í ljósi þess að aldrei leikið í úrvalsdeildinni, sparkaði fyrst í fótbolta fyrir 6 árum og lauk grunnskóla í júní sl.Líkt við ungan Henry Walcott er sóknarmaður og hefur verið 6 sinnum í byrjunarliði Southampton í næst efstu deildinni í Englandi í vetur. Hans helstu styrkleikar eru hraðinn og jafnvægið og hefur honum verið líkt við Thierry Henry í hreyfingum, en Arsenal-stjarnan Henry hefur verið átrúnaðargoð Walcott í mörg ár. Walcott hljóp 100 metrana á 11.52 sekúndum fyrir tveimur árum en hleypur mun hraðar núna. "Ég er að reyna að bæta mig í öllu, þó aðallega í vinstrifótarskotum og skallaboltum." sagði hinn 16 ára Walcott í viðtali við Guardian fyrir hálfum mánuði. Alltaf æft með eldri strákum Walcott byrjaði að æfa sem kantmaður en Harry Redknapp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Southampton, gaf honum tækifæri með aðalliðinu og setti hann í sóknina þar sem hann blómstraði. Walcott hefur leikið upp alla yngri flokkana með eldri strákum og þannig þurft að kljást við líkamlega sterkari leikmenn. "Mótherjarnir reyna oft að ógna mér en ég leiði það bara hjá mér. Ég hef alltaf leikið einum aldursflokki ofar og gegn stærri strákum. Flestir mótherjarnir eru grófir og reyna að klekkja á mér og tekst stundum, sérstaklega Millwall." segir Walcott sem svaraði leikmönnum Millwall með því að skora gegn þeim.Ljúfari en Rooney Theo Walcott hefur óhjákvæmilega verið líkt við Wayne Rooney sem er skærasta stjarna Englendinga í mörg ár og sló fyrst almennilega í gegn þegar hann var 16 ára hjá Everton. Munurinn á þeim tveimur er hins vegar sá að á meðan Rooney hefur nærveru og vaxtalag hnefaleikakappa í þungavigt þá er Walcott lýst sem hugljúfum og skapgóðum ballett dansara. "Hann er yndislegur drengur, kemur af frábærri fjölskyldu og er alls enginn þverhaus. Hann er gjörsamlega með báða fætur á jörðinni." segir Redknapp um hina rísandi stjörnu Walcott.100 mörk í 35 leikjum Fjölskylda Walcott fluttist til Compton þegar hann var 7 ára árið 1996 og þar uppgötvaðist að hann gat spilað fótbolta. "Vinur minn vildi fá mig út að spila þar sem það vantaði einn strák í lið og ég skoraði þrennu þá. Ég var að verða 11 ára og hafði ekki hugmynd um að ég gæti einu sinni spilað fótbolta. Ég held að þetta hafi bara komið eðlislægt." sagði Walcott sem skoraði 100 mörk í 35 leikjum sitt fyrsta tímabil sem hann æfði með Southampton. Það var hins vegar njósnari frá Swindon sem kom fyrsta auga á Walcott þegar hann var 11 ára en þaðan gekk hann í raðir Southampton. Honum var reyndar fyrst boðið til Stamford Bridge 11 ára gömlum þar sem Chelsea vildi fá hann í sínar raðir en kaus frekar að fara til Southampton.Fingurbraut mann, 10 ára Don Walcott er faðir stráksa og keyrði hann langa leið á allar æfingarnar hjá Southampton. "Ég hef aldrei séð 10 ára strák skjóta fótbolta eins fast og Theo gerði. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þegar hann var að hita upp fyrir leik og pabbi eins stráks í liðinu fór í markið. Hann fingurbrotnaði þegar hann reyndi að verja skot frá Theo." sagði stoltur pabbinn en Walcott, er nafn sem á eftir að heyrast oft um ókomna framtíð í enska fótboltanum. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ “Það er spurning fyrir stjórnina“ Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sjá meira
Mest umtalaði ungingurinn í breskum fótboltaheimi síðan Wayne Rooney sló í gegn fyrir 3 árum, gekk í gær í raðir Arsenal frá 1. deildarliði Southampton. Theo Walcott er aðeins 16 ára en hefur þrátt fyrir það vakið óvenju mikla athygli undanfarin ár miðað við jafnaldra sína í bransanum. Arsenal greiðir að talið er 5 milljónir punda strax fyrir unglinginn en sú upphæð mun þó skv. enskum fjölmiðlum geta farið upp í 12.5 milljónir punda háð ákveðnum skilmálum í kaupsamningnum milli félaganna. Theo var aðeins 16 ára og 143 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Southampton í ensku 1. deildinni gegn Wolves, fyrr á þessu tímabili. Með því varð hann yngsti leikmaður félagsins frá upphafi til að leika með aðalliðinu og sló þannig met Danny Wallace sem hafði staðið frá 1980. Með 90 pund í vikulaun Walcott má ekki skrifa undir atvinnumannasamning fyrr en í mars þegar hann verður 17 ára og er því aðeins með 90 pund í vikulaun eins og aðrir leikmenn á hans aldri. Chelsea er sagt hafa boðið 2 milljónir punda í Walcott þegar hann var aðeins 15 ára á sama tíma og Tottenham gerðist einnig líklegt til að bætast í slaginn um að landa táningsundrinu. Þetta verður að teljast harla óvenjulegt, sérstaklega í ljósi þess að aldrei leikið í úrvalsdeildinni, sparkaði fyrst í fótbolta fyrir 6 árum og lauk grunnskóla í júní sl.Líkt við ungan Henry Walcott er sóknarmaður og hefur verið 6 sinnum í byrjunarliði Southampton í næst efstu deildinni í Englandi í vetur. Hans helstu styrkleikar eru hraðinn og jafnvægið og hefur honum verið líkt við Thierry Henry í hreyfingum, en Arsenal-stjarnan Henry hefur verið átrúnaðargoð Walcott í mörg ár. Walcott hljóp 100 metrana á 11.52 sekúndum fyrir tveimur árum en hleypur mun hraðar núna. "Ég er að reyna að bæta mig í öllu, þó aðallega í vinstrifótarskotum og skallaboltum." sagði hinn 16 ára Walcott í viðtali við Guardian fyrir hálfum mánuði. Alltaf æft með eldri strákum Walcott byrjaði að æfa sem kantmaður en Harry Redknapp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Southampton, gaf honum tækifæri með aðalliðinu og setti hann í sóknina þar sem hann blómstraði. Walcott hefur leikið upp alla yngri flokkana með eldri strákum og þannig þurft að kljást við líkamlega sterkari leikmenn. "Mótherjarnir reyna oft að ógna mér en ég leiði það bara hjá mér. Ég hef alltaf leikið einum aldursflokki ofar og gegn stærri strákum. Flestir mótherjarnir eru grófir og reyna að klekkja á mér og tekst stundum, sérstaklega Millwall." segir Walcott sem svaraði leikmönnum Millwall með því að skora gegn þeim.Ljúfari en Rooney Theo Walcott hefur óhjákvæmilega verið líkt við Wayne Rooney sem er skærasta stjarna Englendinga í mörg ár og sló fyrst almennilega í gegn þegar hann var 16 ára hjá Everton. Munurinn á þeim tveimur er hins vegar sá að á meðan Rooney hefur nærveru og vaxtalag hnefaleikakappa í þungavigt þá er Walcott lýst sem hugljúfum og skapgóðum ballett dansara. "Hann er yndislegur drengur, kemur af frábærri fjölskyldu og er alls enginn þverhaus. Hann er gjörsamlega með báða fætur á jörðinni." segir Redknapp um hina rísandi stjörnu Walcott.100 mörk í 35 leikjum Fjölskylda Walcott fluttist til Compton þegar hann var 7 ára árið 1996 og þar uppgötvaðist að hann gat spilað fótbolta. "Vinur minn vildi fá mig út að spila þar sem það vantaði einn strák í lið og ég skoraði þrennu þá. Ég var að verða 11 ára og hafði ekki hugmynd um að ég gæti einu sinni spilað fótbolta. Ég held að þetta hafi bara komið eðlislægt." sagði Walcott sem skoraði 100 mörk í 35 leikjum sitt fyrsta tímabil sem hann æfði með Southampton. Það var hins vegar njósnari frá Swindon sem kom fyrsta auga á Walcott þegar hann var 11 ára en þaðan gekk hann í raðir Southampton. Honum var reyndar fyrst boðið til Stamford Bridge 11 ára gömlum þar sem Chelsea vildi fá hann í sínar raðir en kaus frekar að fara til Southampton.Fingurbraut mann, 10 ára Don Walcott er faðir stráksa og keyrði hann langa leið á allar æfingarnar hjá Southampton. "Ég hef aldrei séð 10 ára strák skjóta fótbolta eins fast og Theo gerði. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þegar hann var að hita upp fyrir leik og pabbi eins stráks í liðinu fór í markið. Hann fingurbrotnaði þegar hann reyndi að verja skot frá Theo." sagði stoltur pabbinn en Walcott, er nafn sem á eftir að heyrast oft um ókomna framtíð í enska fótboltanum.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ “Það er spurning fyrir stjórnina“ Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sjá meira