Ísland situr í níunda sæti 9. september 2006 03:30 Birgir Tjörvi Pétursson Ísland er í níunda sæti á lista yfir efnahagslegt frelsi þjóða samkvæmt nýrri skýrslu sem mælir að hvaða marki stefnumið og stofnanir ríkja styðja efnahagslegt frelsi. Ísland, sem var í 13. sæti listans í fyrra, fær nú einkunnina 7,9 af 10 mögulegum og hækkar úr 7,7 frá síðasta ári. Að sögn Birgis Tjörva Péturssonar, framkvæmdastjóra RSE, eru grunnatriði efnahagslegs frelsis eignarréttur og frjáls viðskipti með hann. „Hér hefur verið gengið langt í að auka frjálsræði í samfélaginu sem er að skila sér. En það þarf að skoða skýrsluna út frá því hvað við getum bætt. Til dæmis með afnámi viðskiptahindrana, tolla og vörugjalda í landbúnaði. Sama á við um afnám hindrana á fjárfestingum útlendinga í íslensku samfélagi, í sjávarútvegi og hvar þar sem slíkar hindranir eru fyrir hendi.“ Hong Kong heldur efsta sæti listans með 8,7 í einkunn, Singapúr er í öðru sæti með 8,5 og Nýja-Sjáland, Sviss og Bandaríkin deila þriðja til fimmta sæti með 8,2. Skýrslan er birt á vegum Samstarfsnets um efnahagslegt frelsi, sem í eru óháðar rannsóknar- og fræðslustofnanir í meira en sjötíu ríkjum. Þar á meðal er Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, RSE, sem gefur skýrsluna út á Íslandi. Upplýsingar um 130 þjóðir fyrir árið 2004 voru bornar saman en það eru nýjustu tiltæku upplýsingar af þeirri gerð sem notast er við. Einkunnir ríkja eru reiknaðar út frá fimm lykilþáttum vísitölunnar um efnahagslegt frelsi sem eru umsvif hins opinbera, lagalegir innviðir og vernd eignarréttar, aðgangur að traustum gjaldmiðli, alþjóðaviðskipti og reglusetning. Einkunn Íslands hækkar út frá umsvifum hins opinbera og reglusetningu en lækkar lítillega í hinum þremur flokkunum. Í skýrslunni kemur fram að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða þar sem mest hefur áunnist í innleiðingu efnahagslegs frelsis síðan 1985. Flestar þær þjóðir sem lægsta einkunn hafa eru frá Afríku, Suður- og Mið-Ameríku og fyrrum kommúnistaríkjum. Í niðurstöðum skýrslunnar er sagt að efnahagslegt frelsi sé mun áhrifaríkara en ríkisstyrkt þróunaraðstoð við að hjálpa fátækum þjóðum að flýja fátæktina. Segir einn höfunda skýrslunnar að krafan um þróunaraðstoð sé venjulega gerð í fjarveru allra raunverulegra sönnunargagna um að hún sé til hagsbóta fyrir þær þjóðir sem taka á móti henni og án þess að spurt sé hvort aðrar betri leiðir séu færar til að draga úr fátækt, sem alþjóðasamfélagið gæti stutt. Innlent Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Ísland er í níunda sæti á lista yfir efnahagslegt frelsi þjóða samkvæmt nýrri skýrslu sem mælir að hvaða marki stefnumið og stofnanir ríkja styðja efnahagslegt frelsi. Ísland, sem var í 13. sæti listans í fyrra, fær nú einkunnina 7,9 af 10 mögulegum og hækkar úr 7,7 frá síðasta ári. Að sögn Birgis Tjörva Péturssonar, framkvæmdastjóra RSE, eru grunnatriði efnahagslegs frelsis eignarréttur og frjáls viðskipti með hann. „Hér hefur verið gengið langt í að auka frjálsræði í samfélaginu sem er að skila sér. En það þarf að skoða skýrsluna út frá því hvað við getum bætt. Til dæmis með afnámi viðskiptahindrana, tolla og vörugjalda í landbúnaði. Sama á við um afnám hindrana á fjárfestingum útlendinga í íslensku samfélagi, í sjávarútvegi og hvar þar sem slíkar hindranir eru fyrir hendi.“ Hong Kong heldur efsta sæti listans með 8,7 í einkunn, Singapúr er í öðru sæti með 8,5 og Nýja-Sjáland, Sviss og Bandaríkin deila þriðja til fimmta sæti með 8,2. Skýrslan er birt á vegum Samstarfsnets um efnahagslegt frelsi, sem í eru óháðar rannsóknar- og fræðslustofnanir í meira en sjötíu ríkjum. Þar á meðal er Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, RSE, sem gefur skýrsluna út á Íslandi. Upplýsingar um 130 þjóðir fyrir árið 2004 voru bornar saman en það eru nýjustu tiltæku upplýsingar af þeirri gerð sem notast er við. Einkunnir ríkja eru reiknaðar út frá fimm lykilþáttum vísitölunnar um efnahagslegt frelsi sem eru umsvif hins opinbera, lagalegir innviðir og vernd eignarréttar, aðgangur að traustum gjaldmiðli, alþjóðaviðskipti og reglusetning. Einkunn Íslands hækkar út frá umsvifum hins opinbera og reglusetningu en lækkar lítillega í hinum þremur flokkunum. Í skýrslunni kemur fram að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða þar sem mest hefur áunnist í innleiðingu efnahagslegs frelsis síðan 1985. Flestar þær þjóðir sem lægsta einkunn hafa eru frá Afríku, Suður- og Mið-Ameríku og fyrrum kommúnistaríkjum. Í niðurstöðum skýrslunnar er sagt að efnahagslegt frelsi sé mun áhrifaríkara en ríkisstyrkt þróunaraðstoð við að hjálpa fátækum þjóðum að flýja fátæktina. Segir einn höfunda skýrslunnar að krafan um þróunaraðstoð sé venjulega gerð í fjarveru allra raunverulegra sönnunargagna um að hún sé til hagsbóta fyrir þær þjóðir sem taka á móti henni og án þess að spurt sé hvort aðrar betri leiðir séu færar til að draga úr fátækt, sem alþjóðasamfélagið gæti stutt.
Innlent Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira