Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. október 2025 13:03 Anna Margrét Grétarsdóttir lætur ummælin ekki á sig fá. Facebook Trans kona á landsþingi Miðflokksins fékk að heyra þau ummæli í málefnastarfi fundarins í gær að trans konur væru skömm við kvenþjóðina. Hún lætur ummælin ekki á sig fá og heldur fundinum ótrauð áfram. Anna Margrét Grétarsdóttir, einn stofnenda Trans Ísland, er dygg stuðningskona Miðflokksins og hefur áður mætt á landsþing flokksins. Í gær var fundarmönnum skipt í fimm hópa og málefnastarf fór í gang. Trans málefni til umræðu Í samtali við fréttastofu segir Anna Margrét að umræðan hafi á tímapunkti snúist að trans málefnum, einkum í tengslum við hinseginfræðslu í skólum og leikskólum. Hún hafi ekki mikið látið að sér kveða í fyrstu. „Það var búið að ræða þetta svolítið og þá sagði ein kona við hliðina á mér að trans konur væru skömm fyrir kvenþjóðina. Og svo var önnur kona sem tók undir það,“ segir Anna Margrét. Hún hafi brugðist við með því að spyrja flokkssystur sína hvað henni fyndist þá um trans karlmenn en fengið svör á þá leið að þeir skiptu ekki máli. Anna Margrét hafi þá staðið upp og farið frá í hálftíma en snúið svo hnarreist aftur. „Ég fór síðan í pontu og hélt smá tölu og endaði á að segja að ég hafi fengið þessi skilaboð. Eftir það fékk ég ekkert annað en jákvætt,“ segir hún. Sammála 99 prósent Miðflokksmála Hún segir misskilnings gæta um viðhorf Miðflokksmanna gegn trans fólki og nefnir nýlegt Kastljósviðtal við Snorra Másson flokksbróður sinn sem dæmi. „Þó að við séum ekki sammála má hann hafa sínar skoðanir. Ég leyfi það alveg en þetta fannst mér svolítið neðanbeltis að segja,“ segir Anna Margrét og vísar til ummæla flokkssystur sinnar. Í færslu á X segir Eldur Smári Kristinsson, fundarmaður sem hefur látið hafa eftir sér ýmis hatursfull ummæli gagnvart trans fólki, eftirfarandi: „Íslensk stjórnmálasaga var skrifuð í kvöld. Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sískonur og létu kvengervillinn sem hefur haldið aftur af umræðunni í flokknum heyra það. Og hann lét ekki sjá sig við kvöldverðinn.“ Anna Margrét, sem segist hokin af reynslu á að heyra skoðanir annarra um sína hagi, segist ekki hafa mætt í kvöldverðinn vegna þess að hún ætlaði sér það aldrei. „Ég mætti heldur ekki í kvöldverðinn síðast, þetta hefur engin áhrif á það,“ segir Anna Margrét og hlær. Hún segist spennt fyrir síðustu klukkustundum landsþingsins en kosið verður í varaformansembættið hvað úr hverju. „Það eru margir hérna að spyrja, af hverju ertu í Miðflokknum? En það er 99 prósent af málum flokksins sem ég trúi á. Það er bara þannig.“ Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Anna Margrét Grétarsdóttir, einn stofnenda Trans Ísland, er dygg stuðningskona Miðflokksins og hefur áður mætt á landsþing flokksins. Í gær var fundarmönnum skipt í fimm hópa og málefnastarf fór í gang. Trans málefni til umræðu Í samtali við fréttastofu segir Anna Margrét að umræðan hafi á tímapunkti snúist að trans málefnum, einkum í tengslum við hinseginfræðslu í skólum og leikskólum. Hún hafi ekki mikið látið að sér kveða í fyrstu. „Það var búið að ræða þetta svolítið og þá sagði ein kona við hliðina á mér að trans konur væru skömm fyrir kvenþjóðina. Og svo var önnur kona sem tók undir það,“ segir Anna Margrét. Hún hafi brugðist við með því að spyrja flokkssystur sína hvað henni fyndist þá um trans karlmenn en fengið svör á þá leið að þeir skiptu ekki máli. Anna Margrét hafi þá staðið upp og farið frá í hálftíma en snúið svo hnarreist aftur. „Ég fór síðan í pontu og hélt smá tölu og endaði á að segja að ég hafi fengið þessi skilaboð. Eftir það fékk ég ekkert annað en jákvætt,“ segir hún. Sammála 99 prósent Miðflokksmála Hún segir misskilnings gæta um viðhorf Miðflokksmanna gegn trans fólki og nefnir nýlegt Kastljósviðtal við Snorra Másson flokksbróður sinn sem dæmi. „Þó að við séum ekki sammála má hann hafa sínar skoðanir. Ég leyfi það alveg en þetta fannst mér svolítið neðanbeltis að segja,“ segir Anna Margrét og vísar til ummæla flokkssystur sinnar. Í færslu á X segir Eldur Smári Kristinsson, fundarmaður sem hefur látið hafa eftir sér ýmis hatursfull ummæli gagnvart trans fólki, eftirfarandi: „Íslensk stjórnmálasaga var skrifuð í kvöld. Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sískonur og létu kvengervillinn sem hefur haldið aftur af umræðunni í flokknum heyra það. Og hann lét ekki sjá sig við kvöldverðinn.“ Anna Margrét, sem segist hokin af reynslu á að heyra skoðanir annarra um sína hagi, segist ekki hafa mætt í kvöldverðinn vegna þess að hún ætlaði sér það aldrei. „Ég mætti heldur ekki í kvöldverðinn síðast, þetta hefur engin áhrif á það,“ segir Anna Margrét og hlær. Hún segist spennt fyrir síðustu klukkustundum landsþingsins en kosið verður í varaformansembættið hvað úr hverju. „Það eru margir hérna að spyrja, af hverju ertu í Miðflokknum? En það er 99 prósent af málum flokksins sem ég trúi á. Það er bara þannig.“
Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira