Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2025 14:07 Ýmsar athugsemdir eru gerðar við frumvarp Eyjólfs Ármannssonar, innviðaráðherra, um breytingar á sveitarstjórnarlögum í umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sérstaklega hvað varðar sameiningar og fjármál. Vísir/Vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga vill að innviðaráðherra endurskoði ákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum í frumvarpi að nýjum sveitarstjórnarlögum þar sem þau gefi fámennum hópi íbúa í einu sveitarfélagi vald til þess að skuldbinda annað sveitarfélag til sameiningarviðræðna. Ekki sé heldur einhugur um ákvæði frumvarpsins um sameiningu sveitarfélaga. Frumvarp Eyjólfs Ármannssonar, innviðaráðherra, um breytingar á sveitarstjórnarlögum veitti honum meðal annars umboð til þess að hafa frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga ef íbúafjöldi er undir 250 manns. Einnig er þar gert ráð fyrir að lágmarksfjöldi íbúa sveitarfélag verði ekki undir þúsund manns. Sérstaklega gerir Samband íslenskra sveitarfélaga athugasemdir við ákvæði varðandi lágmarksíbúafjölda sem veitir tíu prósentum kosningabærra íbúa í sveitarfélagi með fleiri en þúsund íbúa rétt til að krefjast sameiningarviðræðna við annað sveitarfélag. Sérstaklega sé það íþyngjandi að íbúar eins sveitarfélags geti þannig bundið hendur sveitarstjórnar í öðru sveitarfélagi. Lýðræðisleg skipan sveitarfélaga byggi á því að það séu íbúar þess sem kjósi sér sveitarstjórn til að fara með stjórn sveitarfélagsins. „Það er því afar sérstakt að íbúar annarra sveitafélaga geti haft svo afdrifarík áhrif á stjórn annarra sveitarfélaga og telur Sambandið það ekki í samræmi við fyrrgreinda lýðræðislega skipan sveitarfélaga. Sambandið hvetur ráðuneytið því til að taka þessi ákvæði til endurskoðunar,“ segir í umsögn sambandsins við frumvarpið. Hefði víðtækari afleiðingar en fyrir smæstu sveitarfélögin Þá segir sambandið ljóst að ákvæðið sem veitti ráðherra heimild til þess að knýja á um sameiningu smærri sveitarfélagið verði umdeilt. Þar sé enda um að ræða skyldu fyrir ráðherra til að grípa verulega inn í sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga. Sambandinu hafi þegar borist erindi frá nítján sveitarfélögum þar sem skorað var á stjórn þess að leggjast gegn tillögum innviðaráðuneytisins um það sem þau telja afnám íbúalýðræðis. Stjórn sambandsins bókaði í kjölfarið að hún teldi mikilvægt að ráðherra hlustaði á rök sveitarfélaganna varðandi breytingarnar. Bendir sambandið á að þó að ákvæði frumvarpsins fjalli um sveitarfélög með færri en 250 íbúa hafi það víðtækari áhrif enda þyrftu aðliggjandi sveitarfélög einnig að hlýta ákvörðun ráðherra um sameiningar. Gætu setið uppi með sameinuð sveitarfélög sem ekki kæri sig um það Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð sem rann saman við Tálknafjarðarhrepp í fyrra, sagði þvingaðar sameiningar bjóða upp á fjölda vandamála í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. „Ég myndi ekki vilja stýra sveitarfélagi sem hefði þvingaða sameiningu á bakinu,“ sagði hún. Í svipaðan streng tók Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Mikilvægt væri að íbúar gætu ákveðið hvernig starfi sveitarfélaga þeirra væri háttað og með hverjum þau störfuðu. „Þannig að ég hef miklar áhyggjur af því ef þetta frumvarp nær fram að ganga að þá sitjum við uppi með mögulega sameinuð sveitarfélög sem að vilja það kannski ekki,“ sagði hún en Múlaþing varð til við sameiningu fjögurra minni sveitarfélaga á Austurlandi árið 2022. Telja muninn á A- og B-hluta máðan út Sambandið gerir einnig athugasemdir við ýmsar breytingar á lögunum sem varða fjármál sveitarfélaga í umsögn sinni. Það geldur varhug við fjármálareglum A-hluta sveitarfélaga sem það telur þröngar. Þær geti staðið brýnum hagstjórnarmarkmiðum fyrir þrifum þar sem sveitarfélög þurfi svigrúm til að styðja við íbúðauppbyggingu með umtalsverðri innviðafjárfestingu. Mörk milli A- og B-hluta sveitarfélaga verði einnig óskýrari með breytingunum sem eru lagðar til í frumvarpinu að mati sambandsins. Því sé ekki augljóst að gagnlegt sé að hlutarnir lúti ólíkum fjármálareglum. Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Vesturbyggð Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Frumvarp Eyjólfs Ármannssonar, innviðaráðherra, um breytingar á sveitarstjórnarlögum veitti honum meðal annars umboð til þess að hafa frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga ef íbúafjöldi er undir 250 manns. Einnig er þar gert ráð fyrir að lágmarksfjöldi íbúa sveitarfélag verði ekki undir þúsund manns. Sérstaklega gerir Samband íslenskra sveitarfélaga athugasemdir við ákvæði varðandi lágmarksíbúafjölda sem veitir tíu prósentum kosningabærra íbúa í sveitarfélagi með fleiri en þúsund íbúa rétt til að krefjast sameiningarviðræðna við annað sveitarfélag. Sérstaklega sé það íþyngjandi að íbúar eins sveitarfélags geti þannig bundið hendur sveitarstjórnar í öðru sveitarfélagi. Lýðræðisleg skipan sveitarfélaga byggi á því að það séu íbúar þess sem kjósi sér sveitarstjórn til að fara með stjórn sveitarfélagsins. „Það er því afar sérstakt að íbúar annarra sveitafélaga geti haft svo afdrifarík áhrif á stjórn annarra sveitarfélaga og telur Sambandið það ekki í samræmi við fyrrgreinda lýðræðislega skipan sveitarfélaga. Sambandið hvetur ráðuneytið því til að taka þessi ákvæði til endurskoðunar,“ segir í umsögn sambandsins við frumvarpið. Hefði víðtækari afleiðingar en fyrir smæstu sveitarfélögin Þá segir sambandið ljóst að ákvæðið sem veitti ráðherra heimild til þess að knýja á um sameiningu smærri sveitarfélagið verði umdeilt. Þar sé enda um að ræða skyldu fyrir ráðherra til að grípa verulega inn í sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga. Sambandinu hafi þegar borist erindi frá nítján sveitarfélögum þar sem skorað var á stjórn þess að leggjast gegn tillögum innviðaráðuneytisins um það sem þau telja afnám íbúalýðræðis. Stjórn sambandsins bókaði í kjölfarið að hún teldi mikilvægt að ráðherra hlustaði á rök sveitarfélaganna varðandi breytingarnar. Bendir sambandið á að þó að ákvæði frumvarpsins fjalli um sveitarfélög með færri en 250 íbúa hafi það víðtækari áhrif enda þyrftu aðliggjandi sveitarfélög einnig að hlýta ákvörðun ráðherra um sameiningar. Gætu setið uppi með sameinuð sveitarfélög sem ekki kæri sig um það Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð sem rann saman við Tálknafjarðarhrepp í fyrra, sagði þvingaðar sameiningar bjóða upp á fjölda vandamála í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. „Ég myndi ekki vilja stýra sveitarfélagi sem hefði þvingaða sameiningu á bakinu,“ sagði hún. Í svipaðan streng tók Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Mikilvægt væri að íbúar gætu ákveðið hvernig starfi sveitarfélaga þeirra væri háttað og með hverjum þau störfuðu. „Þannig að ég hef miklar áhyggjur af því ef þetta frumvarp nær fram að ganga að þá sitjum við uppi með mögulega sameinuð sveitarfélög sem að vilja það kannski ekki,“ sagði hún en Múlaþing varð til við sameiningu fjögurra minni sveitarfélaga á Austurlandi árið 2022. Telja muninn á A- og B-hluta máðan út Sambandið gerir einnig athugasemdir við ýmsar breytingar á lögunum sem varða fjármál sveitarfélaga í umsögn sinni. Það geldur varhug við fjármálareglum A-hluta sveitarfélaga sem það telur þröngar. Þær geti staðið brýnum hagstjórnarmarkmiðum fyrir þrifum þar sem sveitarfélög þurfi svigrúm til að styðja við íbúðauppbyggingu með umtalsverðri innviðafjárfestingu. Mörk milli A- og B-hluta sveitarfélaga verði einnig óskýrari með breytingunum sem eru lagðar til í frumvarpinu að mati sambandsins. Því sé ekki augljóst að gagnlegt sé að hlutarnir lúti ólíkum fjármálareglum.
Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Vesturbyggð Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira