Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2025 15:56 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsti sig vanhæfan til þess að rannsaka mál sem varðaði starfsmenn bæjarins vegna fjölskyldutengsla við einn þeirra. Sá kærði umfjöllun DV um málið til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hafnaði kæru starfsmanns Vestmannaeyjabæjar á hendur blaðamanni DV vegna umfjöllunar um hæfi lögreglustjórans í bænum til þess að rannsaka mál starfsmannsins vegna fjölskyldutengsla. Bæjarstarfsmaðurinn kærði Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamann DV, til siðanefndarinnar vegna þriggja frétta sem fjölluðu um hæfi Arndísar Báru Ingimarsdóttur til þess að rannsaka kærumál gegn starfsmönnum bæjarins vegna fjölskyldutengsla hennar við einn þeirra. Af efni kærunnar má ráða að sá sem kærði til siðanefndar sé starfsmaðurinn sem tengdist lögreglustjóranum fjölskylduböndum en hann segist í kærunni hafa verið tekinn sérstaklega fyrir og nánast nafngreindur í umfjöllun DV. Þannig hafi verið vegið harkalega að mannorði hans og starfsheiðri að ósekju. Byggði kærandinn á því að blaðamaður hefði ekki haft samband við sig eða vinnuveitanda sinn til þess að leita andstæðra sjónarmiða. Þannig hefði hann brotið gegn annarri grein siðareglna blaðamanna sem gerir ráð fyrir að þeir leiti andstæðra sjónarmiða þegar við á. Vísir hefur fjallað um kærumálið í Vestmannaeyjum en það snýst um meðferð bæjarins á innbúi látins manns. Hæfið umfjöllunarefnið, ekki meint brot starfsmannsins Ágúst Borgþór bar því við á móti að fréttirnar hefðu fyrst og fremst fjallað um hæfi lögreglustjórans til að rannsaka mál þar sem skyldmenni hans var á meðal kærðra, ekki um kærumálið sem slíkt. Það varðaði réttarfar í landinu og því hefði almenningur ríkan rétt á að fá upplýsingar um málið. Ekki hefði verið tilefni til þess að bera hæfi lögeglustjórans undir kærandann. Þá væru ásakanirnar í kærunni ekki þess eðlis að þær vægju harkalega að mannorði nokkurs. Þá byggði blaðamaðurinn á að ekki hefði verið bent á neinar rangfærslur í umfjölluninni. Siðanefndin féllst á þessi rök blaðamannsins. Meginviðfangsefni fréttanna hefði verið hæfi lögreglustjórans, ekki meint brot skyldmennins hans eða annarra starfsmanna bæjarins. Efni kærunnar hefði aðeins verið rakið til að gera grein fyrir samhengi umfjöllunar um hæfi lögreglustjórans. Ekki hefði verið tilefni til að leita viðbragða kæranda eða vinnuveitanda hans en lögreglustjóranum hefði verið gefinn kostur á að svara spurningum um hæfi sitt. Þá hefði ekki verið bent á rangfærslur í umfjölluninni í kærunni. Því hafnaði nefndin því að Ágúst Borgþór hefði gerst brotlegur við siðareglur. Fjölmiðlar Lögreglan Vestmannaeyjar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Bæjarstarfsmaðurinn kærði Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamann DV, til siðanefndarinnar vegna þriggja frétta sem fjölluðu um hæfi Arndísar Báru Ingimarsdóttur til þess að rannsaka kærumál gegn starfsmönnum bæjarins vegna fjölskyldutengsla hennar við einn þeirra. Af efni kærunnar má ráða að sá sem kærði til siðanefndar sé starfsmaðurinn sem tengdist lögreglustjóranum fjölskylduböndum en hann segist í kærunni hafa verið tekinn sérstaklega fyrir og nánast nafngreindur í umfjöllun DV. Þannig hafi verið vegið harkalega að mannorði hans og starfsheiðri að ósekju. Byggði kærandinn á því að blaðamaður hefði ekki haft samband við sig eða vinnuveitanda sinn til þess að leita andstæðra sjónarmiða. Þannig hefði hann brotið gegn annarri grein siðareglna blaðamanna sem gerir ráð fyrir að þeir leiti andstæðra sjónarmiða þegar við á. Vísir hefur fjallað um kærumálið í Vestmannaeyjum en það snýst um meðferð bæjarins á innbúi látins manns. Hæfið umfjöllunarefnið, ekki meint brot starfsmannsins Ágúst Borgþór bar því við á móti að fréttirnar hefðu fyrst og fremst fjallað um hæfi lögreglustjórans til að rannsaka mál þar sem skyldmenni hans var á meðal kærðra, ekki um kærumálið sem slíkt. Það varðaði réttarfar í landinu og því hefði almenningur ríkan rétt á að fá upplýsingar um málið. Ekki hefði verið tilefni til þess að bera hæfi lögeglustjórans undir kærandann. Þá væru ásakanirnar í kærunni ekki þess eðlis að þær vægju harkalega að mannorði nokkurs. Þá byggði blaðamaðurinn á að ekki hefði verið bent á neinar rangfærslur í umfjölluninni. Siðanefndin féllst á þessi rök blaðamannsins. Meginviðfangsefni fréttanna hefði verið hæfi lögreglustjórans, ekki meint brot skyldmennins hans eða annarra starfsmanna bæjarins. Efni kærunnar hefði aðeins verið rakið til að gera grein fyrir samhengi umfjöllunar um hæfi lögreglustjórans. Ekki hefði verið tilefni til að leita viðbragða kæranda eða vinnuveitanda hans en lögreglustjóranum hefði verið gefinn kostur á að svara spurningum um hæfi sitt. Þá hefði ekki verið bent á rangfærslur í umfjölluninni í kærunni. Því hafnaði nefndin því að Ágúst Borgþór hefði gerst brotlegur við siðareglur.
Fjölmiðlar Lögreglan Vestmannaeyjar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira