Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. október 2025 19:43 Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir birgðaflutninga á Gasaströndinni fara of hægt af stað. Flutningabílar eru farnir að berast inn á svæðið en flóðgáttir þurfi að opnast til að bregðast við neyðarástandinu. Snemma í morgun bárust fréttir af því að tekið væri að aka flutningabílum frá Egyptalandi yfir til Rafah og Khan Younis á Gasa. Gjöraukin neyðaraðstoð fyrir íbúa Gasa var hluti af vopnahléssamkomulagi en í gær sögðu hjálparsamtök ekki hafa efnt það loforð enn. Ísraelsher segir um 500 trukkum hafa verið ekið með hjálpargögn inn á Gasa í dag en hjálparsamtök segja meira verða að koma til. Undanfarið hafa einungis fáeinir flutningabílar komið inn á svæðið á degi hverjum en um 600 slíka bíla þurfi á dag til að mæta þörfum íbúa. Einhverjir tugir neyðarbíla sáust á Gasa í dag. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir fyrir öllu að flutningur neyðarbirgða sé hafinn en að risastórt átak þurfi. „Þetta er svæði með um tvær milljónir manna sem hafa verið gersneydd öllu sem þarf til að lifa af. Við erum að tala um að allir innviðir eru í rúst, fólk er bókstaflega að deyja úr hungri, börnin þar með talin. Það þarf risastórt átak. Það er gott að þetta er byrjað, það er fyrir öllu, en við þurfum að sjá flóðgáttir opnast á næstu dögum,“ segir Birna. Hindranirnar séu ýmis konar. „Í fyrsta lagi er verið að opna inn á svæðið á allt of fáum stöðum. Það væri langbest ef það væri opnað á mörgum stöðum, bæði í norðri og suðri og öðrum áttum. Þannig að bílarnir komi fljótt og vel inn á svæðið þangað sem fólkið er. Svo geta líka verið skrifræðishindranir. Það er alþekkt að hver einasti trukkur sé grandskoðaður og jafnvel þó hann sé lagður af stað er ekki þar með sagt að hann sé kominn þangað sem fólkið þarf á varningnum að halda,“ segir hún. „Svo þurfum við til lengri tíma litið að horfa á fjármagn. Þetta er auðvitað löngu undirbúið átak sem er í gangi núna. Bara UNICEF er með um 1300 bíla tilbúna. Aftur á móti hefur UNICEF áætlað að við þyrftum um 8 milljarða króna bara til þess að takast á við hungursneyðina fram í desember,“ segir Birna. Hvernig líta næstu dagar út? „Við erum í bráðaviðbragði núna. Ef ég horfi til dæmis á það sem UNICEF er að koma með inn þá er það orkurík næring fyrir börn og verðandi mæður, teppi og tjöld vegna þess að það er byrjað að kólna. En svo þegar við horfum til lengri tíma þarf að byrja að byggja upp heilsugæslur og heilbrigðisstofnanir einhvers konar og sömuleiðis skóla vegna þess að börnin í Gasa hafa ekki komist í skóla í tvö ár,“ segir Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Snemma í morgun bárust fréttir af því að tekið væri að aka flutningabílum frá Egyptalandi yfir til Rafah og Khan Younis á Gasa. Gjöraukin neyðaraðstoð fyrir íbúa Gasa var hluti af vopnahléssamkomulagi en í gær sögðu hjálparsamtök ekki hafa efnt það loforð enn. Ísraelsher segir um 500 trukkum hafa verið ekið með hjálpargögn inn á Gasa í dag en hjálparsamtök segja meira verða að koma til. Undanfarið hafa einungis fáeinir flutningabílar komið inn á svæðið á degi hverjum en um 600 slíka bíla þurfi á dag til að mæta þörfum íbúa. Einhverjir tugir neyðarbíla sáust á Gasa í dag. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir fyrir öllu að flutningur neyðarbirgða sé hafinn en að risastórt átak þurfi. „Þetta er svæði með um tvær milljónir manna sem hafa verið gersneydd öllu sem þarf til að lifa af. Við erum að tala um að allir innviðir eru í rúst, fólk er bókstaflega að deyja úr hungri, börnin þar með talin. Það þarf risastórt átak. Það er gott að þetta er byrjað, það er fyrir öllu, en við þurfum að sjá flóðgáttir opnast á næstu dögum,“ segir Birna. Hindranirnar séu ýmis konar. „Í fyrsta lagi er verið að opna inn á svæðið á allt of fáum stöðum. Það væri langbest ef það væri opnað á mörgum stöðum, bæði í norðri og suðri og öðrum áttum. Þannig að bílarnir komi fljótt og vel inn á svæðið þangað sem fólkið er. Svo geta líka verið skrifræðishindranir. Það er alþekkt að hver einasti trukkur sé grandskoðaður og jafnvel þó hann sé lagður af stað er ekki þar með sagt að hann sé kominn þangað sem fólkið þarf á varningnum að halda,“ segir hún. „Svo þurfum við til lengri tíma litið að horfa á fjármagn. Þetta er auðvitað löngu undirbúið átak sem er í gangi núna. Bara UNICEF er með um 1300 bíla tilbúna. Aftur á móti hefur UNICEF áætlað að við þyrftum um 8 milljarða króna bara til þess að takast á við hungursneyðina fram í desember,“ segir Birna. Hvernig líta næstu dagar út? „Við erum í bráðaviðbragði núna. Ef ég horfi til dæmis á það sem UNICEF er að koma með inn þá er það orkurík næring fyrir börn og verðandi mæður, teppi og tjöld vegna þess að það er byrjað að kólna. En svo þegar við horfum til lengri tíma þarf að byrja að byggja upp heilsugæslur og heilbrigðisstofnanir einhvers konar og sömuleiðis skóla vegna þess að börnin í Gasa hafa ekki komist í skóla í tvö ár,“ segir Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira