Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2025 16:25 Jónína Brynjólfsdóttir og Gerður Björk Sverrissdóttir gegna forystuhlutverki í tveimur sveitarfélögum sitt hvoru megin á landinu sem bæði hafa þegar farið í gegnum sameiningarferli. Vísir/Lýður Þvingaðar sameiningar sveitarfélaga eru ekki vænlegar til árangurs og óraunhæft að þær nái í gegn fyrir kosningar á næsta ári. Þetta segja leiðtogar sveitarfélaga sem þegar hafa gengið í gegnum sameiningu. Þar hafi vilji íbúa, góður undirbúningur og vönduð vinnubrögð skipt sköpum fyrir farsæla sameiningu. Í samráðsgátt stjórnvalda liggja frumvarpsdrög um breytingar á sveitarstjórnarlögum, þar sem meðal annars er gerð tillaga um að ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem hafa innan við 250 íbúa, nema sérstakar aðstæður mæli gegn því. Efasemdir ekki aðeins í þeim sveitarfélögum sem í hlut eiga Í átta af 62 sveitarfélögum landsins eru íbúar nú innan við 250 talsins. Áformin hafa verið umdeild í sumum þessara sveitarfélaga, Forystufólk stærri sveitarfélaga sem þegar hafa gengið í gegnum sameiningu er einnig efins. „Við sameinuðum Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp á síðasta ári. Bara virkilega farsæl og góð sameining sem almennt er bara mikil ánægja með hjá okkur,“ segir Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, en fjallað var um málið í kvöldfréttum Sýnar í gær. „Almenn ánægja skiptir máli. Og ég held satt að segja, ef þú ferð í þvingaðar sameiningar, það býður upp á mörg vandamál og ég myndi ekki vilja stýra sveitarfélagi sem hefði þvingaða sameiningu á bakinu.“ Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi tekur í svipaðan streng. „Ég myndi nú ekki vilja standa í slíkum sameiningum. Það er mikilvægt að íbúar hafi það lýðræðislega vald að geta ákveðið hvernig þeirra sveitarfélagi er stillt upp og með hverjum maður starfar. Þannig ég hef miklar áhyggjur af því að ef að þetta frumvarp nái fram að ganga, að þá sitjum við uppi með mögulega sameinuð sveitarfélög sem vilja það kannski ekki,“ segir Jónína. Naumur tími til stefnu nái frumvarpið fram að ganga Frumvarpsdrögin gera einnig ráð fyrir að í þeim tilfellum sem við á eigi sameiningu að vera lokið við sveitarstjórnarkosningarnar strax á næsta ári. Þetta telja þær óraunhæfan tímaramma. „Ég held það sé bara að vanda þetta ferli. Taka lítil skref, eiga samtal við íbúana og undirbúa svolítið vel,“ segir Gerður. „Að sameina sveitarfélög er ekki gert bara eins og hendi væri veifað. Þetta eru stofnanir með ferla og áætlanir og starfsmenn, og það að undirbúa sameiningu er eitt það mikilvægasta í því að sameiningin lukkist,“ segir Jónína. Múlaþing Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda liggja frumvarpsdrög um breytingar á sveitarstjórnarlögum, þar sem meðal annars er gerð tillaga um að ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem hafa innan við 250 íbúa, nema sérstakar aðstæður mæli gegn því. Efasemdir ekki aðeins í þeim sveitarfélögum sem í hlut eiga Í átta af 62 sveitarfélögum landsins eru íbúar nú innan við 250 talsins. Áformin hafa verið umdeild í sumum þessara sveitarfélaga, Forystufólk stærri sveitarfélaga sem þegar hafa gengið í gegnum sameiningu er einnig efins. „Við sameinuðum Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp á síðasta ári. Bara virkilega farsæl og góð sameining sem almennt er bara mikil ánægja með hjá okkur,“ segir Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, en fjallað var um málið í kvöldfréttum Sýnar í gær. „Almenn ánægja skiptir máli. Og ég held satt að segja, ef þú ferð í þvingaðar sameiningar, það býður upp á mörg vandamál og ég myndi ekki vilja stýra sveitarfélagi sem hefði þvingaða sameiningu á bakinu.“ Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi tekur í svipaðan streng. „Ég myndi nú ekki vilja standa í slíkum sameiningum. Það er mikilvægt að íbúar hafi það lýðræðislega vald að geta ákveðið hvernig þeirra sveitarfélagi er stillt upp og með hverjum maður starfar. Þannig ég hef miklar áhyggjur af því að ef að þetta frumvarp nái fram að ganga, að þá sitjum við uppi með mögulega sameinuð sveitarfélög sem vilja það kannski ekki,“ segir Jónína. Naumur tími til stefnu nái frumvarpið fram að ganga Frumvarpsdrögin gera einnig ráð fyrir að í þeim tilfellum sem við á eigi sameiningu að vera lokið við sveitarstjórnarkosningarnar strax á næsta ári. Þetta telja þær óraunhæfan tímaramma. „Ég held það sé bara að vanda þetta ferli. Taka lítil skref, eiga samtal við íbúana og undirbúa svolítið vel,“ segir Gerður. „Að sameina sveitarfélög er ekki gert bara eins og hendi væri veifað. Þetta eru stofnanir með ferla og áætlanir og starfsmenn, og það að undirbúa sameiningu er eitt það mikilvægasta í því að sameiningin lukkist,“ segir Jónína.
Múlaþing Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira