Bilið í Bretlandi virðist minnka 3. maí 2005 00:01 Kosningabaráttan í Bretlandi er komin á síðustu metrana og bilið milli flokkanna virðist minnka.Samkvæmt meðaltali kannana dagsins skilja átta prósentustig Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn að en sumar kannanir benda til þess að bilið sé einungis tvö til þrjú prósent, sem þýddi að Tony Blair sæti uppi með nánast óstarfhæft þing. Eitt þeirra svæða sem hefur töluverð áhrif á útkomuna er Skotland. Þar er Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 á ferð, og segir hún að breska góðærið, sem er aðalkosningamál Verkamannaflokksins, hafi ekki skilað sér alla leið norður. Skotland nýtur ákveðinnar sérstöðu; þeir hafa eigið þing og sjá sjálfir um að reka sitt mennta- og heilbrigðiskerfi. London sér um utanríkis- og varnarmál, og efnahagsmálin að því leyti að þar er ákveðið hversu miklum peningum skuli veitt norður til Skotlands. Síðan sjá Skotar sjálfir um að skera kökuna og útdeila þessum peningum. Verkamannaflokkurinn er hefðbundið langstærsti flokkurinn í Skotlandi en honum er ákveðinn vandi á höndum núna. Blair og Brown hampa sér á efnhagsmálunum og ætla sér að vinna kosningarnar á góðu efnhaglegu gengi Bretlands. Skotar finna hins vegar lítið fyrir þessu. Það er meiri fátækt og atvinnuleysi í Skotlandi en annars staðar á Bretlandi. Það er kannski engin furða að Skoski þjóðernisflokkurinn í smábænum Paisley, skammt fyrir utan Glasgow, spyrji: Hvar er góðærið? Nicola Sturgeon, varaformaður flokksins, segir efnahagslífið í Skotlandi hafa dregist aftur úr öðrum hlutum Bretlands. Þar sé minnsti hagvöxtur í öllu Evrópusambandinu og því verði að fá skoska efnahagsstefnu sem sé samkeppnisfær og hún verði ekki fengin innan Bretlands. Sturgeon segir líklegra að hún fáist með sjálfstæðri skoskri ríkisstjórn sem taki réttar ákvarðanir fyrir Skotland og efnahagslífið þar. Nýjar skoðanakannanir sýna að um helmingur Skota styður sjálfstæði en sá stuðningur skilar sér hins vegar ekki að fullu til Skoska þjóðernisflokksins. Kannanir benda þó til að flokkurinn njóti næst mest fylgis meðal Skota, eða 21%, á eftir Verkamannaflokknum sem er með 40% fylgi. Þriðji stærsti flokkurinn í Skotlandi eru Frjálslyndir með 17% fylgi og Íhaldsflokkurinn rekur lestina með 16% fylgi. Sumir benda líka á að kannski sé hægt að kenna Skotum sjálfum að einhverju leyti um hversu aftarlega þeir eru á merinni, þar sem þeim hafi svo sannarlega ekki að öllu leyti tekist vel upp við að stjórna sínum málum. Pétur Berg Matthíasson, stjórnmálafræðingur í Edinborg, segir að aftur á móti hafa Skotar fengið mjög rausnarlegar fjárhæðir í heilbrigðismál og menntamál en þar hefur verið þó nokkur óstjórn, sérstaklega í heilbrigðismálum þar sem þeir fá 20% meira á hvern haus en í Englandi en þrátt fyrir það eru biðlistar helmingi lengri. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Kosningabaráttan í Bretlandi er komin á síðustu metrana og bilið milli flokkanna virðist minnka.Samkvæmt meðaltali kannana dagsins skilja átta prósentustig Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn að en sumar kannanir benda til þess að bilið sé einungis tvö til þrjú prósent, sem þýddi að Tony Blair sæti uppi með nánast óstarfhæft þing. Eitt þeirra svæða sem hefur töluverð áhrif á útkomuna er Skotland. Þar er Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 á ferð, og segir hún að breska góðærið, sem er aðalkosningamál Verkamannaflokksins, hafi ekki skilað sér alla leið norður. Skotland nýtur ákveðinnar sérstöðu; þeir hafa eigið þing og sjá sjálfir um að reka sitt mennta- og heilbrigðiskerfi. London sér um utanríkis- og varnarmál, og efnahagsmálin að því leyti að þar er ákveðið hversu miklum peningum skuli veitt norður til Skotlands. Síðan sjá Skotar sjálfir um að skera kökuna og útdeila þessum peningum. Verkamannaflokkurinn er hefðbundið langstærsti flokkurinn í Skotlandi en honum er ákveðinn vandi á höndum núna. Blair og Brown hampa sér á efnhagsmálunum og ætla sér að vinna kosningarnar á góðu efnhaglegu gengi Bretlands. Skotar finna hins vegar lítið fyrir þessu. Það er meiri fátækt og atvinnuleysi í Skotlandi en annars staðar á Bretlandi. Það er kannski engin furða að Skoski þjóðernisflokkurinn í smábænum Paisley, skammt fyrir utan Glasgow, spyrji: Hvar er góðærið? Nicola Sturgeon, varaformaður flokksins, segir efnahagslífið í Skotlandi hafa dregist aftur úr öðrum hlutum Bretlands. Þar sé minnsti hagvöxtur í öllu Evrópusambandinu og því verði að fá skoska efnahagsstefnu sem sé samkeppnisfær og hún verði ekki fengin innan Bretlands. Sturgeon segir líklegra að hún fáist með sjálfstæðri skoskri ríkisstjórn sem taki réttar ákvarðanir fyrir Skotland og efnahagslífið þar. Nýjar skoðanakannanir sýna að um helmingur Skota styður sjálfstæði en sá stuðningur skilar sér hins vegar ekki að fullu til Skoska þjóðernisflokksins. Kannanir benda þó til að flokkurinn njóti næst mest fylgis meðal Skota, eða 21%, á eftir Verkamannaflokknum sem er með 40% fylgi. Þriðji stærsti flokkurinn í Skotlandi eru Frjálslyndir með 17% fylgi og Íhaldsflokkurinn rekur lestina með 16% fylgi. Sumir benda líka á að kannski sé hægt að kenna Skotum sjálfum að einhverju leyti um hversu aftarlega þeir eru á merinni, þar sem þeim hafi svo sannarlega ekki að öllu leyti tekist vel upp við að stjórna sínum málum. Pétur Berg Matthíasson, stjórnmálafræðingur í Edinborg, segir að aftur á móti hafa Skotar fengið mjög rausnarlegar fjárhæðir í heilbrigðismál og menntamál en þar hefur verið þó nokkur óstjórn, sérstaklega í heilbrigðismálum þar sem þeir fá 20% meira á hvern haus en í Englandi en þrátt fyrir það eru biðlistar helmingi lengri.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira