Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2024 06:55 Aðgerðasinnar vilja „snákana“ út, það er að segja útiloka hagsmunaaðila frá Cop. AP/Joshua A. Bickel Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. Um er að ræða hóp sem telur meðal annars Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Christinu Figueres, fyrrverandi framkvæmdastjóra loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum, Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, og loftslagssérfræðinginn Johan Rockström. Hópurinn gagnrýnir meðal annars aðkomu hagsmunaaðila að ráðstefnunum en samkvæmt samtökunum Kick Big Polluters Out fengu 1.773 aðgengi að Cop29, sem nú stendur yfir í Aserbaídsjan. Til samanburðar má geta þess að þau tíu ríki sem eru sögð hvað viðkvæmust fyrir loftlagsbreytingum eiga samtals 1.033 fulltrúa á ráðstefnunni. Áður en Cop29 hófst náðist einn af skipuleggjendum Aserbaídsjan á myndskeið þar sem hann bauðst til þess að aðstoða aðila við að ná samningum um jarðefnaeldsneyti. Þá sagði forseti landsins, Ilham Aliyev, á opnunarviðburðinum og að olía og gas væru „Guðsgjöf“. Cop28 var haldin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einum helsta olíuframleiðanda heims. Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt fyrirkomulag ráðstefnanna. „Það er gamalt kántrílag frá Nashville sem heitir Að leita að ástinni á öllum röngu stöðunum. Lengi vel töldu margir að þar sem jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hefði komið okkur í þennan vanda myndi hann leysa hann fyrir okkur. En þeir munu ekki gera það. Alþjóðasamfélagið verður að finna mun árangursríkari leiðir til að stýra þessum ráðstefnum. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætti að hafa eitthvað með að segja hvar þær eru haldnar.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Aserbaídsjan Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Um er að ræða hóp sem telur meðal annars Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Christinu Figueres, fyrrverandi framkvæmdastjóra loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum, Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, og loftslagssérfræðinginn Johan Rockström. Hópurinn gagnrýnir meðal annars aðkomu hagsmunaaðila að ráðstefnunum en samkvæmt samtökunum Kick Big Polluters Out fengu 1.773 aðgengi að Cop29, sem nú stendur yfir í Aserbaídsjan. Til samanburðar má geta þess að þau tíu ríki sem eru sögð hvað viðkvæmust fyrir loftlagsbreytingum eiga samtals 1.033 fulltrúa á ráðstefnunni. Áður en Cop29 hófst náðist einn af skipuleggjendum Aserbaídsjan á myndskeið þar sem hann bauðst til þess að aðstoða aðila við að ná samningum um jarðefnaeldsneyti. Þá sagði forseti landsins, Ilham Aliyev, á opnunarviðburðinum og að olía og gas væru „Guðsgjöf“. Cop28 var haldin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einum helsta olíuframleiðanda heims. Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt fyrirkomulag ráðstefnanna. „Það er gamalt kántrílag frá Nashville sem heitir Að leita að ástinni á öllum röngu stöðunum. Lengi vel töldu margir að þar sem jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hefði komið okkur í þennan vanda myndi hann leysa hann fyrir okkur. En þeir munu ekki gera það. Alþjóðasamfélagið verður að finna mun árangursríkari leiðir til að stýra þessum ráðstefnum. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætti að hafa eitthvað með að segja hvar þær eru haldnar.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Aserbaídsjan Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira