Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2024 06:55 Aðgerðasinnar vilja „snákana“ út, það er að segja útiloka hagsmunaaðila frá Cop. AP/Joshua A. Bickel Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. Um er að ræða hóp sem telur meðal annars Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Christinu Figueres, fyrrverandi framkvæmdastjóra loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum, Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, og loftslagssérfræðinginn Johan Rockström. Hópurinn gagnrýnir meðal annars aðkomu hagsmunaaðila að ráðstefnunum en samkvæmt samtökunum Kick Big Polluters Out fengu 1.773 aðgengi að Cop29, sem nú stendur yfir í Aserbaídsjan. Til samanburðar má geta þess að þau tíu ríki sem eru sögð hvað viðkvæmust fyrir loftlagsbreytingum eiga samtals 1.033 fulltrúa á ráðstefnunni. Áður en Cop29 hófst náðist einn af skipuleggjendum Aserbaídsjan á myndskeið þar sem hann bauðst til þess að aðstoða aðila við að ná samningum um jarðefnaeldsneyti. Þá sagði forseti landsins, Ilham Aliyev, á opnunarviðburðinum og að olía og gas væru „Guðsgjöf“. Cop28 var haldin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einum helsta olíuframleiðanda heims. Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt fyrirkomulag ráðstefnanna. „Það er gamalt kántrílag frá Nashville sem heitir Að leita að ástinni á öllum röngu stöðunum. Lengi vel töldu margir að þar sem jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hefði komið okkur í þennan vanda myndi hann leysa hann fyrir okkur. En þeir munu ekki gera það. Alþjóðasamfélagið verður að finna mun árangursríkari leiðir til að stýra þessum ráðstefnum. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætti að hafa eitthvað með að segja hvar þær eru haldnar.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Aserbaídsjan Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Um er að ræða hóp sem telur meðal annars Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Christinu Figueres, fyrrverandi framkvæmdastjóra loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum, Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, og loftslagssérfræðinginn Johan Rockström. Hópurinn gagnrýnir meðal annars aðkomu hagsmunaaðila að ráðstefnunum en samkvæmt samtökunum Kick Big Polluters Out fengu 1.773 aðgengi að Cop29, sem nú stendur yfir í Aserbaídsjan. Til samanburðar má geta þess að þau tíu ríki sem eru sögð hvað viðkvæmust fyrir loftlagsbreytingum eiga samtals 1.033 fulltrúa á ráðstefnunni. Áður en Cop29 hófst náðist einn af skipuleggjendum Aserbaídsjan á myndskeið þar sem hann bauðst til þess að aðstoða aðila við að ná samningum um jarðefnaeldsneyti. Þá sagði forseti landsins, Ilham Aliyev, á opnunarviðburðinum og að olía og gas væru „Guðsgjöf“. Cop28 var haldin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einum helsta olíuframleiðanda heims. Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt fyrirkomulag ráðstefnanna. „Það er gamalt kántrílag frá Nashville sem heitir Að leita að ástinni á öllum röngu stöðunum. Lengi vel töldu margir að þar sem jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hefði komið okkur í þennan vanda myndi hann leysa hann fyrir okkur. En þeir munu ekki gera það. Alþjóðasamfélagið verður að finna mun árangursríkari leiðir til að stýra þessum ráðstefnum. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætti að hafa eitthvað með að segja hvar þær eru haldnar.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Aserbaídsjan Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira