Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2024 14:48 Ragnar skorar á fólk að prófa að dvelja heilu dagana á kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni. Hann vill að heimilislausir fái að dvelja í gistiskýlunum yfir daginn eða þeim verði útvegað annað húsnæði. vísir Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk. Snjó festi í fyrsta skipti þennan veturinn í Reykjavík í dag. Heldur er napurt og kalt í veðri en hitastig er rétt ofan við frostmark. Ragnar Erling Hermannsson, heimilislaus karlmaður sem hefur komið fram fyrir hóp þeirra undanfarin ár, birti neyðarkall á Facebook-síðu sinni í dag. Hann ræddi við fréttamann fyrr í vikunni og lýsti yfir áhyggjum af því að fárveikt fólk sé látið yfirgefa gistiskýli Reykjavíkur klukkan tíu á morgnana eins og reglur segi til um. Í færslu sinni á Facebook er Ragnar staddur fyrir utan kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni. Þangað geta heimilislausir leitað á daginn á meðan þremur gistiskýlum bæjarins er lokað. „Það er fárveikt fólk sem þarf að fara út í þetta veður,“ segir Ragnar og óskar eftir húsnæði fyrir heimilislausa. „Ég veit það eru íbúðir lausar hjá Félagsbústöðum. Það er hægt að koma okkur í íbúðir eins og skot.“ Honum þyki miður að þriðja veturinn í röð þurfi hann að senda út hjálpakall. „Má ég bjóða ykkur að vera á Kaffistofu Samhjálpar allan daginn? Prófiði bara að vera þar einn fokking dag. Þetta eru ekkert aðstæður til að vera í yfir dag. Fólk sem er lasið á að vera uppi í rúmi núna.“ Skutla fólki í vondu veðri Rannveig Einarsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir samning borgarinnar við Samhjálp um opnun kaffistofunnar fyrir heimilislausa yfir daginn hafa tekið gildi þann 1. nóvember. „Kaffistofan er opin þegar gistiskýlunum er lokað á daginn. Svo höfum við verið mjög sveigjanleg ef veðrið er mjög tvísýnt. Til dæmis með því að aðstoða fólk við að komast á milli ef það viðrar þannig,“ segir Rannveig. Þá með flutningi í bílum. Samningurinn við Samhjálp hafi reynst vel í fyrravetur. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi sameinast um að semja við Samhjálp. Veikt fólk sé ekki sett út á götu Hún segir mjög erfitt að meta hvenær gerð sé undanþága á reglum og fólki leyft að vera inni í gistiskýlunum yfir daginn. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs.Vísir/Sigurjón „Það er mjög erfitt að segja til um ákveðið hitastig eða stöðu í veðri. Við höfum metið það hverju sinni. Það er ekki hægt að setja fast viðmið á það. Við metum stöðuna dag frá degi.“ Þá segir hún af og frá að fólk sé sett út ef það sé veikt. „Það er alveg skýrt að ef fólk er veikt þá er það ekki sett út á götu.“ Margt heimilislaust fólk glímir við fíknivanda og spurning hvernig veikindi þess eru metin. „Þetta er metið hverju sinni en reynt að hafa mannúð að leiðarljósi.“ Heiður að geta gefið gestum að borða Kaffistofa Samhjálpar var opnuð árið 1981 en hafði þá bækistöðvar við Hverfisgötu í Reykjavík. Seinna fluttist Kaffistofan í Borgartúnið þar sem hún hefur verið um árabil. „Það er sífelld aðsókn á Kaffistofu Samhjálpar og margir sem þurfa á hjálp að halda. Aðsóknin hefur aukist og þörfin sjaldan verið meiri. Til okkar leitar umkomulaust og fátækt fólk, ýmist vegna andlegra eða líkamlegra veikinda eða félagslegrar einangrunar. Öll eiga þau það sameiginlegt að búa við fjárhagslegar áskoranir ásamt því sem margir upplifa félagslega útskúfun,“ segir á vef Samhjálpar. „Það er okkur hjá Samhjálp mikill heiður að geta gefið gestum Kaffistofunnar að borða á hverjum degi – allan ársins hring. Þetta getum við gert með hjálp fjölda einstaklinga og fyrirtækja sem styrkja starfið í hverjum mánuði með fjárframlagi og matargjöfum. Fyrir þetta erum við afar þakklát. Kaffistofan hlýtur auk þess árlegan styrk frá Reykjavíkurborg.“ Reykjavík Veður Fíkn Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Snjó festi í fyrsta skipti þennan veturinn í Reykjavík í dag. Heldur er napurt og kalt í veðri en hitastig er rétt ofan við frostmark. Ragnar Erling Hermannsson, heimilislaus karlmaður sem hefur komið fram fyrir hóp þeirra undanfarin ár, birti neyðarkall á Facebook-síðu sinni í dag. Hann ræddi við fréttamann fyrr í vikunni og lýsti yfir áhyggjum af því að fárveikt fólk sé látið yfirgefa gistiskýli Reykjavíkur klukkan tíu á morgnana eins og reglur segi til um. Í færslu sinni á Facebook er Ragnar staddur fyrir utan kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni. Þangað geta heimilislausir leitað á daginn á meðan þremur gistiskýlum bæjarins er lokað. „Það er fárveikt fólk sem þarf að fara út í þetta veður,“ segir Ragnar og óskar eftir húsnæði fyrir heimilislausa. „Ég veit það eru íbúðir lausar hjá Félagsbústöðum. Það er hægt að koma okkur í íbúðir eins og skot.“ Honum þyki miður að þriðja veturinn í röð þurfi hann að senda út hjálpakall. „Má ég bjóða ykkur að vera á Kaffistofu Samhjálpar allan daginn? Prófiði bara að vera þar einn fokking dag. Þetta eru ekkert aðstæður til að vera í yfir dag. Fólk sem er lasið á að vera uppi í rúmi núna.“ Skutla fólki í vondu veðri Rannveig Einarsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir samning borgarinnar við Samhjálp um opnun kaffistofunnar fyrir heimilislausa yfir daginn hafa tekið gildi þann 1. nóvember. „Kaffistofan er opin þegar gistiskýlunum er lokað á daginn. Svo höfum við verið mjög sveigjanleg ef veðrið er mjög tvísýnt. Til dæmis með því að aðstoða fólk við að komast á milli ef það viðrar þannig,“ segir Rannveig. Þá með flutningi í bílum. Samningurinn við Samhjálp hafi reynst vel í fyrravetur. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi sameinast um að semja við Samhjálp. Veikt fólk sé ekki sett út á götu Hún segir mjög erfitt að meta hvenær gerð sé undanþága á reglum og fólki leyft að vera inni í gistiskýlunum yfir daginn. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs.Vísir/Sigurjón „Það er mjög erfitt að segja til um ákveðið hitastig eða stöðu í veðri. Við höfum metið það hverju sinni. Það er ekki hægt að setja fast viðmið á það. Við metum stöðuna dag frá degi.“ Þá segir hún af og frá að fólk sé sett út ef það sé veikt. „Það er alveg skýrt að ef fólk er veikt þá er það ekki sett út á götu.“ Margt heimilislaust fólk glímir við fíknivanda og spurning hvernig veikindi þess eru metin. „Þetta er metið hverju sinni en reynt að hafa mannúð að leiðarljósi.“ Heiður að geta gefið gestum að borða Kaffistofa Samhjálpar var opnuð árið 1981 en hafði þá bækistöðvar við Hverfisgötu í Reykjavík. Seinna fluttist Kaffistofan í Borgartúnið þar sem hún hefur verið um árabil. „Það er sífelld aðsókn á Kaffistofu Samhjálpar og margir sem þurfa á hjálp að halda. Aðsóknin hefur aukist og þörfin sjaldan verið meiri. Til okkar leitar umkomulaust og fátækt fólk, ýmist vegna andlegra eða líkamlegra veikinda eða félagslegrar einangrunar. Öll eiga þau það sameiginlegt að búa við fjárhagslegar áskoranir ásamt því sem margir upplifa félagslega útskúfun,“ segir á vef Samhjálpar. „Það er okkur hjá Samhjálp mikill heiður að geta gefið gestum Kaffistofunnar að borða á hverjum degi – allan ársins hring. Þetta getum við gert með hjálp fjölda einstaklinga og fyrirtækja sem styrkja starfið í hverjum mánuði með fjárframlagi og matargjöfum. Fyrir þetta erum við afar þakklát. Kaffistofan hlýtur auk þess árlegan styrk frá Reykjavíkurborg.“
Reykjavík Veður Fíkn Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira