Spennan magnast í Bretlandi 27. apríl 2005 00:01 Spennan magnast dag frá degi fyrir kosningarnar í Bretlandi. Það eru átta dagar þangað til Tony Blair verður endurkjörinn forsætisráðherra Bretlands, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir dagsins. Meðaltal kannananna lítur þannig út að Íhaldsflokkurinn er með 33 prósent, Verkamannaflokkur Blairs með 39 prósent og frjálslyndir demókratar með 21 prósent. Átta prósent eru enn óákveðin. Þetta hljómar eins og úrslitin séu ráðin en pólitíkin á Bretlandi er skrítin tík og það er ekki endilega allt sem sýnist. Það þarf mikið að bera út af til þess aðBlair verði ekki fyrsti forsætisráðherra Bretlands til þess að vera kjörinn til að sitja þriðja kjörtímabilið. En það eru töluverðar líkur á að það verði veikur forsætisráðherra sem stendur uppi eftir kosningarnar, en ekki sterkur leiðtogi. Til þess að skipta einhverju máli verður Blair að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið og það gæti reynst töluvert erfiðara eftir kosningar. Eftir kosningarnar 1997 og 2001 var flokkurinn með yfir 160 sæta meirihluta á þingi. Stefnan núna er að hafa ekki minna en sjötíu, helst áttatíu sæta meirihluta. Það er alls ekki gefið og jafnvel þó að það takist er Blair ekki hólpinn: vinsældir hans innan flokks, líka á meðal þingmanna, hafa dvínað og fjöldi vinstrisinnaðra þingmanna er honum beinlínis mótfallinn. Þeir eru næstum allir á meðal þeirra þingmanna sem verða örugglega endurkjörnir og valda því áfram vandræðum. Blair væri því heldur valdalítill á valdastóli. Niðurstaðan veltur ekki síst á kosningaþátttöku og því leggja breskir stjórnmálamenn nú allt í sölurnar til að særa fólk á kjörstaði eftir rúma viku. Spennan magnast og harkan eykst. Hægt er að geta einnar könnunar í viðbót sem er Blair í hag: Brugghús í Bury St. Edmunds selur þrjár tegundir sérbruggaðs bjórs, sem skírðar eru í höfuðið á meginframbjóðendunum þremur: Blair, Michael Howard og Charles Kennedy. Blair-bjórinn selst langmest. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Spennan magnast dag frá degi fyrir kosningarnar í Bretlandi. Það eru átta dagar þangað til Tony Blair verður endurkjörinn forsætisráðherra Bretlands, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir dagsins. Meðaltal kannananna lítur þannig út að Íhaldsflokkurinn er með 33 prósent, Verkamannaflokkur Blairs með 39 prósent og frjálslyndir demókratar með 21 prósent. Átta prósent eru enn óákveðin. Þetta hljómar eins og úrslitin séu ráðin en pólitíkin á Bretlandi er skrítin tík og það er ekki endilega allt sem sýnist. Það þarf mikið að bera út af til þess aðBlair verði ekki fyrsti forsætisráðherra Bretlands til þess að vera kjörinn til að sitja þriðja kjörtímabilið. En það eru töluverðar líkur á að það verði veikur forsætisráðherra sem stendur uppi eftir kosningarnar, en ekki sterkur leiðtogi. Til þess að skipta einhverju máli verður Blair að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið og það gæti reynst töluvert erfiðara eftir kosningar. Eftir kosningarnar 1997 og 2001 var flokkurinn með yfir 160 sæta meirihluta á þingi. Stefnan núna er að hafa ekki minna en sjötíu, helst áttatíu sæta meirihluta. Það er alls ekki gefið og jafnvel þó að það takist er Blair ekki hólpinn: vinsældir hans innan flokks, líka á meðal þingmanna, hafa dvínað og fjöldi vinstrisinnaðra þingmanna er honum beinlínis mótfallinn. Þeir eru næstum allir á meðal þeirra þingmanna sem verða örugglega endurkjörnir og valda því áfram vandræðum. Blair væri því heldur valdalítill á valdastóli. Niðurstaðan veltur ekki síst á kosningaþátttöku og því leggja breskir stjórnmálamenn nú allt í sölurnar til að særa fólk á kjörstaði eftir rúma viku. Spennan magnast og harkan eykst. Hægt er að geta einnar könnunar í viðbót sem er Blair í hag: Brugghús í Bury St. Edmunds selur þrjár tegundir sérbruggaðs bjórs, sem skírðar eru í höfuðið á meginframbjóðendunum þremur: Blair, Michael Howard og Charles Kennedy. Blair-bjórinn selst langmest.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira