Engin sérstaða - engar sérreglur 1. september 2004 00:01 Þegar skoðuð eru viðbrögð forsvarsmanna Kauphallar Íslands, Verslunarráðs og Samtaka atvinnulífsins við niðurstöðum svokallaðarar hringamyndunarnefndar er eðlilegt að spurt sé hvort ekki hafi verið rétt af ríkisstjórninni að ná samstöðu við þessa hagsmunaaðila áður en nefndin lauk störfum og vinna við frumvarp á grunni nefndarálitsins var hafin í viðskiptaráðuneytinu. Það er augljós vilji Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og verslunarráðs að vinna að lagfæringum á lagaumhverfi viðskiptalífsins með það að markmiði að vernda hag smærri hluthafa, auka upplýsingagjöf og gera starfsemi fyrirtækja gagnsærri. Þessir aðilar fagna einnig tillögu nefndarinnar um aukin framlög til Samkeppnisstofnunar svo sú stofnun geti sinnt lagalegu hlutverki sínu. Slíkt þykir líklega flestum skynsamlegt - að stofnanir ríkisins fái fjármuni til að sinna verkum sínum. En fjársveltar ríkisstofnanir með viðamikil verkefni eru orðnar til sérstakra trafala í viðskiptalífinu þar sem stór hluti íslenskra fyrirtækja þarf að sitja undir því að vera árum saman til rannsókna sem stofnanirnar eiga ekki fjármuni til að ljúka. Það er því augljóst af viðbrögðum Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og Verslunarráðs að þessir hagsmunaaðilar vilja taka þátt í því starfi og stefnumótun sem ríkisstjórnin hefur efnt til - allt þar til að kemur að tillögu nefndarinnar að veita íslensku stjórnvaldi víðtækari heimildir en annars staðar þekkist til að hluta niður fyrirtæki og grípa inn í starfsemi þeirra.Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Engir forsvarsmanna þessara samtaka sjá ástæðu til að smíða hér þrengri reglur eða veita ríkisvaldinu víðtækara umboð til ígripa inn í starfsemi fyrirtækja en tíðkast í okkar helstu viðskiptalöndunum. Til að finna vit í slíkum ráðstöfunum þurfa menn að sannfærast um að íslenskt viðskiptalíf sé á einhvern hátt einstakt og ólíkt því sem þekkist í nágrenni við okkur. Reynsla undanfarinna ára og áratuga hefur sannað að svo er alls ekki -- hin meinta sérstaða Íslands var draugasaga sem dró mátt úr samfélaginu áratugum saman. Okkur hefur farnast því betur sem við aðlögum lög og regluverk meira að því sem best hefur gengið erlendis. Það er líka erfitt að sjá hvernig við Íslendingar ættum að geta að snúið af þeirri braut að miða samfélag okkar við önnur lönd. Með aukinni alþjóðavæðingu og þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu getum við í raun ekki haldið uppi sérviskulegum dyntum heldur verðum við að móta lagaumhverfi okkar og reglur að nágrönnum okkar. Með því að smíða hér sérstætt regluverk sem gengur gegn meginreglum annarra þjóða erum við að draga úr ávinningi okkar af frjálsari verslun milli landa, stórauknum viðskiptum og stærra markaðssvæði. Það væri misráðið. Opnun hagkerfis okkar og aðlögun að nágrönnum okkar hefur á undanförnum árum aukið hag þjóðarinnar meira en áður hefur þekkst í sögunni - og það án þess að sjávarafli hafi aukist; jafnvel þvert á móti. Það færi best á því að ríkisstjórnin efndi til víðtæks samráðs við hagsmunaaðila um lagfæringar á lagaumhverfi atvinnulífsins, tæki mið af ráðleggingum þeirra sem best þekkja til á þessu sviði en léti vera að elta illa grundaðar fullyrðingar æsingamanna sem vilja vekja upp gamla drauga. Það er ekkert sem bendir til annars en að allir helstu hagsmunaaðilar í viðskiptalífinu séu meira en tilbúnir að vinna með ríkisvaldinu að því að styrkja enn frekar lagaumhverfi fyrirtækja, skilvirkni og gagnsæi hlutafélaga og vernda hagsmuni almennra fjárfesta. Það má að sjálfsögðu sjá fyrir aðstæður þar sem ríkisvaldið þyrfti að setja lög gegn vilja þessara aðila - en slíkar aðstæður eru einfaldlega ekki á Íslandi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Þegar skoðuð eru viðbrögð forsvarsmanna Kauphallar Íslands, Verslunarráðs og Samtaka atvinnulífsins við niðurstöðum svokallaðarar hringamyndunarnefndar er eðlilegt að spurt sé hvort ekki hafi verið rétt af ríkisstjórninni að ná samstöðu við þessa hagsmunaaðila áður en nefndin lauk störfum og vinna við frumvarp á grunni nefndarálitsins var hafin í viðskiptaráðuneytinu. Það er augljós vilji Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og verslunarráðs að vinna að lagfæringum á lagaumhverfi viðskiptalífsins með það að markmiði að vernda hag smærri hluthafa, auka upplýsingagjöf og gera starfsemi fyrirtækja gagnsærri. Þessir aðilar fagna einnig tillögu nefndarinnar um aukin framlög til Samkeppnisstofnunar svo sú stofnun geti sinnt lagalegu hlutverki sínu. Slíkt þykir líklega flestum skynsamlegt - að stofnanir ríkisins fái fjármuni til að sinna verkum sínum. En fjársveltar ríkisstofnanir með viðamikil verkefni eru orðnar til sérstakra trafala í viðskiptalífinu þar sem stór hluti íslenskra fyrirtækja þarf að sitja undir því að vera árum saman til rannsókna sem stofnanirnar eiga ekki fjármuni til að ljúka. Það er því augljóst af viðbrögðum Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og Verslunarráðs að þessir hagsmunaaðilar vilja taka þátt í því starfi og stefnumótun sem ríkisstjórnin hefur efnt til - allt þar til að kemur að tillögu nefndarinnar að veita íslensku stjórnvaldi víðtækari heimildir en annars staðar þekkist til að hluta niður fyrirtæki og grípa inn í starfsemi þeirra.Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Engir forsvarsmanna þessara samtaka sjá ástæðu til að smíða hér þrengri reglur eða veita ríkisvaldinu víðtækara umboð til ígripa inn í starfsemi fyrirtækja en tíðkast í okkar helstu viðskiptalöndunum. Til að finna vit í slíkum ráðstöfunum þurfa menn að sannfærast um að íslenskt viðskiptalíf sé á einhvern hátt einstakt og ólíkt því sem þekkist í nágrenni við okkur. Reynsla undanfarinna ára og áratuga hefur sannað að svo er alls ekki -- hin meinta sérstaða Íslands var draugasaga sem dró mátt úr samfélaginu áratugum saman. Okkur hefur farnast því betur sem við aðlögum lög og regluverk meira að því sem best hefur gengið erlendis. Það er líka erfitt að sjá hvernig við Íslendingar ættum að geta að snúið af þeirri braut að miða samfélag okkar við önnur lönd. Með aukinni alþjóðavæðingu og þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu getum við í raun ekki haldið uppi sérviskulegum dyntum heldur verðum við að móta lagaumhverfi okkar og reglur að nágrönnum okkar. Með því að smíða hér sérstætt regluverk sem gengur gegn meginreglum annarra þjóða erum við að draga úr ávinningi okkar af frjálsari verslun milli landa, stórauknum viðskiptum og stærra markaðssvæði. Það væri misráðið. Opnun hagkerfis okkar og aðlögun að nágrönnum okkar hefur á undanförnum árum aukið hag þjóðarinnar meira en áður hefur þekkst í sögunni - og það án þess að sjávarafli hafi aukist; jafnvel þvert á móti. Það færi best á því að ríkisstjórnin efndi til víðtæks samráðs við hagsmunaaðila um lagfæringar á lagaumhverfi atvinnulífsins, tæki mið af ráðleggingum þeirra sem best þekkja til á þessu sviði en léti vera að elta illa grundaðar fullyrðingar æsingamanna sem vilja vekja upp gamla drauga. Það er ekkert sem bendir til annars en að allir helstu hagsmunaaðilar í viðskiptalífinu séu meira en tilbúnir að vinna með ríkisvaldinu að því að styrkja enn frekar lagaumhverfi fyrirtækja, skilvirkni og gagnsæi hlutafélaga og vernda hagsmuni almennra fjárfesta. Það má að sjálfsögðu sjá fyrir aðstæður þar sem ríkisvaldið þyrfti að setja lög gegn vilja þessara aðila - en slíkar aðstæður eru einfaldlega ekki á Íslandi í dag.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun