Val á dómurum í Hæstarétt 22. júní 2004 00:01 Ekkert mælir því mót að Alþingi, sem kemur saman í byrjun næsta mánaðar, ræði og eftir atvikum afgreiði önnur mál en lög um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Í því sambandi hlýtur að koma sterklega til álita að sumarþingið reyni að finna leið til að eyða ósætti og tortryggni sem ríkir í þjóðfélaginu um skipan manna í embætti hæstaréttardómara. Ekki þarf að rifja upp það uppnám sem varð meðal lærðra og leikra þegar síðast var skipað í dómaraembætti við réttinn. Nú hefur Pétur Kr. Hafstein tilkynnt að hann hyggist láta af embætti og við blasir að skipa þarf nýjan dómara í haust. Líklegt er að þá komi upp áþekk álitamál og síðast; hver á að meta hæfni umsækjenda og hver á mælikvarðinn að vera? Í umræðunum um skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í dómaraembætti vakti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra máls á því að ef til vill væri ástæða til að breyta reglunum um það hvernig staðið er að skipun hæstaréttardómara. Í framhaldi af því hefur verið hreyft hugmyndum um að Alþingi verði að staðfesta skipun dómara í Hæstarétt og sérstakt lagaráð, frekar en rétturinn sjálfur, veiti umsögn um umsækjendur. Athygli hefur vakið að þótt Pétur Kr. Hafstein hafi enn ekki beðist formlega lausnar hefur einn kunnasti lögmaður landsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, látið í ljós áhuga sinn á embættinu. Jón Steinar er þekktur fyrir skýran málflutning og tæpitungulausar skoðanir jafnt á þjóðmálum sem lögfræði. Enginn frýr honum vits og lærdóms. Fræg er gagnrýni hans á dóma - ekki síst Hæstaréttar. Og allir vita að hann er einkavinur æðstu valdamanna landsins. En enginn spilamaður veit það betur en Jón Steinar Gunnlaugsson að ásar í hendi geta bæði verið tromp og hundar. Styrkleiki hans kann jafnframt að vera veikleiki hans. Hægt er að veita mönnum embætti í krafti valds, en sérhver maður með sjálfsvirðingu hlýtur að vilja að það sé hafið yfir efa að hann hafi verið valinn vegna hæfni sinnar frekar en tengsla. Ólíklegt verður að telja að Jón Steinar Gunnlaugsson yrði kosinn vinsælasti maður landsins ef hæstaréttardómarar væru einu kjósendurnir. Kunnugt er að óvægin gagnrýni hans á einstaka dóma og vinnubrögð réttarins hefur fengið misjafnar undirtektir meðal dómaranna. Sú spurning vaknar hvort þeir teljist hæfir umsagnaraðilar þegar hann á í hlut. Einnig hvort líklegt sé að hann mundi njóta sannmælis. Dæmi Jóns Steinars eitt og sér vekur upp spurningar um aðferðir við skipan hæstaréttardómara. Þegar við bætast þau álitaefni sem upp komu við síðustu skipun í dóminn virðist rökrétt að endurskoða leikreglurnar. Þetta er mál sem Alþingi á að láta til sín taka í í sumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert mælir því mót að Alþingi, sem kemur saman í byrjun næsta mánaðar, ræði og eftir atvikum afgreiði önnur mál en lög um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Í því sambandi hlýtur að koma sterklega til álita að sumarþingið reyni að finna leið til að eyða ósætti og tortryggni sem ríkir í þjóðfélaginu um skipan manna í embætti hæstaréttardómara. Ekki þarf að rifja upp það uppnám sem varð meðal lærðra og leikra þegar síðast var skipað í dómaraembætti við réttinn. Nú hefur Pétur Kr. Hafstein tilkynnt að hann hyggist láta af embætti og við blasir að skipa þarf nýjan dómara í haust. Líklegt er að þá komi upp áþekk álitamál og síðast; hver á að meta hæfni umsækjenda og hver á mælikvarðinn að vera? Í umræðunum um skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í dómaraembætti vakti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra máls á því að ef til vill væri ástæða til að breyta reglunum um það hvernig staðið er að skipun hæstaréttardómara. Í framhaldi af því hefur verið hreyft hugmyndum um að Alþingi verði að staðfesta skipun dómara í Hæstarétt og sérstakt lagaráð, frekar en rétturinn sjálfur, veiti umsögn um umsækjendur. Athygli hefur vakið að þótt Pétur Kr. Hafstein hafi enn ekki beðist formlega lausnar hefur einn kunnasti lögmaður landsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, látið í ljós áhuga sinn á embættinu. Jón Steinar er þekktur fyrir skýran málflutning og tæpitungulausar skoðanir jafnt á þjóðmálum sem lögfræði. Enginn frýr honum vits og lærdóms. Fræg er gagnrýni hans á dóma - ekki síst Hæstaréttar. Og allir vita að hann er einkavinur æðstu valdamanna landsins. En enginn spilamaður veit það betur en Jón Steinar Gunnlaugsson að ásar í hendi geta bæði verið tromp og hundar. Styrkleiki hans kann jafnframt að vera veikleiki hans. Hægt er að veita mönnum embætti í krafti valds, en sérhver maður með sjálfsvirðingu hlýtur að vilja að það sé hafið yfir efa að hann hafi verið valinn vegna hæfni sinnar frekar en tengsla. Ólíklegt verður að telja að Jón Steinar Gunnlaugsson yrði kosinn vinsælasti maður landsins ef hæstaréttardómarar væru einu kjósendurnir. Kunnugt er að óvægin gagnrýni hans á einstaka dóma og vinnubrögð réttarins hefur fengið misjafnar undirtektir meðal dómaranna. Sú spurning vaknar hvort þeir teljist hæfir umsagnaraðilar þegar hann á í hlut. Einnig hvort líklegt sé að hann mundi njóta sannmælis. Dæmi Jóns Steinars eitt og sér vekur upp spurningar um aðferðir við skipan hæstaréttardómara. Þegar við bætast þau álitaefni sem upp komu við síðustu skipun í dóminn virðist rökrétt að endurskoða leikreglurnar. Þetta er mál sem Alþingi á að láta til sín taka í í sumar.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar