Val á dómurum í Hæstarétt 22. júní 2004 00:01 Ekkert mælir því mót að Alþingi, sem kemur saman í byrjun næsta mánaðar, ræði og eftir atvikum afgreiði önnur mál en lög um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Í því sambandi hlýtur að koma sterklega til álita að sumarþingið reyni að finna leið til að eyða ósætti og tortryggni sem ríkir í þjóðfélaginu um skipan manna í embætti hæstaréttardómara. Ekki þarf að rifja upp það uppnám sem varð meðal lærðra og leikra þegar síðast var skipað í dómaraembætti við réttinn. Nú hefur Pétur Kr. Hafstein tilkynnt að hann hyggist láta af embætti og við blasir að skipa þarf nýjan dómara í haust. Líklegt er að þá komi upp áþekk álitamál og síðast; hver á að meta hæfni umsækjenda og hver á mælikvarðinn að vera? Í umræðunum um skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í dómaraembætti vakti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra máls á því að ef til vill væri ástæða til að breyta reglunum um það hvernig staðið er að skipun hæstaréttardómara. Í framhaldi af því hefur verið hreyft hugmyndum um að Alþingi verði að staðfesta skipun dómara í Hæstarétt og sérstakt lagaráð, frekar en rétturinn sjálfur, veiti umsögn um umsækjendur. Athygli hefur vakið að þótt Pétur Kr. Hafstein hafi enn ekki beðist formlega lausnar hefur einn kunnasti lögmaður landsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, látið í ljós áhuga sinn á embættinu. Jón Steinar er þekktur fyrir skýran málflutning og tæpitungulausar skoðanir jafnt á þjóðmálum sem lögfræði. Enginn frýr honum vits og lærdóms. Fræg er gagnrýni hans á dóma - ekki síst Hæstaréttar. Og allir vita að hann er einkavinur æðstu valdamanna landsins. En enginn spilamaður veit það betur en Jón Steinar Gunnlaugsson að ásar í hendi geta bæði verið tromp og hundar. Styrkleiki hans kann jafnframt að vera veikleiki hans. Hægt er að veita mönnum embætti í krafti valds, en sérhver maður með sjálfsvirðingu hlýtur að vilja að það sé hafið yfir efa að hann hafi verið valinn vegna hæfni sinnar frekar en tengsla. Ólíklegt verður að telja að Jón Steinar Gunnlaugsson yrði kosinn vinsælasti maður landsins ef hæstaréttardómarar væru einu kjósendurnir. Kunnugt er að óvægin gagnrýni hans á einstaka dóma og vinnubrögð réttarins hefur fengið misjafnar undirtektir meðal dómaranna. Sú spurning vaknar hvort þeir teljist hæfir umsagnaraðilar þegar hann á í hlut. Einnig hvort líklegt sé að hann mundi njóta sannmælis. Dæmi Jóns Steinars eitt og sér vekur upp spurningar um aðferðir við skipan hæstaréttardómara. Þegar við bætast þau álitaefni sem upp komu við síðustu skipun í dóminn virðist rökrétt að endurskoða leikreglurnar. Þetta er mál sem Alþingi á að láta til sín taka í í sumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Ekkert mælir því mót að Alþingi, sem kemur saman í byrjun næsta mánaðar, ræði og eftir atvikum afgreiði önnur mál en lög um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Í því sambandi hlýtur að koma sterklega til álita að sumarþingið reyni að finna leið til að eyða ósætti og tortryggni sem ríkir í þjóðfélaginu um skipan manna í embætti hæstaréttardómara. Ekki þarf að rifja upp það uppnám sem varð meðal lærðra og leikra þegar síðast var skipað í dómaraembætti við réttinn. Nú hefur Pétur Kr. Hafstein tilkynnt að hann hyggist láta af embætti og við blasir að skipa þarf nýjan dómara í haust. Líklegt er að þá komi upp áþekk álitamál og síðast; hver á að meta hæfni umsækjenda og hver á mælikvarðinn að vera? Í umræðunum um skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í dómaraembætti vakti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra máls á því að ef til vill væri ástæða til að breyta reglunum um það hvernig staðið er að skipun hæstaréttardómara. Í framhaldi af því hefur verið hreyft hugmyndum um að Alþingi verði að staðfesta skipun dómara í Hæstarétt og sérstakt lagaráð, frekar en rétturinn sjálfur, veiti umsögn um umsækjendur. Athygli hefur vakið að þótt Pétur Kr. Hafstein hafi enn ekki beðist formlega lausnar hefur einn kunnasti lögmaður landsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, látið í ljós áhuga sinn á embættinu. Jón Steinar er þekktur fyrir skýran málflutning og tæpitungulausar skoðanir jafnt á þjóðmálum sem lögfræði. Enginn frýr honum vits og lærdóms. Fræg er gagnrýni hans á dóma - ekki síst Hæstaréttar. Og allir vita að hann er einkavinur æðstu valdamanna landsins. En enginn spilamaður veit það betur en Jón Steinar Gunnlaugsson að ásar í hendi geta bæði verið tromp og hundar. Styrkleiki hans kann jafnframt að vera veikleiki hans. Hægt er að veita mönnum embætti í krafti valds, en sérhver maður með sjálfsvirðingu hlýtur að vilja að það sé hafið yfir efa að hann hafi verið valinn vegna hæfni sinnar frekar en tengsla. Ólíklegt verður að telja að Jón Steinar Gunnlaugsson yrði kosinn vinsælasti maður landsins ef hæstaréttardómarar væru einu kjósendurnir. Kunnugt er að óvægin gagnrýni hans á einstaka dóma og vinnubrögð réttarins hefur fengið misjafnar undirtektir meðal dómaranna. Sú spurning vaknar hvort þeir teljist hæfir umsagnaraðilar þegar hann á í hlut. Einnig hvort líklegt sé að hann mundi njóta sannmælis. Dæmi Jóns Steinars eitt og sér vekur upp spurningar um aðferðir við skipan hæstaréttardómara. Þegar við bætast þau álitaefni sem upp komu við síðustu skipun í dóminn virðist rökrétt að endurskoða leikreglurnar. Þetta er mál sem Alþingi á að láta til sín taka í í sumar.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar