Viðskipti

„Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana“

„Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana,“ segir Ragnar Matthíasson framkvæmdastjóri Poulsen og hlær. „Maður hefði alla vega nóg annað að gera ef maður myndi hætta að vinna. Ég er í hestunum, með sumarbústað og síðan erum við með fjölskylduhús á Spáni og því alveg hægt að segja í gríni að vinnan sé að trufla áhugamálin!“ segir Ragnar.

Atvinnulíf

ICA-Stig og sænska aug­­lýsinga­­sápu­óperan

Talsverð umræða skapaðist í sænsku samfélagi fyrr á árinu eftir að tilkynnt var að nýr leikari myndi taka við hlutverki verslunarmannsins Stig í auglýsingum matvörukeðjunnar ICA. Auglýsingar ICA eru í formi sápuóperu þar sem sagt er frá ástum og örlögum starfsfólks ótilgreindrar ICA-verslunar á sama tíma og greint er frá tilboðum á skjánum.

Viðskipti erlent

Er vel gift, elskar útivist og segir skapandi nálgun mikilvæga

Þessa dagana er Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvar, að setja sig inn í nýtt starf hjá OR. Í það starf var hún nýverið valin úr hópi rúmlega 170 umsækjenda til að byggja upp þjónustu og upplifun í Elliðarárdal. Birna segir morgunverkum fara fækkandi með hækkandi aldri barna en segist vel gift og því sjái eiginmaðurinn um yngsta soninn á meðan hún stundar helsta áhugamálið: Hreyfingu og útivist.

Atvinnulíf

Ella og Guð­mundur til Controlant

Ella Björnsdóttir og Guðmundur Óskarsson hafa verið ráðin til starfa hjá Controlant. Ella tekur við starfi forstöðumanns mannauðssviðs og Guðmundur sem leiðtogi á alþjóðaviðskiptasviði fyrirtækisins.

Viðskipti innlent

Flug­rútan hefur akstur á nýjan leik

Flugrútan, sem hefur ekki verið í rekstri frá miðjum janúarmánuði, mun hefja akstur á ný á morgun. Akstrinum var hætt í janúar vegna lítillar notkunar komufarþega en flugferðum til og frá landinu hefur fækkað mikið síðasta tæpa árið vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Viðskipti innlent

Mesti sam­dráttur í lands­fram­leiðslu á mann frá upp­hafi mælinga

Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi dregist saman um 5,1% að raungildi á fjórða ársfjórðungi 2020 samanborið við sama tímabil 2019. Yfir árið í heild er áætlað að landsframleiðsla hafi dregist saman um 6,6% að raungildi. Má það að miklu leyti rekja til áhrifa kórónuveirufaraldursins, einkum í útfluttri ferðaþjónustu sem dróst saman um 74,4% á árinu.

Viðskipti innlent

Aldrei verið auð­veldara að kaupa hús­næði

Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir að það hafi aldrei verið auðveldara að kaupa íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann hefur lengi fylgst með þróun fasteigna- og leigumarkaðsins hér á landi og segir að á síðustu tuttugu árum hafi alla jafna verið hagstæðara að kaupa en að leigja.

Viðskipti innlent

Úrskurður um upplýsingar KPMG um Samherja aftur í hérað

Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. desember á síðasta ári um að endurskoðunarfyrirtækinu KPMG bæri að afhenda héraðssaksóknara gögn í sinni vörslu um þjónustu við útgerðarfyrirtækið Samherja. KPMG átti aðild að málinu en Samherji hafði áður reynt að fá úrskurðinn felldan úr gildi.

Viðskipti innlent

Prentmet Oddi kaupir Ásprent Stíl

Prentmet Oddi hefur keypt rekstur Ásprents Stíls á Akureyri og hyggst endurvekja rekstur þess í samstarfi við KEA. Prentmet Oddi hyggst efla límmiðaprentun sem og stafræna prentun Ásprents Stíls og verður tækjakostur starfseminnar efldur í því samhengi að því er segir í fréttatilkynningu.

Viðskipti innlent

Bein út­sending: Bestu ís­lensku vöru­merkin 2020

Vörumerkjastofan brandr mun í dag útnefna bestu íslensku vörumerkin árið 2020 í beinu streymi sem hefst klukkan 16. Kynnir verðlaunanna er Þorsteinn Bachmann og mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, flytja stutt ávarp áður en sigurvegarar verða kynntir. 

Viðskipti innlent

Dregur úr verð­bólgu sem mælist nú 4,1 prósent

Ársverðbólga mælist 4,1 prósent nú í febrúar og er 0,2 prósentustigum lægri en í janúar þegar hún mældist 4,3 prósent. Verðbólga hafði verið á uppleið frá því í byrjun síðasta árs en í janúar í fyrra var tólf mánaða verðbólga 1,7 prósent. 

Viðskipti innlent

Hætta rekstri Qu­iznos á Ís­landi

Olís mun á næstu dögum hætta rekstri Quiznos sem hefur verið að finna á tólf þjónustustöðvum Olís víðs vegar um land. Olís hyggst þess í stað bjóða upp skyndibita undir merkjum eigin vörumerkis, ReDi Deli.

Viðskipti innlent

Efling styður rúmenska fé­lags­menn í áfrýjun til Lands­réttar

Efling - stéttarfélag ætlar að styðja fjóra rúmenska félagsmenn sína til að skjóta til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær í máli þeirra gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu, forsvarsmönnum starfsmannaleigunnar og matsölufyrirtækinu Eldum rétt. Fyrirtækin voru þar sýknuð eða málunum vísað frá dómi.

Viðskipti innlent

Konur sem berjast fyrir jafnrétti verða oft fyrir aðkasti

„Ég vona að lagasetningin sé innlegg í þá viðhorfbreytingu sem byggir á að konur geti tekið þátt í kynferðislegri háttsemi án þess að eiga á hætti að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki bara áfall og kostnaður fyrir einstaklinga sem fyrir slíku verða, heldur samfélagið og þannig atvinnulífið,” segir María Bjarnadóttir lögfræðingur, en hún skrifaði greiningagerðina fyrir íslensk stjórnvöld sem ný lög um stafrænt ofbeldi byggir á.

Atvinnulíf

Verulega dró úr tapi Sýnar milli ára

Tap fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar nam 405 milljónum króna árið 2020 samanborið við 1.748 milljóna króna tap árið áður. Tap milli ára dróst því saman um 76 prósent. Tekjur ársins 2020 hækkuðu jafnframt um 975 milljónir milli ára, eða um 4,9 prósent.

Viðskipti innlent

Kaup­máttur launa aldrei verið hærri þrátt fyrir aukna verð­bólgu

Laun hækkuðu að jafnaði um 3,7% á milli desember og janúar samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands og hefur vísitalan hækkað um 10,3% síðustu 12 mánuði. Er þetta mesta hækkun launavísitölunnar í einum mánuði síðan í júní 2011 og mesta árshækkun frá því í október 2016. Kaupmáttaraukningin á milli ára var 5,8% og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar.

Viðskipti innlent