Eiga rétt á fullri endurgreiðslu og bótum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. júní 2022 20:30 Bæturnar sem fólk á rétt á þegar flugi þeirra er aflýst fer eftir þeim vegalengdum sem átti að fljúga með það. vísir/vilhelm Tugir kvartana hafa borist Neytendasamtökunum síðustu daga eftir óvenjumikið af aflýsingum á flugferðum. Formaður samtakanna segir flugfélögin oft sleppa því að upplýsa fólk um fullan rétt sinn á skaðabótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á. Undanfarna daga hefur verið talsvert um aflýsingar á flugferðum hjá íslensku flugfélögunum. Tveimur flugferðum PLAY var aflýst með mjög skömmum fyrirvara í dag og öðru fyrir helgi. Neytendasamtökunum hafa borist margar kvartanir vegna þessa - einnig vegna frestana hjá Icelandair og Niceair í síðustu viku. „Og því miður er það þannig að flugfélög hafa ekki alveg sagt rétt til um allan rétt sem farþegar eiga við þessar aðstæður,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Ef flugi er aflýst á fólk nefnilega rétt á því að fá það endurgreitt eða að fá nýtt flugfar út, hvort heldur sem er með upprunalega flugfélaginu eða að það kaupi flug með öðru flugfélagi. Við þetta bætast svo bætur, að því gefnu að aflýsing flugferðarinnar skýrist ekki af óviðráðanlegum aðstæðum eins og náttúruhamförum, óveðri eða verkfalli þriðja aðila. „Ef flug er fellt niður með minna en 14 daga fyrirvara á fólk líka rétt á því að fá skaðabætur sem nema allt frá 250 evrum og upp í 600 evrur, eftir því hversu langt flugið er,“ segir Breki. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.vísir/vilhelm Fyrir allar flugferðir sem er aflýst innan EES-svæðisins og eru lengri en 1.500 kílómetrar á fólk til dæmis rétt á skaðabótum upp á 400 evrur. Það gera um 55 þúsund íslenskar krónur. Þetta á við um báðar ferðir PLAY sem aflýst var í dag. Oft má svo bæta við þetta gistingu, máltíðum og ýmsum kostnaði sem fólk þarf að taka á sig við þessar aðstæður. Rétturinn er misjafn eftir aðstæðum og vegalengdum en hér á vef Neytendasamtakanna má finna svokallaðan flugreikni þar sem farþegar geta slegið inn þær aðstæður sem þær lenda í, bæði þegar flugferð er seinkað og aflýst, og séð hver réttur þeirra er. Berki telur fólk almennt ekki meðvitað um þetta. „Nei því miður. Fólk sem leitar til okkar og það hafa verið í dag bara nokkrir tugir. Það virðist ekki vera meðvitað um þetta,“ segir Breki. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Play Icelandair Niceair Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið talsvert um aflýsingar á flugferðum hjá íslensku flugfélögunum. Tveimur flugferðum PLAY var aflýst með mjög skömmum fyrirvara í dag og öðru fyrir helgi. Neytendasamtökunum hafa borist margar kvartanir vegna þessa - einnig vegna frestana hjá Icelandair og Niceair í síðustu viku. „Og því miður er það þannig að flugfélög hafa ekki alveg sagt rétt til um allan rétt sem farþegar eiga við þessar aðstæður,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Ef flugi er aflýst á fólk nefnilega rétt á því að fá það endurgreitt eða að fá nýtt flugfar út, hvort heldur sem er með upprunalega flugfélaginu eða að það kaupi flug með öðru flugfélagi. Við þetta bætast svo bætur, að því gefnu að aflýsing flugferðarinnar skýrist ekki af óviðráðanlegum aðstæðum eins og náttúruhamförum, óveðri eða verkfalli þriðja aðila. „Ef flug er fellt niður með minna en 14 daga fyrirvara á fólk líka rétt á því að fá skaðabætur sem nema allt frá 250 evrum og upp í 600 evrur, eftir því hversu langt flugið er,“ segir Breki. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.vísir/vilhelm Fyrir allar flugferðir sem er aflýst innan EES-svæðisins og eru lengri en 1.500 kílómetrar á fólk til dæmis rétt á skaðabótum upp á 400 evrur. Það gera um 55 þúsund íslenskar krónur. Þetta á við um báðar ferðir PLAY sem aflýst var í dag. Oft má svo bæta við þetta gistingu, máltíðum og ýmsum kostnaði sem fólk þarf að taka á sig við þessar aðstæður. Rétturinn er misjafn eftir aðstæðum og vegalengdum en hér á vef Neytendasamtakanna má finna svokallaðan flugreikni þar sem farþegar geta slegið inn þær aðstæður sem þær lenda í, bæði þegar flugferð er seinkað og aflýst, og séð hver réttur þeirra er. Berki telur fólk almennt ekki meðvitað um þetta. „Nei því miður. Fólk sem leitar til okkar og það hafa verið í dag bara nokkrir tugir. Það virðist ekki vera meðvitað um þetta,“ segir Breki.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Play Icelandair Niceair Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira