Alexander Govor, rússneskur auðjöfur keypti um 850 veitingastaði McDonald's, ætlar að opna þá alla aftur fyrir haustið og segist vera með um 51 þúsund manns í vinnu.
Fyrirtækið heitir nú „Vkusno & tochka“ sem lauslega þýtt er „Bragðgott & hananú“.
Í fyrstu verða fimmtán veitingastaðir í og nærri Moskvu opnaðir. Oleg Paroev, fyrrverandi framkvæmdastjóri McDonald‘s í Rússlandi og núverandi framkvæmdastjóri Vkusno & tochka segir samkvæmt Reuters að um tvö hundruð staðir verði opnaðir fyrir lok mánaðarins.
Fréttaveitan hefur eftir Paroev að vonast sé til þess að viðskiptavinir fyrirtækisins verði ekki vanir við neinar breytingar. Hvorki á matnum né andrúmsloftinu en staðirnir verða áfram reknir með innanhúsmunum McDonald‘s.
Hér má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá Moskvu í morgun.
several dozen people turned up at the flagship (?) Moscow location for the grand opening today. the logo on the facade is: "The name has changed, the love hasn't" pic.twitter.com/8wQ9wziIMb
— Mike Eckel (@Mike_Eckel) June 12, 2022
Ahead of today's opening of Russia's rebranded McDonald's:
— Francis Scarr (@francis_scarr) June 12, 2022
"Dima, have you got a marker pen? Your job today is to cross out the M on all the sauces we've got left" pic.twitter.com/c6dPRGQIhB