Procter og Gamble kenna Amy Schumer um túrtappaskort Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. júní 2022 13:01 Amy Schumer gerir grín að yfirlýsingu Procter og Gamble Getty/Kevork Djansezian, Getty/Jane Barlow Upp er kominn skortur á túrtöppum í Bandaríkjunum, en skorturinn virðist hafa ágerst á síðustu mánuðum. Stór framleiðandi kennir leikkonunni og grínistanum Amy Schumer um vandann og konur neyðist til að versla túrtappa á okurverði. Ástæða skortsins kann að vera sú að efni sem eru gjarnan notuð í túrtappa, eins og bómull, hafa á síðustu tveimur árum verið nýtt í auknum mæli í framleiðslu á vörum eins og andlitsgrímum fremur öðru vegna heimsfaraldursins. Ein bandarísk kona segist hafa gripið til þess að leita að sinni vanalegu túrtappategund á vefverslun Amazon í janúar á þessu ári. Þar hafi kassi af átján Tampax túrtöppum kostað 114 dollara en þessu segir Time frá í ítarlegri umfjöllun um málið. Skorturinn á þó ekki einungis við Tampax heldur einnig merki eins og Playtex og O.B. Vinir og vandamenn grípi með sér kassa af túrtöppum Viðmælandi USA Today lýsir þeim örþrifaráðum sem hún hefur þurft að grípa til en eftir að hafa farið ófáar fýluferðir í leit að réttum túrtöppum brá hún á það ráð að segja frá raunum sínum á Facebook. Með aðstoð vina og vandamanna hefur konunni tekist að útvega sér nokkra kassa af túrtöppunum þar sem vinirnir grípi kassa með sér þegar þeir sjáist í búðum. Þegar Procter og Gamble, framleiðendur túrtappa eins og Tampax eru spurðir út í skortinn kenna þeir auglýsingaherferð með leikkonunni og grínistanum Amy Schumer um vandann. Framleiðandinn segir mikla aukningu hafa orðið á sölu á túrtöppum Tampax frá því að fyrrnefnd auglýsingaherferð fór í loftið árið 2020. Schumer gerði sjálf grín að yfirlýsingu fyrirtækisins á Instagram síðu sinni nú á dögunum. View this post on Instagram A post shared by @amyschumer Vegna þess að túrtappar eru nauðsynjavara reynist konum erfitt að hinkra eftir því að framleiðendur nái upp þeim framleiðsluhraða sem þörf er á, en á meðan seljast vörurnar ítrekað upp. Þar sem vörurnar seljast upp er hvati til verðlækkana lítill og samkvæmt Time hefur framleiðandinn Procter og Gamble nú hækkað verð á tíðavörum sínum tvö ár í röð og jókst salan á þeim varningi um 10 prósent á síðastliðnum ársfjórðungi. Bandaríkin Neytendur Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Fleiri fréttir Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Breyttur opnunartími hjá Sorpu Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Messenger-forritið heyrir sögunni til Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Ástæða skortsins kann að vera sú að efni sem eru gjarnan notuð í túrtappa, eins og bómull, hafa á síðustu tveimur árum verið nýtt í auknum mæli í framleiðslu á vörum eins og andlitsgrímum fremur öðru vegna heimsfaraldursins. Ein bandarísk kona segist hafa gripið til þess að leita að sinni vanalegu túrtappategund á vefverslun Amazon í janúar á þessu ári. Þar hafi kassi af átján Tampax túrtöppum kostað 114 dollara en þessu segir Time frá í ítarlegri umfjöllun um málið. Skorturinn á þó ekki einungis við Tampax heldur einnig merki eins og Playtex og O.B. Vinir og vandamenn grípi með sér kassa af túrtöppum Viðmælandi USA Today lýsir þeim örþrifaráðum sem hún hefur þurft að grípa til en eftir að hafa farið ófáar fýluferðir í leit að réttum túrtöppum brá hún á það ráð að segja frá raunum sínum á Facebook. Með aðstoð vina og vandamanna hefur konunni tekist að útvega sér nokkra kassa af túrtöppunum þar sem vinirnir grípi kassa með sér þegar þeir sjáist í búðum. Þegar Procter og Gamble, framleiðendur túrtappa eins og Tampax eru spurðir út í skortinn kenna þeir auglýsingaherferð með leikkonunni og grínistanum Amy Schumer um vandann. Framleiðandinn segir mikla aukningu hafa orðið á sölu á túrtöppum Tampax frá því að fyrrnefnd auglýsingaherferð fór í loftið árið 2020. Schumer gerði sjálf grín að yfirlýsingu fyrirtækisins á Instagram síðu sinni nú á dögunum. View this post on Instagram A post shared by @amyschumer Vegna þess að túrtappar eru nauðsynjavara reynist konum erfitt að hinkra eftir því að framleiðendur nái upp þeim framleiðsluhraða sem þörf er á, en á meðan seljast vörurnar ítrekað upp. Þar sem vörurnar seljast upp er hvati til verðlækkana lítill og samkvæmt Time hefur framleiðandinn Procter og Gamble nú hækkað verð á tíðavörum sínum tvö ár í röð og jókst salan á þeim varningi um 10 prósent á síðastliðnum ársfjórðungi.
Bandaríkin Neytendur Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Fleiri fréttir Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Breyttur opnunartími hjá Sorpu Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Messenger-forritið heyrir sögunni til Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira