Starfsmaður Búllunnar fékk skellinn í kjötmálinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2022 13:32 Hamborgarar á grillinu hjá Búllunni. Starfsmaður Búllunnar sem ákærður var fyrir tollalagabrot með því að veita rangar upplýsingar um innflutt kjöt þarf að greiða um fjörutíu milljónir í sekt vegna málsins. Sektin fellur þó niður haldi viðkomandi skilorð næstu tvö árin, meðal annars vegna þess að starfsmaðurinn var sú eina sem var látin svara til ábyrgðar fyrir málið, án þess þó að hafa haft af því nokkurn ávinning. Vísir greindi frá því árið 2020 að kjötpantanir Hamborgarabúllu Tómasar væru orðnar að dómsmáli. Þar var starfsmanninum gert að sök að hafa framið tollalagabrot með því að gefa villandi upplýsingar um innflutta frosna nautaparta. Notast var við tollanúmer fyrir innflutt kjöt með beini, en kjötið sem flutt var inn var beinlaust. Búllan og rekstarfélag þess voru ákærð fyrir peningaþvætti, með því að hafa nýtt sér ávinning af tollalagabrotum starfsmannsins. Héraðsdómur sýknaði Búlluna, rekstarfélagið og starfsmanninn í lok mars á síðasta ári. Ákæruvaldið féll frá áfrýjun á hendur Búllunni og rekstrarfélaginu Ákæruvaldið áfrýjaði dómi héraðsdóms en féll síðar frá áfrýjun á hendur Búllunni og rekstarfélaginu, þannig að starfsmaðurinn sat einn eftir. Dæmt var í málinu í Landsrétti í gær þar sem dómi héraðsdóms í máli starfsmannsins var snúið við. Var starfsmaðurinn sakfelldur fyrir brot gegn tollalögum með því að hafa komið því til leiðar að tollmiðlari tilgreindi kjötið sem kjöt með beini, þegar það var í raun beinlaust. Í dómi Landsréttar kom fram að starfsmaðurinn hafi viðurkennt að hafa gert mistök en að hún hafi gert ráð fyrir því að tollmiðlarar myndi leiðrétta hana ef hún væri að þetta með röngum hætti, líkt og það er orðað í dómi Landsréttar. Sá eini sem var látinn svara fyrir málið Taldi Landsréttur sannað að starfsmaðurinn hafi gert sér grein fyrir að þær upplýsingar sem hún gaf vegna innflutningsins hafi verið rangar. Landsréttur dæmdi í málinu í gær, föstudag.Vísir/Vilhelm Var starfsmaðurinn því dæmdur til að greiða 39,1 milljón vegna málsins, tvöfalda þá upphæð sem reyndist vera mismunurinn á aðflutningsgjöldum beinlausa kjötsins og kjötsins með beini. Í dómi Landsréttar er þó litið til þess að starfsmaðurinn hafi ekki áður sætt refsingar. Þá var einnig sérstaklega litið til þess að óumdeilt væri að viðkomandi hafi engan ávinning haft af brotunum, en sé ein látin svara til refsiábyrgðar vegna þeirra. Þá er einnig tiltekið að rannsókn málsins og meðferð þess hafi tekið nokkurn tíma, eða um fjögur ár frá því að síðasta brotið var framið. Ákvað Landsréttur því að fresta fullnustu sektarrefsingarinnar til tveggja ára, haldi starfsmaðurinn almennt skilorð. Rjúfi viðkomandi skilorð skal hann sæta fangelsi í tólf mánuði í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá þarf starfsmaðurinn að greiða sakarkostnað málsins, alls 2,6 milljónir króna. Neytendur Skattar og tollar Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Starfsmaður Búllunnar er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar nemur tæpum tuttugu milljónum króna. 6. október 2020 08:31 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Vísir greindi frá því árið 2020 að kjötpantanir Hamborgarabúllu Tómasar væru orðnar að dómsmáli. Þar var starfsmanninum gert að sök að hafa framið tollalagabrot með því að gefa villandi upplýsingar um innflutta frosna nautaparta. Notast var við tollanúmer fyrir innflutt kjöt með beini, en kjötið sem flutt var inn var beinlaust. Búllan og rekstarfélag þess voru ákærð fyrir peningaþvætti, með því að hafa nýtt sér ávinning af tollalagabrotum starfsmannsins. Héraðsdómur sýknaði Búlluna, rekstarfélagið og starfsmanninn í lok mars á síðasta ári. Ákæruvaldið féll frá áfrýjun á hendur Búllunni og rekstrarfélaginu Ákæruvaldið áfrýjaði dómi héraðsdóms en féll síðar frá áfrýjun á hendur Búllunni og rekstarfélaginu, þannig að starfsmaðurinn sat einn eftir. Dæmt var í málinu í Landsrétti í gær þar sem dómi héraðsdóms í máli starfsmannsins var snúið við. Var starfsmaðurinn sakfelldur fyrir brot gegn tollalögum með því að hafa komið því til leiðar að tollmiðlari tilgreindi kjötið sem kjöt með beini, þegar það var í raun beinlaust. Í dómi Landsréttar kom fram að starfsmaðurinn hafi viðurkennt að hafa gert mistök en að hún hafi gert ráð fyrir því að tollmiðlarar myndi leiðrétta hana ef hún væri að þetta með röngum hætti, líkt og það er orðað í dómi Landsréttar. Sá eini sem var látinn svara fyrir málið Taldi Landsréttur sannað að starfsmaðurinn hafi gert sér grein fyrir að þær upplýsingar sem hún gaf vegna innflutningsins hafi verið rangar. Landsréttur dæmdi í málinu í gær, föstudag.Vísir/Vilhelm Var starfsmaðurinn því dæmdur til að greiða 39,1 milljón vegna málsins, tvöfalda þá upphæð sem reyndist vera mismunurinn á aðflutningsgjöldum beinlausa kjötsins og kjötsins með beini. Í dómi Landsréttar er þó litið til þess að starfsmaðurinn hafi ekki áður sætt refsingar. Þá var einnig sérstaklega litið til þess að óumdeilt væri að viðkomandi hafi engan ávinning haft af brotunum, en sé ein látin svara til refsiábyrgðar vegna þeirra. Þá er einnig tiltekið að rannsókn málsins og meðferð þess hafi tekið nokkurn tíma, eða um fjögur ár frá því að síðasta brotið var framið. Ákvað Landsréttur því að fresta fullnustu sektarrefsingarinnar til tveggja ára, haldi starfsmaðurinn almennt skilorð. Rjúfi viðkomandi skilorð skal hann sæta fangelsi í tólf mánuði í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá þarf starfsmaðurinn að greiða sakarkostnað málsins, alls 2,6 milljónir króna.
Neytendur Skattar og tollar Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Starfsmaður Búllunnar er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar nemur tæpum tuttugu milljónum króna. 6. október 2020 08:31 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Starfsmaður Búllunnar er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar nemur tæpum tuttugu milljónum króna. 6. október 2020 08:31