Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Öll fyrirtæki á landinu geta nú í fyrsa sinn sótt um Forvarnaverðlaun VÍS, óháð því hvar þau eru tryggð. Samstarf 24.10.2025 12:28
Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. Neytendur 24.10.2025 12:02
Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Alls sátu þrjú kvár í stjórn fyrirtækja árið 2024 og um 97 kvár voru á vinnumarkaði það ár samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Viðskipti innlent 24.10.2025 11:26
Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Kristján Georg Jósteinsson, sem hlaut árið 2019 þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir innherjasvik hjá Icelandair, hefur verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot. Hann er sakaður um að hafa ekki talið fram úttektir úr einkahlutafélögum, sem hann nýtti meðal annars við framkvæmd innherjasvikanna og rekstur kampavínsklúbbanna VIP club og Shooters í Austurstræti. Viðskipti innlent 23.10.2025 14:50
Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Prófessor emeritus í hagrannsóknum líkir nýlegum hæstaréttardómi í vaxtamálinu sem Neytendasamtökin hafa fagnað við pyrrosarsigur sem hvorki neytendur né samfélagið þurfi fleiri af. Það séu þeir sem sitji á endanum uppi með kostnaðinn af þeim breytingum sem dómurinn kalli á. Viðskipti innlent 23.10.2025 13:40
Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Samstöðin ehf., sem rekur fjölmiðil undir sama heiti, tapaði fimmtíu milljónum króna í fyrra, samanborið við 24 milljóna króna tap árið áður. Samstöðin hlaut fjölmiðlastyrk í fyrra en ekki árið áður. Viðskipti innlent 23.10.2025 13:40
Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Íslenska máltæknifyrirtækið Bara kynnti í vikunni norska útgáfu lausnarinnar undir heitinu Bare si det. Opnunarviðburðurinn fór fram í Noregi á mánudaginn í tengslum við Oslo Innovation Week og var haldinn í sendiherrabústað Íslands í Osló. Viðskipti innlent 23.10.2025 12:50
Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Svissnesk eftirlitsstofnun með veðmálastarfsemi hefur lagt fram kæru á hendur Alþjóðaknattspyrnusambandinu vegna viðskipta þess með sýndareignir í tengslum við miðasölu fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári. Salan sé í reynd ólögleg veðmálastarfsemi. Viðskipti erlent 23.10.2025 11:10
Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Það getur tekið einstaklinga á leigumarkaði ellefu ár að safna fyrir útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu og átján ár fyrir einstæða foreldra. Þetta segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir einnig að fyrir barnlaust par tæki það tæp tvö ár. Viðskipti innlent 23.10.2025 09:57
Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Þrír fyrrverandi stjórnendur Kaupþings í Lúxemborg samþykktu á dögunum að ljúka máli sem höfðað var gegn þeim þar í landi með því að fallast á að greiða 75 þúsund evrur í sekt, eða sem nemur rúmlega tíu og hálfri milljón íslenskra króna. Viðskipti erlent 23.10.2025 07:50
Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Undanfarið hefur Atvinnulífið fjallað um áföll í vinnu. Til dæmis krabbamein á vinnustöðum eða óvæntar uppsagnir. Atvinnulíf 23.10.2025 07:00
Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Um 58 prósent fasteignasala telja fasteignamarkaðinn nú kaupendamarkað og 22 prósent telja markaðinn „mikinn kaupendamarkað“. Viðskipti innlent 23.10.2025 06:39
Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Björn Berg fjármálaráðgjafi segir verðlag hafa hækkað töluvert undanfarið og ólíklegt sé að þær hækkanir gangi til baka þótt verðbólga hafi hjaðnað. Hjaðnandi verðbólga þýði aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður. Verðbólgan sé nú komin í fjögur prósent og fólki líði mögulega þá eins og verðlag eigi að batna en það þýði í raun aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður. Neytendur 22.10.2025 23:02
Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald TM mun endurgreiða viðskiptavinum sínum einn mánuð í iðgjald sjúkdómatrygginga fari þeir í brjóstaskimun. Um er að ræða nýtt átak sem unnið er í samstarfi við Krabbameinsfélagið í þeim tilgangi að hvetja konur til að fara í skimun. 61 prósent kvenna á Íslandi mætti í brjóstaskimun í fyrra. Neytendur 22.10.2025 20:28
Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Hagnaður Icelandair eftir skatta nam sjö milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 8,5 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Félagið áætlar að afkoma fyrir vaxtagreiðslur og skatta árið 2025 verði neikvæð um 1,2 til 2,4 milljarða króna. Viðskipti innlent 22.10.2025 16:14
ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar ÍMARK stendur fyrir viðburði þriðjudaginn 30. október í Grósku undir yfirskriftinni „Spáum í trend“. Þar verður sjónum beint að helstu straumum og þróun í markaðsmálum samtímans og hvernig samfélagsmiðlar, gervigreind og menning móta starfsumhverfi markaðsfólks í dag. Samstarf 22.10.2025 14:08
Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Daglegi díseltrukkurinn minn er ekki beinlínis umhverfisvænn. Plássfrekur í stæði og ólipur innanbæjar en góður langferðabíll. Í hvert sinn sem dísel lítrarnir gusast inn á tankinn fæ ég hinsvegar umhversissóðasamviskubit. Ég veit að rafmagnið er framtíðin en það er bara þetta með drægnikvíðann. Þá sá ég að verið var að frumsýna Renault Rafale E-Tech hybrid SUV. Gæti hann verið eitthvað fyrir mig? Samstarf 22.10.2025 13:02
Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Formaður Verkalýðsfélags Akraness skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Norðuráls eftir að upp kom bilun í búnaði. Tveir þriðju framleiðslunnar liggja niðri en óljóst er hve langan tíma mun taka að laga búnaðinn. Viðskipti innlent 22.10.2025 12:00
Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, sem veldur því að framleiðsla dregst saman um tvo þriðju, mun hafa áhrif á rekstur Eimskips, enda er Norðurál einn stærsti viðskiptavinur skipafélagsins. Gengi hlutabréfa félagsins hefur lækkað hressilega frá opnun markaða í dag. Viðskipti innlent 22.10.2025 11:26
Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Hundruðum krafna hefur verið lýst í þrotabú flugfélagsins Play sem varð gjaldþrota í lok september. Launakröfur starfsfólks liggja enn ekki fyrir. Skiptastjóri telur líklegt að þrotabúið sæki með riftun óeðlilegar greiðslur félagsins skömmu fyrir gjaldþrot. Viðskipti innlent 22.10.2025 11:22
Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Metta sport seldi íþróttafatnað fyrir 634 milljónir króna og hagnaðist um 182 milljónir í fyrra. Félagið er í 80 prósenta eigu Péturs Kiernan og 20 prósenta eigu Samúels Ásberg O'Neill, sem báðir eru á þrítugsaldri. Viðskipti innlent 22.10.2025 10:50
Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Eignarhaldsfélagið Aztiq hefur lokið við sölu á lyfjafyrirtækinu Adalvo til alþjóðlega fjárfestingarfélagsins EQT. Á sama tíma lætur framkvæmdastjóri Alvotech af störfum og færir sig yfir til Adalvo. Stærsti eigandi Alvotech er Aztiq. Viðskipti innlent 22.10.2025 10:18
Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Hanna María Hermannsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður innkaupa- og vörustýringar hjá ELKO. Viðskipti innlent 22.10.2025 08:57
Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þótt vitað sé að ákveðinn hópur fólks stundi að misnota veikindaréttinn sinn í vinnunni, sýna rannsóknir það víða um heim að meirihluti fólks á það til að mæta í vinnuna, þótt það sé veikt. Atvinnulíf 22.10.2025 07:01