Fréttamynd

Bæði von­brigði og léttir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Deila um þvotta­hús stöðvar ekki Hreint í bili

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur frestað réttaráhrifum ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness um að stöðva þvottahússhluta ræstingafyrirtækisins Hreint ehf. í Kópavogi. Fyrirtækið má því áfram starfa um sinn án þess að hafa sótt um starfsleyfi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í­huga hærri tolla á alla

Innan veggja Hvíta hússins á sér stað mikil umræða um það hvurslags tolla setja á innflutning til Bandaríkjanna á miðvikudaginn. Mikið hefur verið deilt um það hvort beita eigi önnur ríki mismunandi tollum, eins og Trump hefur á köflum talað um, eða setja á almenna tolla, eins og Trump talaði um kosningabaráttunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ræðst í byggingu átta húsa í Hvamms­vík

Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi sjóbaðanna í Hvammsvík í Hvalfirði, hefur látið ráðast í smíði átta ný húsa við Hvammsvík sem hugsuð eru sem gistiaðstaða fyrir ferðamenn. Húsin bætast við þau fjögur gistihús sem fyrir eru á svæðinu en nýju húsin verða nokkuð smærri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir lagið Blindsker alltaf koma sér í ákveðinn gír. Enda búinn að syngja með laginu frá því að hann var unglingur. Bogi átti mjög svo stuttan feril sem hljómsveitargaur og viðurkennir að hann væri alveg til í að vera betri söngvari.

Atvinnulíf
Fréttamynd

BYKO opnar nýja og glæsi­lega timbur­verslun

Í gær, fimmtudaginn 27. mars, opnaði BYKO glæsilega og endurbætta timburverslun að Skemmuvegi 2a í Kópavogi. Af því tilefni var haldið veglegt opnunarteiti þar sem viðskiptavinum, hönnuðum, starfsfólki og velunnurum var boðið í heimsókn til að skoða nýju verslunina, nýja festingardeild, tvo nýja sýningarsali og um leið nýju skrifstofur fyrirtækisins.

Samstarf
Fréttamynd

„Þetta er af­nota­gjald“

Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eig­enda­skipti hjá Fótbolta.net

Hópur knattspyrnuáhugamanna leiddur af Mate Dalmay hefur gengið frá kaupum á félaginu Fótbolti ehf., sem á og rekur hina vinsælu vefsíðu Fótbolti.net. Kaupverðið er trúnaðarmál. Hafliði Breiðfjörð skilur við vefinn sem hann stofnaði fyrir 23 árum. Hann segist ekki verða ríkur af sölunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Feðgarnir nú aftur einu hlut­hafarnir í Eyri Invest

Á aðalfundi Eyri Invest hf. í gær samþykktu allir hluthafar félagsins tillögu stjórnar um lækkun hlutafjár með greiðslu til hluthafa. Endurgjald lækkunarinnar er í formi hlutabréfa í JBT Marel Corporation og Fræ Capital hf. Feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson, stofnendur félagsins, eru nú einu hluthafar félagsins með jafnan eignarhlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eyjólfur Árni hættir hjá SA

Eyjólfur Árni Rafnsson verður ekki í framboði til formanns á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins sem fram fer 15. maí næstkomandi. Eyjólfur Árni hefur verið formaður Samtaka atvinnulífsins frá vorinu 2017.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný íbúða­byggð með betri loft­gæðum

Um þessar mundir er verið að reisa 436 íbúða byggð á Orkureitnum við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Þar verða kynntar til sögunnar nýjar lausnir í loftræstingu íbúða sem tryggja betra loft innandyra en áður hefur þekkst. Hver íbúð stýrir sínu eigin loftstreymi sem tryggir jákvæða orku alla daga og hefur um leið þau áhrif að verulega er dregið úr hljóðmengun í íbúðum því ekki þarf að opna glugga til að fá frískt loft.

Samstarf
Fréttamynd

Verð­bólga heldur á­fram að hjaðna

Verðbólga mælist nú 3,8 prósent og hefur ekki verið minni frá því í desember árið 2020 þegar hún mældist 3,6 prósent. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,37 prósent á milli mánaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni.

Viðskipti innlent