Viðskipti erlent

Royal Greenland kaupir verksmiðju af Icelandic Seafood
Grænlenski útgerðar og fiskvinnslurisinn Royal Greenland (RG) hefur fest kaup á kavíarverksmiðjunni Westfalia-Strentz Gmbh í Cuxhaven af Icelandic Seafood. RG hefur séð verksmiðjunni fyrir grásleppuhrognum í fjölda ára en mun nú sjálft annast allan ferilinn frá veiðum til vinnslu og sölu kavíars að því er segir á vefsíðu RG.

Danir borga milljarða fyrir lélega fjárfestingaráðgjöf
Ný rannsókn á vegum danska fjármálaeftirlitsins sýnir að almenningur í Danmörku borgar allt að 1,3 miljarða danskra kr., eða tæplega 30 milljarða kr., á hverju ári fyrir lélega ráðgjöf um fjárfestingar í bönkum landsins.

Vangaveltur um að Pfizer losi Deutsche Bank við Actavis
Financial Times greinir frá því að bandaríski lyfjarisinn Pfizer gæti losað Deutsche Bank við höfuðverkinn Actavis. Þetta virðist upplagður samingur, Pfizer þarf að eignast samheitalyfjafyrirtæki og Deutsche Bank þarf að losna við um 4 milljarða evra sem bankinn lánaði Actavis þegar Björgólfur Thor Björgólfsson keypti félagið 2007.

Tölvuþrjótur græddi tugi milljóna á hlutabréfum
Rússneski tölvuþrjóturinn Valery Maltsev græddi um 30 milljónir kr. með því að „hakka“ sig inn í hlutabréfaviðskiptakerfið hjá Scotttrade og breyta þar kaupverðum á hlutabréfum. Scotttrade er stærsta vefsíða heimsins þar sem boðið er upp á hlutabréfaviðskipti.

Samdráttur í fiskútflutningi kemur við kaunin í Grimsby
Töluverður samdráttur í útflutningi íslenskra útgerða á ferskum fiski til Bretlands frá áramótum kemur nú við kaunin á fiskvinnslum í Grimsby. Blaðið Grimsby Telegraph greinir frá þessu og þar segir að höfuðorsökin liggi í 5% gjaldi á þennan útflutning sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra boðaði fyrr í vetur.

Flýja Bretland vegna skattahækkana
Tveir stærstu vínframleiðendur í heimi ætla að flytja starfsemi sína frá Bretlandi vegna mikilla skattahækkanna þar í landi.

Læknir með Asperger einn sárafárra sem sá bankahrunið fyrir
Bandarískur læknir með einhverfu var einn sárafárra einstaklinga sem sá bankahrunið fyrir. Hann veðjaði gegn Wall Street og græddi nánast óskiljanlega háar upphæðir fyrir vikið. Hinn umdeildi Íslandsvinur Michael Lewis komst að þessu en hann segir að kapítalistarnir hafi næstum tortímt markaðshagkerfinu með eigin heimsku.

Þúsundir fastir vegna verkfalls hjá BA
Þúsundir farþega komast ekki leiðar sinnar vegna þriggja daga verkfalls flugliða hjá British Airways sem hófst á miðnætti.

Fasteignaverð í Danmörku hækkar ekki fyrr en eftir 10 ár
Húsnæðisverð í Danmörku mun ekki hækka næstu 10 ár, eftir því sem fram kemur í danska viðskiptablaðinu Børsen.

Trichet styður hertari reglur um skuldatryggingamarkaðinn
Jean- Claude Trichet seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB) segir að hann styðji það að settar verði hertari reglur um skuldatryggingamarkaðinn. Trichet segir mikilvægt að þessi markaður sé ekki misnotaður til spákaupmennsku.

Klámmyndasýningar þurfa að bera fullan vsk í Belgíu
Evrópudómstóllinn hefur fellt dóm í máli klámbíóeigenda í Ghent í Belgíu gegn belgískum stjórnvöldum. Samkvæmt dóminum eiga sýningar á myndum hans að bera fullan virðisaukaskatt (vsk) eins og aðrar vörur.

Evran aftur að lækka gangvart dollaranum
Evran hefur á síðustu þremur dögum lækkað um 1,5% gagnvart Bandaríkjadollar en öll hækkun á þessum gjaldmiðlakrossi sem átt hefur sér stað frá síðustu mánaðarmótum er nú úr sögunni.

Árið í fyrra var hryllingur fyrir danskt atvinnulíf
Velta danskra fyrirtækja dróst saman um rúmlega 14% á síðasta ári sem samsvarar 482 milljörðum danskra kr. eða um 11.000 milljörðum kr. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Danmerkur.

Forráðamenn í Grimsby hafa áhyggjur af Icesavedeilunni
Forráðamenn í Grimsby hafa áhyggjur af Icesavedeilunni milli Íslands og Bretlands og Hollands. Vilja þeir helst ljúka málinu sem allra fyrst og komu þeim skilaboðum áleiðis til Irranca-Davies sjávarútvegsráðherra Bretlands þegar hann heimsótti Grimsby í vikunni.

Stjórnvöld vöruð við Lehman Brothers löngu fyrir fallið
Bandarísk stjórnvöld, það er fjármálaeftirlit landsins (SEC) og seðlabanki New York ríkis voru vöruð við að eitthvað óhreint væri í pokahorninu hjá Lehman Brothers í mars árið 2008. Skilaboðin komu því sex mánuðum áður en Lehman Brothers varð gjaldþrota.

Telegraph fjallar um nýjar verslanir Jóns Ásgeirs
Breska blaðið Telegraph fjallar í dag um áform Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um að opna nýjar lágvöruverslanir í London undir nafninu Best Price. Sjálfur hefur Jón Ásgeir neitað því að þetta standi til.

Actavis gæti reynt að kaupa Stada Arzneimittel
Töluverðar vangaveltur eru komnar upp í Þýskalandi um að Actavis og bandaríski lyfjarisinn Pfizer leggi fram tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Stada Arzneimittel. Eins og kunnugt er af fréttum í gær töpuðu Actavis og Pfizer baráttunni um Ratiopharm til Teva.

Teva bauð töluvert meir en Actavis í Ratiopharm
Stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins, Teva frá Ísrael, bauð talsvert hærra verð en Actavis fyrir þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Samkvæmt frétt á Bloomberg mun Teva verða tilkynnt sem hinn nýji eigandi Ratiopharm á blaðamannafundi eftir hádegið.

Kaupþing reynir að selja verðmæta eign í London
Skilanefnd Kaupþings er nú að reyna að selja verðmæta eign í miðbæ London og hefur Berkeley Group sýnt kaupunum áhuga en finnst verðmiðinn á eigninni alltof hár.

Actavis fær ekki að kaupa Ratiopharm
Reuters hefur það eftir heimildarmönnum að Actavis komi ekki lengur til greina sem kaupandi að þýska samheitalyfjafyrirtækinu Ratiopharm.

Fjárfestagoðsögn: Evran deyr og tvær bólur bresta
Fjárfestagoðsögnin Jim Rogers er ekki að skafa af hlutunum í sýn sinni á framtíðina. Rogers segir að evran verði dauð sem gjaldmiðil innan 15 til 20 ára, pundið muni hrapa á dramatískan hátt og bandarísk ríkisskuldabréf og kínverski fasteignamarkaðurinn verði tvær næstu bólur sem bresta.

Actavis leggur fram lokatilboð í Ratiopharm
Actavis og Teva hafa verið beðin um að leggja fram lokatilboð sín í þýska samheitafyrirtækið Ratiopharm á morgun, fimmtudag, að því er heimildir Reuters herma. Hinsvegar mun bandaríski lyfjarisinn Pfizer leggja fram sitt lokatilboð í dag.

Hrakfallasagan heldur áfram - Honda innkallar 410 þúsund bíla
Hrakfallasaga japanskra bílaframleiðenda heldur áfram því Honda hefur innkallað meira en 410 þúsund bifreiðar í Bandaríkjunum vegna galla í bremsum.

Dánarbú Michael Jackson gerir risasamning við Sony
Dánarbú poppkóngsins Michael Jackson hefur fallist á stærsta útgáfusamning sögunnar við Sony Music. Verðmæti samningsins er talið nema ríflega 200 milljónum dollara eða um 25 milljarða kr.

Facebook kostar danska vinnuveitendur 250 milljarða
Danir nota hina vinsælu vefsíðu Facebook það mikið í vinnu sinni að það kostar danska vinnuveitendur 11 milljarða danskra kr. eða um 250 milljarða kr. á hverju ári í glötuðum vinnustundum.

Nýr tískurisi: Calvin Klein kaupir Tommy Hilfiger
Tískurisinn Calvin Klein er orðinn að stærsta fatafyrirtæki veraldar eftir að eigandi þess, Philip-Van Heusen keypti Tommy Hilfiger fatafyrirtækið. Salan var tilkynnt í dag en Van Heusen greiddi 2,2 milljarða evra fyrir meirihluta í fatafyrirtækinu.

Lögmenn hagnast um 80 milljarða á Lehman Brothers
Tiltektin eftir fall Lehman Brothers í Bandaríkjunum hefur gefið lögmönnum 642 milljónir dollara eða um 80 milljarða kr. í aðra hönd. Alls hafa 28 lögmannstofur skrifað feita reikninga fyrir aðkomu sín að þrotabúinu frá haustinu 2008 að því er segir í frétt á CNN Money um málið.

Stöðutakan gegn pundinu orðin margföld á við Soros
Stöðutaka hjá fjárfestum gegn pundinu er nú orðin áttföld á við stöðutökuna sem ofurfjárfestirinn George Soros tók árið 1992 þegar hann snýtti Englandsbanka um einn milljarð punda með því að veðja á veikingu pundsins.

Endurskipulagningu lokið hjá French Connection
Endurskipulagningu tískuverslunarkeðjunnar French Connection er ný lokið en keðjan hefur selt vörumerkið Nicole Farhi og lokað flest öllum verslunum sínum í Bandaríkjunum.

Century Aluminium fær meðbyr til að endurræsa álver
Frumvarp sem samþykkt var á þingi Vestur Virginíu í Bandaríkjunum gefur stjórn Century Aluminium, móðurfélagi Norðuráls, von um að geta endurræst álver sitt í ríkinu en því var lokað í febrúar í fyrra.