Arnold Schwarzenegger, fylkisstjóri í Kaliforníu, boðar stórfelldan niðurskurð við gerð fjárlaga fylkisins.
Kalíforníubúar þurfa að takast á við 19 milljarða dala fjárlagahalla. Upphæðin nemur 2500 milljörðum íslenskra króna. Schwarzenegger segir að fylkið geti ekki gripið til neinna nnarra úrræða en að draga úr útgjöldum sem ætluð eru til að hjálpa meira en milljón manns sem glíma við fátækt. Hann og félagar hans úr Repúblikanaflokknum í Kaliforníu harðneita að hækka skatta.
Demokratar í fylkinu segjast hins vegar ekki munu styðja fjárlög þar sem atvinnulífinu er hlíft á kostnað velferðamála.
Schwarzenegger boðar niðurskurð
