Í frétt um uppgjörið á business.dk segir að velta Carlsberg á ársfjórðungnum hafi numið 11 milljörðum danskra kr. sem er um 7% lakari velta en á sama tímabili í fyrra. Það er einkum samdráttur í sölunni á Rússlandsmarkaðinum sem veldur því að veltan minnkaði.
Það sem olli mestu af hagnaðinum voru breyttar uppgjörsaðferðir við kaup á fyrirtækjum sem bættu stöðu brugghússins um 390 milljónir danskra kr. Þrátt fyrir þetta er hagnaðurinn af rekstrinum töluvert umfram væntingar.