Fjallað er um málið á börsen.dk þar sem segir að hrun Grikklands hafi verið blásið af með aðgerðum fjármálaráðherra og framkvæmdastjórnar ESB í nótt. Vextir á grískum ríkisskuldabréfum til 10 ára hafa lækkað um 6 prósentustig og standa nú í 6,4%.
Þá hefur skuldatryggingaálagið á ríkssjóð Grikklands fallið um 203 punkta í morgun og stendur í 711 punktum samkvæmt CMA gagnaveitunni. Álagið á öðrum Suðurevrópuþjóðum hefur einnig lækkað mikið sem og á ríkissjóð Írlands.
Álagið á ríkissjóð Portúgal lækkaði um 150 punkta eða niður í 274 punkta, á ríkissjóð Spánar lækkaði það um 68 punkta niður í 170 punkta og álagið á ríkissjóð Írlands er í 190 punktum eftir að hafa lækkað um 67 punkta í morgun.