Seðlabankar Evrópu virkja „kjarnorkubombulausnina" 10. maí 2010 13:14 Þetta er það sem sérfræðingar hafa kallað „kjarnorkubombulausnina" það er síðasta tilraunin til að koma í veg fyrir að gríska kreppan smitist yfir í önnur evrulönd. Seðlabankar á evrusvæðinu í Evrópu hafa ekki verið að eyða neinum tíma í hangs og kaupa nú í risaskömmtum ríkisskuldabréf Grikklands, Spánar og Portúgals. Þetta er það sem sérfræðingar hafa kallað „kjarnorkubombulausnina" það er síðasta tilraunin til að koma í veg fyrir að gríska kreppan smitist yfir í önnur evrulönd.Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að samkvæmt Reuters hafi seðlabankastjórar Finnlands og Þýskalands staðfest að þessi skuldabréfakaup séu þegar hafin en þau eru mikilvægasti hlekkurinn í neyðarsjóðnum sem ESB kom sér sama um í nótt og hljóðar upp á 750 milljarða evra.Kaupin á skuldabréfunum þjóna þeim tilgangi að ná niður fjármagnskostnaði þeirra landa innan evrusvæðisins sem eru verst stödd hvað hann varðar. Eru það einkum löndin í suðurhluta Evrópu.Jafnframt er markmiðið með þessum kaupum að létta álaginu á fjármálageira evrusvæðsins enda eru það hlutabréf í bönkunum sem hafa hækkað einna mest í þeirri miklu uppsveiflu á mörkuðum í Evrópu sem hófst við opnun þeirra í morgun.Samkvæmt útreikningum sem Credit Suisse hefur gert sitja evrópskir bankar nú uppi með ríkisskuldabréf frá Grikklandi, Spáni og Portúgal að verðmæti sem nemur 26.400 milljörðum kr.Á föstudag óttuðust margir að fallandi verð á skuldabréfum þessara þriggja landa myndu valda því að einn eða fleiri evrópskir stórbankar kæmust í þrot. Óttinn olli því að millibankamarkaðir byrjuðu að þorna upp en það var einmitt slíkur þurrkur sem öðru fremur kom síðustu fjármálakreppu á fullt skrið. Nú er hinsvegar ró komin á að nýju og millibankamarkaðir virka eðlilega. Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Seðlabankar á evrusvæðinu í Evrópu hafa ekki verið að eyða neinum tíma í hangs og kaupa nú í risaskömmtum ríkisskuldabréf Grikklands, Spánar og Portúgals. Þetta er það sem sérfræðingar hafa kallað „kjarnorkubombulausnina" það er síðasta tilraunin til að koma í veg fyrir að gríska kreppan smitist yfir í önnur evrulönd.Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að samkvæmt Reuters hafi seðlabankastjórar Finnlands og Þýskalands staðfest að þessi skuldabréfakaup séu þegar hafin en þau eru mikilvægasti hlekkurinn í neyðarsjóðnum sem ESB kom sér sama um í nótt og hljóðar upp á 750 milljarða evra.Kaupin á skuldabréfunum þjóna þeim tilgangi að ná niður fjármagnskostnaði þeirra landa innan evrusvæðisins sem eru verst stödd hvað hann varðar. Eru það einkum löndin í suðurhluta Evrópu.Jafnframt er markmiðið með þessum kaupum að létta álaginu á fjármálageira evrusvæðsins enda eru það hlutabréf í bönkunum sem hafa hækkað einna mest í þeirri miklu uppsveiflu á mörkuðum í Evrópu sem hófst við opnun þeirra í morgun.Samkvæmt útreikningum sem Credit Suisse hefur gert sitja evrópskir bankar nú uppi með ríkisskuldabréf frá Grikklandi, Spáni og Portúgal að verðmæti sem nemur 26.400 milljörðum kr.Á föstudag óttuðust margir að fallandi verð á skuldabréfum þessara þriggja landa myndu valda því að einn eða fleiri evrópskir stórbankar kæmust í þrot. Óttinn olli því að millibankamarkaðir byrjuðu að þorna upp en það var einmitt slíkur þurrkur sem öðru fremur kom síðustu fjármálakreppu á fullt skrið. Nú er hinsvegar ró komin á að nýju og millibankamarkaðir virka eðlilega.
Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira