Prófessor líkir Grikklandi við Lehman 18. maí 2010 00:01 Rætt um skuldavanda Snarpur niðurskurður á fjárlagahalla gríska ríkisins verður stjórnvöldum ofviða, segir Niall Ferguson, sem hér situr lengst til vinstri. Fréttablaðið/AFP Efnahagsvandi Grikkja, Portúgals og Spánar mun ganga af evrunni dauðri. Þetta segir breski hagsöguprófessorinn Niall Ferguson í grein í nýjasta hefti vikuritsins Newsweek. Ferguson, sem síðustu vikur hefur boðað dauða myntsamstarfsins, líkir Grikklandi við bandaríska fjárfestingarbankann Lehmans Brothers, en fall hans um miðjan september 2008 hratt fjármálakreppunni af stað af fullum þunga. Ferguson bendir á að margir evrópskir viðskiptavinir bankans hafi lánað þeim grísku um 160 milljarða evra, jafnvirði rúmra 25 þúsund milljarða króna, auk þess sem bankar í Búlgaríu og Rúmeníu reiði sig á endurfjármögnun frá Grikklandi. Þrátt fyrir 110 milljarða evra lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu mun snarpur og sársaukafullur niðurskurður á fjárlögum gríska ríkisins verða hinu opinbera ofviða og landið lenda í óumflýjanlegu greiðsluþroti, að sögn Fergusons. Greiðslufall Grikkja mun svo hafa alvarlegar keðjuverkandi afleiðingar í för með sér, svo sem á Ítalíu og í Belgíu, að sögn Fergusons, sem bendir á að áhrifanna gæti nú þegar. Gengi evrunnar hafði í gær ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadal í fjögur ár. „Ef þetta heldur áfram er aðeins ein leið í boði fyrir evruna, niður," segir hann. - jab Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Efnahagsvandi Grikkja, Portúgals og Spánar mun ganga af evrunni dauðri. Þetta segir breski hagsöguprófessorinn Niall Ferguson í grein í nýjasta hefti vikuritsins Newsweek. Ferguson, sem síðustu vikur hefur boðað dauða myntsamstarfsins, líkir Grikklandi við bandaríska fjárfestingarbankann Lehmans Brothers, en fall hans um miðjan september 2008 hratt fjármálakreppunni af stað af fullum þunga. Ferguson bendir á að margir evrópskir viðskiptavinir bankans hafi lánað þeim grísku um 160 milljarða evra, jafnvirði rúmra 25 þúsund milljarða króna, auk þess sem bankar í Búlgaríu og Rúmeníu reiði sig á endurfjármögnun frá Grikklandi. Þrátt fyrir 110 milljarða evra lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu mun snarpur og sársaukafullur niðurskurður á fjárlögum gríska ríkisins verða hinu opinbera ofviða og landið lenda í óumflýjanlegu greiðsluþroti, að sögn Fergusons. Greiðslufall Grikkja mun svo hafa alvarlegar keðjuverkandi afleiðingar í för með sér, svo sem á Ítalíu og í Belgíu, að sögn Fergusons, sem bendir á að áhrifanna gæti nú þegar. Gengi evrunnar hafði í gær ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadal í fjögur ár. „Ef þetta heldur áfram er aðeins ein leið í boði fyrir evruna, niður," segir hann. - jab
Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira