ESB þrengir reglur um fjárfestingar- og vogunarsjóði 18. maí 2010 13:01 Löndin innan ESB eru sammála um þörfina á því að herða og þrengja reglurnar um starfsemi fjárfestingar- og vogunarsjóða innan landamæra sambandsins. Fjármálaráðherrar ESB hafa samþykkt að unnið skuli að nýjum reglum um þessa sjóði og að þær eigi að lögfesta árið 2012.Bretar eru eina þjóðin innan ESB sem er mótfallin þessum áformum sambandsins. Málið getur haft mikla þýðingu fyrir fjármálakerfi Bretlands enda eru um 80% fjárfestingar- og vogunarsjóða Evrópu staðsettir í The City í London. Bretar óttast að með hertari reglum muni þessir sjóðir flytja höfuðstöðvar sínar annað t.d. til Sviss eða Miðausturlanda.Í frétt um málið á vefsíðunni epn.dk segir að aðeins Tékkar hafi stutt við mótbárur Breta gegn samþykkt fjármálaráðherranna.Vitað var að Bretar væru mótfallnir þessum áformum hinna ESB landanna en fyrir fund fjármálaráðherranna um málið í dag sagði Wolfgang Schäube fjármálaráðherra Þýskalands að Bretar gætu ekkert aðhafst gegn sameiningu hinna ESB landanna í málinu. „Það er verulegur meirihluti sem óskar þess að þessi löggjöf gangi í gegn og telur hana nauðsynlega," segir Schäube.Margir telja að spákaupmennska af hálfu fjárfestingar- og vogunarsjóða eigi stóran þátt í fjármálakreppunni og því að gengi evrunnar hefur hríðfallið undanfarnar vikur. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Löndin innan ESB eru sammála um þörfina á því að herða og þrengja reglurnar um starfsemi fjárfestingar- og vogunarsjóða innan landamæra sambandsins. Fjármálaráðherrar ESB hafa samþykkt að unnið skuli að nýjum reglum um þessa sjóði og að þær eigi að lögfesta árið 2012.Bretar eru eina þjóðin innan ESB sem er mótfallin þessum áformum sambandsins. Málið getur haft mikla þýðingu fyrir fjármálakerfi Bretlands enda eru um 80% fjárfestingar- og vogunarsjóða Evrópu staðsettir í The City í London. Bretar óttast að með hertari reglum muni þessir sjóðir flytja höfuðstöðvar sínar annað t.d. til Sviss eða Miðausturlanda.Í frétt um málið á vefsíðunni epn.dk segir að aðeins Tékkar hafi stutt við mótbárur Breta gegn samþykkt fjármálaráðherranna.Vitað var að Bretar væru mótfallnir þessum áformum hinna ESB landanna en fyrir fund fjármálaráðherranna um málið í dag sagði Wolfgang Schäube fjármálaráðherra Þýskalands að Bretar gætu ekkert aðhafst gegn sameiningu hinna ESB landanna í málinu. „Það er verulegur meirihluti sem óskar þess að þessi löggjöf gangi í gegn og telur hana nauðsynlega," segir Schäube.Margir telja að spákaupmennska af hálfu fjárfestingar- og vogunarsjóða eigi stóran þátt í fjármálakreppunni og því að gengi evrunnar hefur hríðfallið undanfarnar vikur.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira