Sport

Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin

Drengjalandslið Íslands, skipuð leikmönnum yngri en 17 ára og yngri en 19 ára, lutu bæði í lægra haldi í leikjum sínum í dag og því er ljóst að landsliðin ná ekki inn á lokamót Evrópumótanna sem fara fram í sumar.

Fótbolti

Marta hetja Eyjakvenna

ÍBV og Selfoss skildu jöfn, 27-27, í lokaleik 19. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta. Marta Wawrzykowska, markvörður Eyjakvenna, reyndist örlagavaldurinn í leiknum.

Handbolti

„Ég er alltaf bjart­sýnn en alltaf stressaður“

„Það er bara spenna. Það er gaman að fá að taka þátt í svona leikjum. Ég er spenntur fyrir, vonandi, góðum degi,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, sem mæta KR í bikarúrslitum karla í körfubolta í Smáranum klukkan 16:30.

Körfubolti

Héldu hreinu gegn toppliðinu

Brøndby gerði markalaust jafntefli við Fortuna Hjørring í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir stóð vaktina í vörn Brøndby.

Fótbolti

Svekktur með sitt hlut­skipti en gengur í takt með hópnum

Stefán Teitur Þórðar­son var svekktur með að byrja ekki fyrri leik Ís­lands gegn Kó­sovó í um­spili fyrir sæti í B-deildar Þjóða­deildarinnar í fót­bolta líkt og hver einasti leik­maður í lands­liðinu hefði verið. Hann metur mögu­leikana fyrir seinni leikinn mikla og segir að sam­staða hópsins sé það sem geti skilað liðinu langt.

Fótbolti

Sló met Rashford og varð sá yngsti

Myles Lewis-Skelly hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Hann var settur í byrjunarliðið í sínum fyrsta landsleik í gær, skoraði eftir aðeins tuttugu mínútur og bætti í leiðinni met sem Marcus Rashford hefur haldið síðan 2016.

Fótbolti

George Foreman er látinn

Bandaríski hnefaleikakappinn George Foreman lést í dag, laugardag, 76 ára að aldri. Hann vann gullmedalíu á Ólympíuleikunum 1968 og varð tvívegis þungavigtarmeistari.

Sport

Skoraði í fyrsta lands­leiknum

England vann 2-0 á Wembley gegn Albaníu í undankeppni HM 2026. Þetta var fyrsti leikur Englendinga undir stjórn Tomas Tuchel. Hinn átján ára gamli Myles Lewis-Skelly skoraði opnunarmarkið, í sínum fyrsta landsleik, Harry Kane bætti svo við í seinni hálfleik.

Fótbolti

„Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“

Sverrir Ingi Ingason segir leikkerfið sem nýi landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson leggur upp með krefjast mikils af leikmönnum. Frammistaðan í gær hafi verið góð í ljósi þess að liðið fékk bara tvo daga til að slípa sig saman. Góð frammistaða sé mikilvægari en sigur í einvíginu.

Fótbolti

Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar í endurkomu sinni úr meiðslum í 30-33 tapi Magdeburg gegn Füchse Berlin. Ómar Ingi Magnússon er einnig að stíga sín fyrstu skref aftur inn á völlinn eftir erfið meiðsli og tók þátt í leik kvöldsins, en komst ekki á blað.

Handbolti

Fá ekki að taka þátt á HM fé­lags­liða

Club Leon hefur verið meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti félagsliða í sumar sökum þess að félagið er í eigu sömu aðila og annað lið í keppninni, Pachuca. FIFA úrskurðaði í málinu í dag en eigendur félaganna munu áfrýja til æðri dómstóla.

Fótbolti