Skoðun

Ó­sýni­legu björgunar­sveitirnar

Halla Hrund Logadóttir skrifar

Það er lægð yfir landinu. Óveður í aðsigi. Almannavarnir lýsa yfir hættustigi. „Bindið lausamuni“. „Verið ekki á ferli,“ ómar í fréttum. Dimmir dagar og nætur febrúar stormsins renna í eitt og landinn dregur sig í skel.

Skoðun

Fátt nýtt í fá­mennu ráðu­neyti

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Þegar ný ríkisstjórn tók við störfum í haust var farið í sögulegar tilfærslur á verkefnum á milli ráðuneyta til að geta fjölgað ráðherrastólum svo kapallinn á milli stjórnarflokkanna gengi örugglega upp.

Skoðun

Há­skóli hluta Ís­lands

Einar Freyr Elínarson skrifar

Háskóli Íslands hefur lengi verið eftirbátur annarra skóla þegar kemur að framboði og gæðum fjarnáms. Það er ekki skoðun heldur staðreynd byggð á tölum um framboð fjarnáms.

Skoðun

Garða­bær; blandað bú­setu­form vaxandi mið­bær og sveit í borg

Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar

Í Garðabæ er forgangsverkefni að ljúka Garðatorgi sem glæsilegum miðbæ. Bjóða áfram blandað búsetuform og öflugar tengingar við hverfi og náttúru. Hér má t.d. horfa til Álftaness sem varðveitir sveit í borg og Urriðaholts sem þarf að tengja betur með öruggum stígum.

Skoðun

Múla­þing gerir vel í leik­skóla­málum

Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar

Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum hvernig sveitarfélög víðsvegar yfir landið standa að vistunarúrræðum fyrir börn að loknu fæðingarorlofi. Algengast er að að báðir foreldrar séu útivinnandi og skiptir þá miklu máli fyrir foreldra að fá vistunarúrræði fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi líkur til að komast út á vinnumarkaðinn.

Skoðun

Álfta­mýri / Ból­staðar­hlíð

Birkir Ingibjartsson skrifar

Á milli íbúagatnanna Bólstaðarhlíðar og Álftamýrar liggur Kringlumýrarbraut. Fimm akreina stofnbraut sem aðgreindar eru fyrir miðju með grindverki. Göturýmið er breitt og til hliðar við götuna er gróskumikill gróður sem afmarkar skýran jaðar aðliggjandi íbúðarhverfa.

Skoðun

Hvað með Kjalarnesið?

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

„Strætó er annt um íbúa á Kjalarnesi og möguleika þeirra til að komast á milli staða,“ sagði í færslu Strætó bs. í janúar 2016 en því miður er sannleikurinn sá að íbúar á Kjalarnesi hafa ekki orðið varir við umrædda umhyggju Strætó á þeim sex árum síðan færslan var skrifuð.

Skoðun

Í brýnni þörf er best að bíða!

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Þann 8. júní árið 2021 var mikill gleðidagur í Garðabæ. Þá var vinningstillaga á hönnun nýs leikskóla í Urriðaholti kynnt. Þarna skyldi rísa 6 deilda leikskóli ætlaður 120 börnum 12 mánaða og eldri. Allt klappað og klárt og næsta skref að undirbúa útboðsgögn og koma byggingunni í framkvæmd því ekki veitti af. Og enn veitir ekki af.

Skoðun

Á besta aldri í Reykja­vík

Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar

Gott samfélag er samfélag þar sem gott er að eldast; þar sem eldri borgarar eru sjálfs sín ráðandi og taka sjálfir ákvarðanir um eigin mál. Öll eigum við að njóta virðingar, öryggis og tækifæra óháð aldri, kyni, uppruna, fötlun, holdarfari, kynhneygð og svo framvegis.

Skoðun

Ég vil ávinna mér virðingu

Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar

Fyrir nokkrum mánuðum var mér sagt upp sem hlaðmanni við Reykjavíkurflugvöll fyrir að standa í réttindabaráttu sem trúnaðarmaður. Ég neitaði að hlýða yfirvaldinu og hef farið með málið alla leið í félagsdóm. Ég lagði allt í veðið og vil gera það áfram sem næsti formaður Eflingar.

Skoðun

Hverjir eru þingmenn Sósíalista?

Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Í síðustu kosningum vöktu Sósíalistar verðskuldaða athygli. En árangurinn varð ekki sá sem útlit var fyrir og Sósíalistar fengu engan þingmann. Framboð þeirra hafði engu að síður þó nokkur áhrif á niðurstöður kosninga.

Skoðun

Sakamaður óskast

Helgi Áss Grétarsson skrifar

Stundum er sagt að hótunin sé sterkari en leikurinn. Þetta viðkvæði byggir á að hótunin ýti undir hræðslutilfinningu viðtakandans og viðbrögðin við hótuninni geti orðið svo fálmkennd að sá sem hótaði standi uppi með pálmann í höndunum.

Skoðun

Fögnum Degi leikskólans

Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Í dag 6. febrúar fögnum við Degi leikskólans. Leikskólar halda á fjöregginu okkar, yngstu börnunum, og leggja grunn að velferð, þroska, menntun og farsæld þeirra. Leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla hefur síðastliðin tvö ár slegið skjaldborg umhyggju og metnaðar um leikskólabörn. Heimsfaraldurinn hefur varpað skýru ljósi á hve mikilvægu hlutverki leikskólar gegna í lífi barna og fjölskyldna þeirra.

Skoðun

Stóri draumurinn um meginlandið

Stein Olav Romslo skrifar

Hver hefur ekki vaknað í borg á meginlandinu, skroppið út á götu og sótt sér nýbakað bakkelsi og gott kaffi á einu horni og bók í bókabúð á öðru horni? Hoppað síðan í næsta vagn sem kemur með stuttu millibili, hvort sem það er til að heimsækja listasafn eða bara niður í bæ?

Skoðun

Heimili í hættu

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Það blasir við að grípa verður til aðgerða til að mæta alvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að skilja að húsnæðismál eru fyrir fólk og fjölskyldur í landinu en ekki eingöngu fjárfesta. Húsnæðismálin eru velferðarmál. Það verður að veita aukinn félagslegan stuðning því ójöfnuðurinn sem ástandinu fylgir mun bitna til lengri tíma á samfélaginu öllu.

Skoðun

Styðjum starfsmenn til náms

Sigmar Vilhjálmsson skrifar

Í veitingarekstri er hátt hlutfall starfsmanna hlutastarfsmenn. Ungt fólk sem er að vinna á kvöldin og um helgar samhliða námi. Námsmenn búa við ansi erfitt umhverfi oft á tíðum og það er kostnaðarsamt að stunda nám.

Skoðun

Brotið gegn börnum

Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar

Samantekt Barnaverndarstofu um fjölda tilkynninga til Barnaverndarnefnda um brot gegn börnum á árunum 2019-2021 leiðir í ljós að tilkynningum hefur fjölgað um 16,9% á covid árunum 2020-2021.

Skoðun

Frítt í stætó tífaldar notkun 61% vilja ekki borgarlínu

Baldur Borgþórsson skrifar

Það dró heldur betur til tíðinda í líðandi viku. Í kjölfar greinar minnar Segi það aftur: Frítt í strætó - Vísir (visir.is) sem birt var mánudaginn 31.janúar var efni greinarinnar tekið til umfjöllunar miðvikudaginn 02.febrúar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Skoðun

Aðdróttanir og dylgjur — auglýst eftir kjaftasögum

Eva Hauksdóttir skrifar

Ærumeiðandi aðdróttanir, í skilningi laga, fela í sér staðhæfingar eða dylgjur um lögbrot eða siðferðislega ámælisverða hegðun. Fyrir þá sem í hefndarskyni eða af illgirni vilja leggja mannorð annarra í rúst, án þess að fara með málið í gegnum réttarkerfið, eru dylgjur sérlega hentug aðferð.

Skoðun

Hafnar­fjörður til fram­tíðar

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Markvisst hefur verið unnið að því á kjörtímabilinu að halda álögum á íbúum í lágmarki og sérstaklega hefur verið horft til barnafjölskyldna með það að markmiði að létta þeim róðurinn. Það hefur tekist og er óumdeilt.

Skoðun

Endurtekin og endurnýtt umræða um evruna

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

ESB-þingmenn á Alþingi nýta nú tækifærið og reyna að tengja umræðuna um efnahagsstöðuna hérlendis við aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Gamalkunnar möntrur um kosti evrunnar og kjöraðstæður á evrusvæðinu eru rifjaðar upp og þá er ástæða til að rifja upp gamalkunn sannindi til andsvara.

Skoðun

Er komið að skimun hjá þér?

Ágúst Ingi Ágústsson skrifar

Þann 1. janúar 2021 tók heilsugæslan við framkvæmd skimana fyrir leghálskrabbameini af Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands sem hafði sinnt því hlutverki með prýði frá því skimanirnar hófust árið 1964.

Skoðun

Sam­fylkingin á villi­götum

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Verðtrygging er mannanna verk, ekki náttúrleg þótt hún virðist haga sér þannig. Þegar henni var komið á hér á landi var um neyðarástand um að ræða. Það átti að tryggja sparifé landsmanna, lánsfé og laun. Vextir voru ekki frjálsir og vandinn óx, en núna erum við á öðrum stað á öðrum tíma.

Skoðun

550 milljón kr. inn­spýting í ferða­þjónustu

Lilja Alfreðsdóttir skrifar

Samfélagið er farið að sjá til lands í faraldrinum sem hefur herjað á heiminn undanfarin tvö ár. Bjartsýni eykst með degi hverjum og Ísland er ásamt fleiri löndum farið að stíga veigamikil skref í átt að afléttingum sóttvarnaráðstafana.

Skoðun