Hjarta umhverfismála Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 16. maí 2024 08:31 Um aldamótin síðustu hóf ég meistaranám í umhverfisfæði við Háskóla Íslands. Umhverfisverndin var þá hálfgert jaðarsport sem ekki öllum þótti fínt að stunda. Fólk setti upp spurnarsvip er ég sagði því hvað ég væri að læra og sum hváðu og spurðu hvort ég væri að læra umferðarfræði. Á þessum tíma var við ramman reip að draga er reynt var að halda mikilvægi náttúruverndar, verndar gegn loftslagsbreytingum og sjálfbærni á lofti, enda lítil þekking meðal almennings á málefninu og lítill vilji meðal stjórnvalda. Það var þó í einu horni stjórnmálanna sem menn þekktu og skyldu mikilvægi umhverfismálanna. Það var í Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Hreyfingin var stofnuð um aldamótin síðustu og var algjörlega á undan sinni samtíð hvað málefnið varðar, eða kannski aðrir á eftir sinni samtíð. Í VG sló hjarta umhverfismálanna. Það er ánægjulegt að sjá að nú er umræða um umhverfismál orðin hluti af allri umræðu og samofin flestum áætlunum og verkum. Það er ekki síst að þakka elju þeirra sem hafa haldið málefninu á lofti allan þennan tíma. Katrín Jakopsdóttir hefur þar verið í broddi fylkingar. Hún var Menntamálaráðherrra þegar sjálfbærni var sett í aðalnámskrá sem einn grunnþáttur menntunar og sá þáttur sem samofinn skyldi öllu skólastarfi. Hún hefur verið forsætisráðherra á erfiðum tímum, en komið á fót mörgum verkefnum, meðal annars verkefninu sjálfbært Ísland. Engri treysti ég betur til að vera sameiningarafl íslensku þjóðarinnar í öllu því sem þjóðin á eftir að takast á við en Katrínu. Það mun hún gera á sinn einstaka, jákvæða og látlausa hátt. Engri treysti ég betur til að standa vörð um sjálfbært Ísland. Katrín hefur þekkinguna, reynsluna, viljann og getuna. Að auki hefur hún einstakt vald á íslenskri tungu og fjölmörgum öðrum tungumálum. Kjósum Katrínu sem forseta Íslands þann 1. júní. Þjóðin verður ekki svikin af því vali. Höfundur er umhverfisfræðingur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um aldamótin síðustu hóf ég meistaranám í umhverfisfæði við Háskóla Íslands. Umhverfisverndin var þá hálfgert jaðarsport sem ekki öllum þótti fínt að stunda. Fólk setti upp spurnarsvip er ég sagði því hvað ég væri að læra og sum hváðu og spurðu hvort ég væri að læra umferðarfræði. Á þessum tíma var við ramman reip að draga er reynt var að halda mikilvægi náttúruverndar, verndar gegn loftslagsbreytingum og sjálfbærni á lofti, enda lítil þekking meðal almennings á málefninu og lítill vilji meðal stjórnvalda. Það var þó í einu horni stjórnmálanna sem menn þekktu og skyldu mikilvægi umhverfismálanna. Það var í Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Hreyfingin var stofnuð um aldamótin síðustu og var algjörlega á undan sinni samtíð hvað málefnið varðar, eða kannski aðrir á eftir sinni samtíð. Í VG sló hjarta umhverfismálanna. Það er ánægjulegt að sjá að nú er umræða um umhverfismál orðin hluti af allri umræðu og samofin flestum áætlunum og verkum. Það er ekki síst að þakka elju þeirra sem hafa haldið málefninu á lofti allan þennan tíma. Katrín Jakopsdóttir hefur þar verið í broddi fylkingar. Hún var Menntamálaráðherrra þegar sjálfbærni var sett í aðalnámskrá sem einn grunnþáttur menntunar og sá þáttur sem samofinn skyldi öllu skólastarfi. Hún hefur verið forsætisráðherra á erfiðum tímum, en komið á fót mörgum verkefnum, meðal annars verkefninu sjálfbært Ísland. Engri treysti ég betur til að vera sameiningarafl íslensku þjóðarinnar í öllu því sem þjóðin á eftir að takast á við en Katrínu. Það mun hún gera á sinn einstaka, jákvæða og látlausa hátt. Engri treysti ég betur til að standa vörð um sjálfbært Ísland. Katrín hefur þekkinguna, reynsluna, viljann og getuna. Að auki hefur hún einstakt vald á íslenskri tungu og fjölmörgum öðrum tungumálum. Kjósum Katrínu sem forseta Íslands þann 1. júní. Þjóðin verður ekki svikin af því vali. Höfundur er umhverfisfræðingur og kennari.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar