„Brandarinn er búinn!“ María Heba Þorkelsdóttir skrifar 16. maí 2024 11:30 Þessari setningu hafa nokkrir góðir vinir mínir slengt fram þegar ég hef sagt þeim frá einörðum stuðningi mínum við Jón Gnarr í forsetakosningunum sem framundan eru. “Brandarinn er búinn!”, er fullyrt. “Trúðalestin stopp!” “Ekki meira sprell takk!” Svo það sé sagt; á vissan hátt skil ég að fólk sem ekki þekkir Jón fyrir annað en grínið líti málið þessum augum. Því sannarlega er Jón einn fyndnasti maður landsins. Staðreyndin er þó sú að Jón Gnarr hefur svo miklu, miklu meira til að bera og er margt fleira til lista lagt en að vera fyndinn. Jón er þeim dýrmæta eiginleika gæddur að hann gerir hlutina af kærleika. Og kannski er það einmitt ein af stóru ástæðunum fyrir því hversu vel lukkaður grínisti hann er. Jón grínar af kærleika. Þetta tekst Jóni vegna þess að hann kann nefninlega þá list að hlusta af kærleika. En það að hlusta af kærleika felur í sér að hlusta af skilningi og umhyggju. Og það er eiginleiki sem forseta er nauðsynlegur. Jón er góðum gáfum gæddur, hann er vel lesinn og það mikilvægasta af öllu, hann er drengur góður. Hann er maður sameiningar og friðar. Hann er einlægur og hefur vit á því að vera í góðu skapi.Við ættum að forðast að falla í þá gryfju að rugla saman einlægni og einfeldni. Það væri mikill sómi fyrir Ísland að Jóni Gnarr sem forseta lýðveldisins. Ég vil forseta kærleika og sameiningar og því ætla ég að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er stuðningsmaður Jóns Gnarr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þessari setningu hafa nokkrir góðir vinir mínir slengt fram þegar ég hef sagt þeim frá einörðum stuðningi mínum við Jón Gnarr í forsetakosningunum sem framundan eru. “Brandarinn er búinn!”, er fullyrt. “Trúðalestin stopp!” “Ekki meira sprell takk!” Svo það sé sagt; á vissan hátt skil ég að fólk sem ekki þekkir Jón fyrir annað en grínið líti málið þessum augum. Því sannarlega er Jón einn fyndnasti maður landsins. Staðreyndin er þó sú að Jón Gnarr hefur svo miklu, miklu meira til að bera og er margt fleira til lista lagt en að vera fyndinn. Jón er þeim dýrmæta eiginleika gæddur að hann gerir hlutina af kærleika. Og kannski er það einmitt ein af stóru ástæðunum fyrir því hversu vel lukkaður grínisti hann er. Jón grínar af kærleika. Þetta tekst Jóni vegna þess að hann kann nefninlega þá list að hlusta af kærleika. En það að hlusta af kærleika felur í sér að hlusta af skilningi og umhyggju. Og það er eiginleiki sem forseta er nauðsynlegur. Jón er góðum gáfum gæddur, hann er vel lesinn og það mikilvægasta af öllu, hann er drengur góður. Hann er maður sameiningar og friðar. Hann er einlægur og hefur vit á því að vera í góðu skapi.Við ættum að forðast að falla í þá gryfju að rugla saman einlægni og einfeldni. Það væri mikill sómi fyrir Ísland að Jóni Gnarr sem forseta lýðveldisins. Ég vil forseta kærleika og sameiningar og því ætla ég að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er stuðningsmaður Jóns Gnarr.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar