Skoðun

Tví­eðli ferða­mennskunnar: Ferða­lag heimsku og upp­ljómunar?

Guðmundur Björnsson skrifar

Heimur ferðamennskunnar er forvitnilegur. Rithöfundurinn D. DeLillo fjallar um í bók sinni „White Noise“, að það að vera ferðamaður sé að flýja ábyrgð og tileinka sér ákveðið stig heimsku og þegar einstaklingar ferðist um framandi lönd sé þeim yfirleitt fyrirgefin skortur á skilningi á staðbundnum siðum, tungumáli og félagslegum viðmiðum.

Skoðun

Árið 2016 þegar hatrinu var gefin rödd

Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Árið 2016 virtist heimurinn vera að færast nær heimsfriði innan um Pokémon Go æðið sem sveif um heiminn. En fljótt skipaðist veður í lofti og sólin flúði þegar hún sá gráa og drungalega ský feðraveldisins nálgast hratt.

Skoðun

Börn mega ekki falla á milli skips og bryggju

Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Ég heiti Alma Ýr Ingólfsdóttir, ég hef starfað í sjö ár sem lögfræðingur og sérfræðingur í málefnum og réttindum fatlaðs fólks á skrifstofu ÖBÍ. Ég býð mig fram til formanns ÖBÍ réttindasamtaka á aðalfundi samtakanna núna í október.

Skoðun

Power Nap eykur starfs­getu og lífs­gæði - og verndar bæði hjartað og heilann

Jón Þór Ólafsson skrifar

NASA geimferðastofnun Bandaríkjanna komst að kostum stuttra blunda fyrir rúmum 30 árum og kallaði þá „Cockpit Napping,“ sem í gamni mætti þýða að vera „sofandi við stýrið“ og fengu síðar meira lýsandi heitið „Power Nap“, því rannsóknin sýndi verulega bættan viðbragðstíma og árvekni flugmanna eftir aðeins 26 mínútna blund.

Skoðun

Hinn grimmi hús­bóndi

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Ég held að það sé bara best að þið takið verðtryggt lán, já og lengið í lánunum. Þetta eru ráðleggingar Seðlabankastjóra til millistéttarinnar. Það gengur bara svo vel í efnahagslífinu að við ráðum ekki neitt við neitt, við erum fórnalömb velgengninnar.

Skoðun

Þá er það #kennaravikan

Magnús Þór Jónsson skrifar

Þann 5. október ár hvert er haldið upp á Alþjóðadag kennara. Frá árinu 1994 hefur kennaradagurinn verið haldinn hátíðlegur að frumkvæði UNESCO, UNICEF og Alþjóðasamtaka kennara EI (Education International). Innan alþjóðasamtakanna eru samtök evrópskra kennarafélaga, samtök sem bera skammstöfunina ETUCE, og er Kennarasamband Íslands virkt í starfi þeirra.

Skoðun

Óperudylgjur úr bergmálshelli og hálfkveðnar vísur

Pétur J. Eiríksson skrifar

Ég hef reynt að halda mig til hlés í þeirri umræðu, sem sums staðar hefur fengið samheitið "gagnrýni á Íslensku óperuna" þótt um tvenns konar gagnrýni sé að ræða. Annars vegar er eðlileg, málefnaleg og nauðsynleg gagnrýni sem hefur fengið umræðu eins og hún tíðkast í opnu menningarsamfélagi. Sú umræða hefur haft sinn gang án þess að ég telji mig þurfa að taka opinberlega þátt.

Skoðun

Samkeppni – fyrir lýðræðið

Oddný Harðardóttir skrifar

Íslendingar voru 100 árum á eftir Bandaríkjamönnum að setja samkeppnislög. Í Bandaríkjunum var litið á það sem vandamál að í mikilvægum atvinnugreinum væri eitt fyrirtæki eða samsteypa fyrirtækja ráðandi á markaði.

Skoðun

Jóni Steinari svarað

Sævar Þór Jónsson skrifar

Föstudaginn síðasta, 29. september sl., birti ég greinarkorn undir fyrirsögninni: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Þar fjallaði ég m.a. um gagnrýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrrverandi Hæstaréttardómara á tilteknum fréttaflutningi RÚV. Ekki stóð á viðbrögðum Jóns Steinars við grein minni sem svaraði nánast um hæl.

Skoðun

Ofbeldi á vinnustöðum

Jón Snorrason skrifar

Íslenskar og erlendar rannsóknir undanfarin ár virðast benda til þess að ofbeldi gagnvart starfsfólki á ýmsum vinnustöðum sé að aukast. Ofbeldi gagnvart starfsfólki er oftast framið af viðskiptavinum eða þjónustuþegum vinnustaðarins eða samstarfsfólki þess.

Skoðun

Kísildalir norðursins

Halla Hrund Logadóttir skrifar

Við erum stödd í norður Kaliforníu, nánar tiltekið í útjaðri San Fransisco. Sólin skín hátt á himni og um leið og bíllinn silast um borgina glampar á merki þeirra fjölda fyrirtækja sem hafa skotið rótum, vaxið og dafnað á staðnum sem er hvað þekktastur fyrir nýsköpun í heiminum: Kísildalurinn sjálfur.

Skoðun

Litla krafta­verka­deildin

Guðrún Pétursdóttir skrifar

Efst á Grensásnum, næstum ósýnileg í skjóli hárra grenitrjáa, er látlaus þriggja hæða bygging. Fyrir 50 árum var henni ætlað að vera dvalarheimili aldraðra, en fékk annað hlutverk, því framsýnir menn áttuðu sig á að Íslendingar yrðu að eiga endurhæfingardeild.

Skoðun

Hvaða snillingur fann þetta upp?

Jón Daníelsson skrifar

Dóttir mín er fíkill. Eftir nokkur ár á götunni fékk hún úthlutað íbúð hjá Félagsbústöðum. Hún fékk skráningu sem öryrki og af því leiðir að TR greiðir henni mánaðarlega eitthvað yfir 300 þúsund á mánuði inn á bankareikning til frjálsrar ráðstöfunar.

Skoðun

Það er ekki hægt að stela hugmyndum

Klara Nótt Egilson skrifar

Ég var orðin rígfullorðin kona þegar mér lærðist að það er ekki hægt að fara með höfundarrétt að hugmynd. Ég var komin áleiðis í háskólanámi og rak upp stór augu, þegar kennari áfanga skýrði fyrir bekknum að höfundarréttur stofnast ekki fyrr en hugmynd er færð á merkingarbært form.

Skoðun

Á eldra fólk að hafa það skítt?

Helgi Pétursson skrifar

„Hvað viljiði?“ var eiginlega lokaspurning sem sat eftir í mínum huga þegar stjórn Landssambands eldri borgara og Kjaranefnd sambandsins höfðu með skipulegum hætti talað vð alla sem málið varðar, - Alþingi, ríkisstjórn, sveitarstjórnir, verkalýðshreyfinguna, samtök atvinnulífsins og alla þá sem á annað borð vildu hlusta.

Skoðun

Þegar vonin dofnar

Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar

Niðurstöður nýlegrar könnunar hefur sýnt að atvinnuþátttaka fólks frá Venesúela sem fengið hefur landvistarleyfi hérlendis er marktækt hærri en meðal Íslendinga. Við sem þjóð þurfum á góðu fólki að halda til að manna störf og auðga mannlífið.

Skoðun

Ærin verkefni vetrarins

Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Þingveturinn er hafinn. Þingmenn hafa að frá þingsetningu keppst við að leggja fram þau mál sem þeir hafa unnið að í sumar og strax hefur fjöldi þingmannamála verið lagður fyrir þingið. Ráðherrar mæta jafnframt með þingmálaskrár sínar og eru þessa daganna að kynna þær fyrir viðkomandi þingnefndum. Ljóst er að metnaður ráðherra er mikill, en reynslan sínir okkur að ekki koma öll mál fram til þingsins og þaðan af síður næst að afgreiða þau öll.

Skoðun

Svar til lög­manns

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Á Vísi er í dag, 29. sept., að finna grein eftir Sævar Þór Jónsson lögmann, þar sem hann skrifar um gagnrýni, sem ég birti á fasbókarsíðu minni um daginn. Notar greinarhöfundur fyrirsögnina: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Er svo að skilja á honum að ég hafi verið efnislega fylgjandi niðurstöðu dómarans.

Skoðun

Orðsendingar milli dómara. Réttlæti hins sterka

Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Í dómsmáli sem ég lenti í fannst mér ég sjá vísbendingar um og sýndist ég jafn­vel hafa sannanir fyrir því að dómari sendi rithandarsérfræðingi sem átti að sjá um greiningu undirritana í dómsmálinu og dómurum á efra dómstigi orð­sendingar bein­línis til þess að hafa áhrif á að niðurstöðu þeirra með illa duldum ábend­ing­um um hvernig þeir ættu að haga sínum úrskurðum og dómum. Ég hef fengið það stað­fest með viðtöl­um við lögmenn að þetta sé vel þekkt fyrirbæri.

Skoðun

Sam­staða í stað sam­særis­kenninga

Finnur Th. Eiríksson skrifar

Um þessar mundir steðja raunverulegar ógnir að Vesturlöndum, meðal annars frá vopnaskaki Pútíns í Úkraínu og auknum umsvifum kínverskra yfirvalda í Evrópu. Þótt Vesturlandabúar hafi ærið tilefni til að þétta raðirnar, er langt um liðið síðan vestrænt samfélag var jafn sundrað. Það einkennist í auknum mæli af hugmyndafræðilega einangruðum afkimum og skotgrafastjórnmálum.

Skoðun

Byggjum brú fyrir framtíðina

Íris E. Gísladóttir skrifar

Í heimi menntatækni (e. edtech), þar sem markmiðið er að menntakerfið þróist í takt við þarfir samfélags sem byggir í auknum mæli á tækni og nýsköpun, leika hágæðarannsóknir lykilhlutverk. Ekki síst þegar kemur að yngri stigum menntakerfisins. Þar eru rannsóknarbyggðar menntatæknilausnir grundvöllur markvissra breytinga sem skila árangri.

Skoðun

Gegn matar­sóun

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Í dag, 29. september, er Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn matarsóun. Þriðjungi alls matar sem framleiddur er í heiminum er sóað, samkvæmt gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Það eru um 1,3 milljarðar tonna af mat sem ekki eru nýtt en hafa verið framleidd með tilheyrandi neikvæðum umhverfisáhrifum í framleiðsluferlinu.

Skoðun

Jón Steinar tekur upp hanskann

Sævar Þór Jónsson skrifar

Nú á dögunum birti Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gagnrýni á fréttaflutning RÚV í tengslum við dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli nokkru þar sem sakborningi var ekki gerð refsing sökum ósakhæfis.

Skoðun

Verum bleik – fyrir okkur öll!

Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum.

Skoðun

Skipu­lags­mál á sjálf­stýringu hjá meiri­hlutanum í Kópa­vogi

Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar

Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum samkomulagið sem bæjarstjóri Kópavogs gerði við fjárfesta um sölu á eigum Kópavogsbæjar án auglýsingar. Ástæðu þess segir bæjarstjóri vera þá að bæjarlandið tengist sameiginlegum bílakjallara og því sé ómögulegt að selja öðrum fasteignirnar.

Skoðun

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar

Það var mér til happs að ég fór í tvær mjaðmaliðaskiptingar á sex árum, þá fyrri 1998 og sú síðari, sömu megin, var 2004. Nú eru þær orðnar þrjár mjaðmaliðaskiptingar sömu megin á 19 árum og er nokkuð ljóst að við þetta hefði ég sloppið ef þekking og opnari umræða og umfjöllun hafi verið hér áður fyrr.

Skoðun

Hvalreki eða Maybe Mútur?

Pétur Heimisson skrifar

Meðal frægustu hvala sögunnar er Moby Dick í samnefndri skáldsögu frá miðri 19. öld. Sagan hefur staðist tímans tönn og ku hafa opnað á fjölbreytilegar túlkanir í takt við tíðaranda hverju sinni. 

Skoðun

Fyrir­byggjum á­reitni og of­beldi innan ferða­þjónustunnar

Bryndís Skarphéðinsdóttir,Margrét Wendt og Ólína Laxdal skrifa

Það hefur sýnt sig að áreitni og ofbeldi á vinnustað geta haft veruleg áhrif á heilsu og vellíðan starfsfólks. Þolendur geta meðal annars upplifað streitu, þunglyndi, lágt sjálfsmat og minni starfsánægju. Allt getur þetta leitt til aukinnar fjarveru, ýtt undir starfsmannaveltu, og skapað neikvæðan starfsanda.

Skoðun