Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 15:00 FÍL og 2. deild FÍL (leikarar hjá LR) buðu stjórn LR, borgarstjóra og formanni menningarráðs Rvk.borgar á fund til að ræða launastrúktur, fjölda listamanna starfandi á ári hverju, mikilvægi leikara í leikhúsinu, launaröðun og ýmislegt fleira - allir afþökkuðu fundarboðið. Stjórn LR, borgarstjóri og formaður menningarráðs Reykjavíkurborgar töldu sig ekki geta mætt í ljósi þess að aðilar málsins FÍL og LR væru nú í viðkvæmum kjaraviðræðum sem komnar væru á borð ríkissáttasemjara. Deilan er reyndar í þvílíkum hnút að sáttasemjari sér ekki lengur tilgang í að boða til funda – svo langt er á milli aðila og engu trausti fyrir að fara. Á sama tíma og stjórn LR afþakkar boð um fund með leikurum LR og FÍL, þá boðar þessi sama stjórn leikara LR til fundar – en án fulltrúa FÍL. Það er fáheyrt að yfirstjórn fyrirtækis boði starfsmenn í viðkvæmri stöðu til fundar í miðri kjaradeilu án fulltrúa stéttarfélags. Valdaójafnvægið á slíkum fundi er hrópandi. Ekki rugga bátnum! Starfsöryggi leikara er lítið og þær stofnanir sem ráða leikara til starfa eru tvær hér á höfuðborgarsvæðinu. Að fá á sig þann stimpil að vera ”erfiður og með vesen” er eitthvað sem enginn leikari vill. Það er ekki síst þess vegna sem það er mikilvægt að í forsvari listamanna í kjaraviðræðum (bæði við samningaborð og á öðrum fundum) séu aðilar sem ekki eiga neitt undir vinnuveitanda. Leikarar elska vinnuna sína, vinnustaðinn sinn og það eru margskonar tengsl milli starfsfólksins í leikhúsinu, fjölskyldutengsl og/eða djúp vinátta sem verður til í náinni samvinnu aðila. Það ruggar enginn bátnum af litlu tilefni – fólk finnur bara út úr hlutunum saman. En núna þurfa listamenn á sínu félagi að halda – það er einfaldlega rof á milli stjórnar leikhússins og listamannanna – og það ástand hefur stjórn LR skapað. En um hvað snýst þessi deila milli FÍL og LR? Vissulega er deilt um kaup og kjör en einnig er um að ræða trúnaðarbrest milli stjórnar leikhússins, leikhópsins og FÍL. Í gegnum tíðina hafa laun leikara verið notuð sem viðmið í launasetningu innan leikhússins, það var almenn vitneskja og viðurkennt viðmið. En svo verða breytingar. Á einhverjum tímapunkti ákvað einhver, með stuðningi stjórnar LR, að sumir ættu skilið að fá talsvert meira – og þrátt fyrir ítrekaðar óskir - í kjaraviðræðum undangenginna ára - þá hefur FÍL ekki fengið neinar launaupplýsingar frá LR, en staðfastlega hefur verið haldið fram að leikhúsið væri láglaunavinnustaður. Fyrir tilviljun fær FÍL sent í tvígang sl haust, frá Borgarleikhúsinu, upplýsingar um laun allra starfsmanna hússins. Stutta útgáfan er að það var kjaftshögg að greina gögnin, vonbrigði og vantrú. Fyrstu viðbrögð voru að skýra samninganefnd LR frá uppgötvun okkar í þeirri von að gengið yrði í leiðréttingu fljótt og vel. Okkur fannst það skammarlegt og niðurlægjandi fyrir LR ef málið yrði opinberað og vildum því gefa stjórninni tækifæri til að bregðast við. Það var í október og enn eru viðbrögð LR máttlaus og lítt til þess fallin að leiða málið til lykta. Samninganefnd LR skýlir sér á bak við Samtök atvinnulífsins sem flagga almennri launhækkun og ávarpa ekki með neinum hætti það misrétti sem augljóslega er til staðar hjá LR. Það er svo annað umhugsunarefni af hverju óhagnaðardrifin menningarstofnun sem rekin er af stórum hluta fyrir opinbert fé leitar skjóls hjá Samtökum atvinnulífins og borgar fyrir það nokkrar milljónir á ári hverju. Væri þeim fjármunum mögulega betur varið til listastarfsemi – kjarnastarfsemi leikhússins? Og hvað er það svo sem við viljum? Leikarar eru háskólamenntaðir sérfræðingar sem eru ómissandi í starfi leikhússins. Enginn hefði vinnu í leikhúsinu ef ekki væru leikarar – engir áhorfendur kæmu í leikhúsið ef ekki væru leikarar! SA og stjórn LR virðast alveg hafa gleymt því þegar ákveðið var að hækka einn starfsmannahóp langt umfram aðra og halda öðrum niðri - og réttlæta það út í hið óendanlega á 12 samningafundum. Við höfum ávallt sagt að við fögnum því að í leikhúsinu sé fólk sem getur lifað af sínum launum án þess að vera í aukavinnu – einni eða mörgum. Það eru ekki starfsmennirnir sjálfir sem ákveða sín laun og engin gremja af okkar hálfu til vel launaðra starfsmanna sem bæði vinna á skrifstofunni og í ýmsum öðrum störfum hjá LR. Stjórn LR ber á þessu ábyrgð – þar er launastrúktúr leikhússins búinn til og það er fólkið sem við erum að tala við. Byrjunarlaun leikara er kr. 602.000 og efsti launafólkkurinn gefur kr. 758.000 (rúnaðar tölur). Þeir ágætlega launuðu starfsmenn LR sem við viljum bera okkur saman við eru með frá kr. 900.000 – 1.200.000 í mánaðarlaun – á fastlaunasamningum sem leikhúsið hefur ekki greint frá hvað innibera. Leikhúsið hefur ekki boðið leikurum upp á slíkan díl en það yrði sannarlega skoðað með jákvæðum augum. Leikari með 602.000 á mánuði þar að leika 38 sýningar í hverjum mánuði til að ná 900.000 á mánuði því leikarinn vinnur á dagvinnlaunum – á daginn, á kvöldin og um helgar, en fær greitt álag á kvöld og helgarvinnu. Svo 900.000 króna fastlaunasamningur hljómar ekki illa. Leikari með 758.000 á mánuði þarf að leika 57 leiksýningar í hverjum mánuði til að fá 1.200.000. Fastlaunasamningurinn hljómar bara alltaf betur og betur, sérstaklega ef vinnutíma yrði breytt líka. Launamunur og starfsaðstæður Munurinn á lykilstarfsfólki á skrifstofu og leikurum leikhússins er nefnilega ekki bara launalegur. Starfsaðstæður þessara hópa eru gjörólíkar – Nánast allt í starfsumhverfinu er leikaranum óhagstæðara miðað við samanburðarhópinn. Frídagar, sjálfræði í vinnu, verkefnastýring, fjölskylduvænn vinnutími, fyrirsjáanleiki, starfsöryggi, söfnun lífeyrisréttinda og fleira mætti telja. Auðvitað – í ljósi alls þessa ættu leikarar hússins að vera með hærri laun en starfsfólk á skrifstofu sem vinnur alla jafna á dagvinnutíma, á gjarnan frí um helgar, safnar lífeyri af viðunandi launum, hefur ákveðið sjálfræði um vinnutíma og verkefni, getur ákveðið með löngum fyrirvara að skreppa í bústað og missir ekki af fjölskylduviðburðum vegna þess að sýning í leikhúsinu hefur forgang. Ef starf millistjórnenda í Borgarleikhúsinu tekur enda þá eru fyrir þá flesta - hundruð annarra starfa að sækja í - hjá óteljandi vinnuveitendum. En þrátt fyrir allt framansagt þá erum við ekki að biðja um hærri laun en kontórinn - ekki einu sinni það sama – við erum að biðja um nálgun, að bilið verði minnkað þanning að listamennirnir geti líka lifað af laununum sínum. Leikhúsið gengur vel – sýnið ábyrgð Við höfum komið til þessara viðræðna af sanngirni og heilindum. Því miður getum við ekki sagt hið sama um viðsemjandann sem í skjóli launaleyndar og upplýsingaleyndar hefur hlunnfarið sitt verðmætasta starfsfólk árum saman. Þetta eru stór orð en engu að síður staðreynd. Hagnaður þriggja síðustu leikára hjá LR eru tæpar 400 milljónir. LR hefur á fáum árum safnað í nauðsynlegan varasjóð yfir 550 milljónum. Það er eftirtektarverður árangur og við óskum stjórn leikfélagsins til hamingju með frábæra rekstarlega afkomu – sem þó er vissulega að einhverju leiti tilkominn vegna lágra launa listamannanna. Núna er þess krafist að stjórn LR taki raunverulega ábyrgð á launastrúktúrnum – það er ekki lengur hægt að sætta sig við að listamenn hússins – sem skapa verðmætin - séu minna virði en fólkið með excelskjölin? Höfundur er framkvæmdastjóri FÍL - Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
FÍL og 2. deild FÍL (leikarar hjá LR) buðu stjórn LR, borgarstjóra og formanni menningarráðs Rvk.borgar á fund til að ræða launastrúktur, fjölda listamanna starfandi á ári hverju, mikilvægi leikara í leikhúsinu, launaröðun og ýmislegt fleira - allir afþökkuðu fundarboðið. Stjórn LR, borgarstjóri og formaður menningarráðs Reykjavíkurborgar töldu sig ekki geta mætt í ljósi þess að aðilar málsins FÍL og LR væru nú í viðkvæmum kjaraviðræðum sem komnar væru á borð ríkissáttasemjara. Deilan er reyndar í þvílíkum hnút að sáttasemjari sér ekki lengur tilgang í að boða til funda – svo langt er á milli aðila og engu trausti fyrir að fara. Á sama tíma og stjórn LR afþakkar boð um fund með leikurum LR og FÍL, þá boðar þessi sama stjórn leikara LR til fundar – en án fulltrúa FÍL. Það er fáheyrt að yfirstjórn fyrirtækis boði starfsmenn í viðkvæmri stöðu til fundar í miðri kjaradeilu án fulltrúa stéttarfélags. Valdaójafnvægið á slíkum fundi er hrópandi. Ekki rugga bátnum! Starfsöryggi leikara er lítið og þær stofnanir sem ráða leikara til starfa eru tvær hér á höfuðborgarsvæðinu. Að fá á sig þann stimpil að vera ”erfiður og með vesen” er eitthvað sem enginn leikari vill. Það er ekki síst þess vegna sem það er mikilvægt að í forsvari listamanna í kjaraviðræðum (bæði við samningaborð og á öðrum fundum) séu aðilar sem ekki eiga neitt undir vinnuveitanda. Leikarar elska vinnuna sína, vinnustaðinn sinn og það eru margskonar tengsl milli starfsfólksins í leikhúsinu, fjölskyldutengsl og/eða djúp vinátta sem verður til í náinni samvinnu aðila. Það ruggar enginn bátnum af litlu tilefni – fólk finnur bara út úr hlutunum saman. En núna þurfa listamenn á sínu félagi að halda – það er einfaldlega rof á milli stjórnar leikhússins og listamannanna – og það ástand hefur stjórn LR skapað. En um hvað snýst þessi deila milli FÍL og LR? Vissulega er deilt um kaup og kjör en einnig er um að ræða trúnaðarbrest milli stjórnar leikhússins, leikhópsins og FÍL. Í gegnum tíðina hafa laun leikara verið notuð sem viðmið í launasetningu innan leikhússins, það var almenn vitneskja og viðurkennt viðmið. En svo verða breytingar. Á einhverjum tímapunkti ákvað einhver, með stuðningi stjórnar LR, að sumir ættu skilið að fá talsvert meira – og þrátt fyrir ítrekaðar óskir - í kjaraviðræðum undangenginna ára - þá hefur FÍL ekki fengið neinar launaupplýsingar frá LR, en staðfastlega hefur verið haldið fram að leikhúsið væri láglaunavinnustaður. Fyrir tilviljun fær FÍL sent í tvígang sl haust, frá Borgarleikhúsinu, upplýsingar um laun allra starfsmanna hússins. Stutta útgáfan er að það var kjaftshögg að greina gögnin, vonbrigði og vantrú. Fyrstu viðbrögð voru að skýra samninganefnd LR frá uppgötvun okkar í þeirri von að gengið yrði í leiðréttingu fljótt og vel. Okkur fannst það skammarlegt og niðurlægjandi fyrir LR ef málið yrði opinberað og vildum því gefa stjórninni tækifæri til að bregðast við. Það var í október og enn eru viðbrögð LR máttlaus og lítt til þess fallin að leiða málið til lykta. Samninganefnd LR skýlir sér á bak við Samtök atvinnulífsins sem flagga almennri launhækkun og ávarpa ekki með neinum hætti það misrétti sem augljóslega er til staðar hjá LR. Það er svo annað umhugsunarefni af hverju óhagnaðardrifin menningarstofnun sem rekin er af stórum hluta fyrir opinbert fé leitar skjóls hjá Samtökum atvinnulífins og borgar fyrir það nokkrar milljónir á ári hverju. Væri þeim fjármunum mögulega betur varið til listastarfsemi – kjarnastarfsemi leikhússins? Og hvað er það svo sem við viljum? Leikarar eru háskólamenntaðir sérfræðingar sem eru ómissandi í starfi leikhússins. Enginn hefði vinnu í leikhúsinu ef ekki væru leikarar – engir áhorfendur kæmu í leikhúsið ef ekki væru leikarar! SA og stjórn LR virðast alveg hafa gleymt því þegar ákveðið var að hækka einn starfsmannahóp langt umfram aðra og halda öðrum niðri - og réttlæta það út í hið óendanlega á 12 samningafundum. Við höfum ávallt sagt að við fögnum því að í leikhúsinu sé fólk sem getur lifað af sínum launum án þess að vera í aukavinnu – einni eða mörgum. Það eru ekki starfsmennirnir sjálfir sem ákveða sín laun og engin gremja af okkar hálfu til vel launaðra starfsmanna sem bæði vinna á skrifstofunni og í ýmsum öðrum störfum hjá LR. Stjórn LR ber á þessu ábyrgð – þar er launastrúktúr leikhússins búinn til og það er fólkið sem við erum að tala við. Byrjunarlaun leikara er kr. 602.000 og efsti launafólkkurinn gefur kr. 758.000 (rúnaðar tölur). Þeir ágætlega launuðu starfsmenn LR sem við viljum bera okkur saman við eru með frá kr. 900.000 – 1.200.000 í mánaðarlaun – á fastlaunasamningum sem leikhúsið hefur ekki greint frá hvað innibera. Leikhúsið hefur ekki boðið leikurum upp á slíkan díl en það yrði sannarlega skoðað með jákvæðum augum. Leikari með 602.000 á mánuði þar að leika 38 sýningar í hverjum mánuði til að ná 900.000 á mánuði því leikarinn vinnur á dagvinnlaunum – á daginn, á kvöldin og um helgar, en fær greitt álag á kvöld og helgarvinnu. Svo 900.000 króna fastlaunasamningur hljómar ekki illa. Leikari með 758.000 á mánuði þarf að leika 57 leiksýningar í hverjum mánuði til að fá 1.200.000. Fastlaunasamningurinn hljómar bara alltaf betur og betur, sérstaklega ef vinnutíma yrði breytt líka. Launamunur og starfsaðstæður Munurinn á lykilstarfsfólki á skrifstofu og leikurum leikhússins er nefnilega ekki bara launalegur. Starfsaðstæður þessara hópa eru gjörólíkar – Nánast allt í starfsumhverfinu er leikaranum óhagstæðara miðað við samanburðarhópinn. Frídagar, sjálfræði í vinnu, verkefnastýring, fjölskylduvænn vinnutími, fyrirsjáanleiki, starfsöryggi, söfnun lífeyrisréttinda og fleira mætti telja. Auðvitað – í ljósi alls þessa ættu leikarar hússins að vera með hærri laun en starfsfólk á skrifstofu sem vinnur alla jafna á dagvinnutíma, á gjarnan frí um helgar, safnar lífeyri af viðunandi launum, hefur ákveðið sjálfræði um vinnutíma og verkefni, getur ákveðið með löngum fyrirvara að skreppa í bústað og missir ekki af fjölskylduviðburðum vegna þess að sýning í leikhúsinu hefur forgang. Ef starf millistjórnenda í Borgarleikhúsinu tekur enda þá eru fyrir þá flesta - hundruð annarra starfa að sækja í - hjá óteljandi vinnuveitendum. En þrátt fyrir allt framansagt þá erum við ekki að biðja um hærri laun en kontórinn - ekki einu sinni það sama – við erum að biðja um nálgun, að bilið verði minnkað þanning að listamennirnir geti líka lifað af laununum sínum. Leikhúsið gengur vel – sýnið ábyrgð Við höfum komið til þessara viðræðna af sanngirni og heilindum. Því miður getum við ekki sagt hið sama um viðsemjandann sem í skjóli launaleyndar og upplýsingaleyndar hefur hlunnfarið sitt verðmætasta starfsfólk árum saman. Þetta eru stór orð en engu að síður staðreynd. Hagnaður þriggja síðustu leikára hjá LR eru tæpar 400 milljónir. LR hefur á fáum árum safnað í nauðsynlegan varasjóð yfir 550 milljónum. Það er eftirtektarverður árangur og við óskum stjórn leikfélagsins til hamingju með frábæra rekstarlega afkomu – sem þó er vissulega að einhverju leiti tilkominn vegna lágra launa listamannanna. Núna er þess krafist að stjórn LR taki raunverulega ábyrgð á launastrúktúrnum – það er ekki lengur hægt að sætta sig við að listamenn hússins – sem skapa verðmætin - séu minna virði en fólkið með excelskjölin? Höfundur er framkvæmdastjóri FÍL - Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar