Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar 5. febrúar 2025 10:30 Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi rafbíla á Íslandi undanfarin ár. Í upphafi rafvæðingar nutu rafbílar bæði ívilnana við innkaup og rekstur. Nú eru breyttir tímar enda hefur hröð þróun rafbíla skilað fjölbreyttara úrvali, lægra verði og meiri drægni. Í dag eru ríflega 55 þúsund bifreiðar í umferð sem hægt er að stinga í samband. Nú er staðan þannig að rafbílar njóta engra ívilnana umfram bensín- og dísilbíla þegar kemur að rekstri. Með öðrum orðum þá borga rafbílar sambærileg gjöld og aðrir bílar með nýtilkomnu kílómetragjaldi og samræmingu bifreiðagjalda. Kílómetragjald Kílómetragjald var sett á árið 2024 sem tryggja á að rafbílar borgi sambærileg gjöld og bensín- og dísilbílar fyrir rekstur og uppbyggingu vegakerfisins. Kílómetragjaldið hefur auðvitað aukið rekstrarkostnað rafbíla. Mikilvægt er að árétta að þrátt fyrir það er rekstrarkostnaður rafbíla áfram mun ódýrari en fyrir sambærilegan bensínbíl. Tökum einfalt dæmi þar sem rekstrarkostnaður sambærilegs raf- og bensínbíls er borinn saman. Viðhaldskostnaður er að jafnaði mun minni fyrir rafbíla en bensínbíla en til einföldunar tökum við þann lið út enda nokkuð óreglulegur. Smurolíuskiptum höldum við þó inni þar sem það er reglulegt skylduviðhald sem kostar um 20 þúsund krónur í hvert skipti á 10-20 þúsund km fresti. Samanburður Í eftirfarandi dæmi eyðir bensínbíllinn 7 L/100km en rafbíllinn 18 kWst/100 km. Lítraverð á bensíni er haft 300 kr/L og raforkuverð 20 kr/kWst. Gert er ráð fyrir að 10% af hleðslum rafbíls sé í gegnum hraðhleðslustöðvar þar sem verðið er þrisvar sinnum hærra. Eins og sjá má á myndinni, sýnir þetta einstaka dæmi að rekstrarkostnaður rafbíls er talsvert lægri. Margir telja að hagkvæmni rafbíla byggi á því að raforka sá mun ódýrari en olía. Sannleikurinn er hins vegar sá, að lágur orkukostnaður rafbíla byggir fyrst og fremst á þeirri staðreynd að þeir eru miklu orkunýtnari. Rafbílar þurfa einfaldlega um þrisvar sinnum minni orku til að aka sömu vegalengd og sambærilegir bensínbílar. Munurinn á rekstrarkostnaði, í þessu dæmi, er: Bensínbílar eyða mismiklu og því getur stakt dæmi gefið óljósa heildamynd. Til glöggvunar má sjá hvernig mismunandi eyðslugildi koma út fyrir sömu forsendur. Eins og sjá má er rekstrarkostnaður rafbíls hagstæðari en bensínbíls þrátt fyrir að borga sambærileg opinber gjöld. Ef um væri að ræða nýja tegund bensínbíla sem byði upp á jafn lágan rekstrarkostnað, og hér er sýnt, þá myndu allir velja þessa nýju tegund umfram þá gömlu. Er það þá innkaupaverðið á rafbílum sem er hindrun? Eru rafbílar ekki miklu dýrari í innkaupum? Ef kaupverð rafbíla er borið saman við sambærilega bensín- og dísilbíla þá kemur í ljós að í mjög mörgum flokkum bifreiða eru rafbílar á sambærilegu verði eða jafnvel ódýrari en samskonar olíudrifnir bílar. Ef lesendur bera saman kaupverð bifreiða hjá ótal bílaumboðum landsins þá kemur nefnilega oftar en ekki í ljós að rafbílar eru ekki miklu dýrari eins og margir halda. Það er kannski í flokki allra minnstu bílanna sem erfitt er að finna sambærilega rafbíla en það breytist líklega á næstu misserum. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Vistvænir bílar Bílar Umhverfismál Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi rafbíla á Íslandi undanfarin ár. Í upphafi rafvæðingar nutu rafbílar bæði ívilnana við innkaup og rekstur. Nú eru breyttir tímar enda hefur hröð þróun rafbíla skilað fjölbreyttara úrvali, lægra verði og meiri drægni. Í dag eru ríflega 55 þúsund bifreiðar í umferð sem hægt er að stinga í samband. Nú er staðan þannig að rafbílar njóta engra ívilnana umfram bensín- og dísilbíla þegar kemur að rekstri. Með öðrum orðum þá borga rafbílar sambærileg gjöld og aðrir bílar með nýtilkomnu kílómetragjaldi og samræmingu bifreiðagjalda. Kílómetragjald Kílómetragjald var sett á árið 2024 sem tryggja á að rafbílar borgi sambærileg gjöld og bensín- og dísilbílar fyrir rekstur og uppbyggingu vegakerfisins. Kílómetragjaldið hefur auðvitað aukið rekstrarkostnað rafbíla. Mikilvægt er að árétta að þrátt fyrir það er rekstrarkostnaður rafbíla áfram mun ódýrari en fyrir sambærilegan bensínbíl. Tökum einfalt dæmi þar sem rekstrarkostnaður sambærilegs raf- og bensínbíls er borinn saman. Viðhaldskostnaður er að jafnaði mun minni fyrir rafbíla en bensínbíla en til einföldunar tökum við þann lið út enda nokkuð óreglulegur. Smurolíuskiptum höldum við þó inni þar sem það er reglulegt skylduviðhald sem kostar um 20 þúsund krónur í hvert skipti á 10-20 þúsund km fresti. Samanburður Í eftirfarandi dæmi eyðir bensínbíllinn 7 L/100km en rafbíllinn 18 kWst/100 km. Lítraverð á bensíni er haft 300 kr/L og raforkuverð 20 kr/kWst. Gert er ráð fyrir að 10% af hleðslum rafbíls sé í gegnum hraðhleðslustöðvar þar sem verðið er þrisvar sinnum hærra. Eins og sjá má á myndinni, sýnir þetta einstaka dæmi að rekstrarkostnaður rafbíls er talsvert lægri. Margir telja að hagkvæmni rafbíla byggi á því að raforka sá mun ódýrari en olía. Sannleikurinn er hins vegar sá, að lágur orkukostnaður rafbíla byggir fyrst og fremst á þeirri staðreynd að þeir eru miklu orkunýtnari. Rafbílar þurfa einfaldlega um þrisvar sinnum minni orku til að aka sömu vegalengd og sambærilegir bensínbílar. Munurinn á rekstrarkostnaði, í þessu dæmi, er: Bensínbílar eyða mismiklu og því getur stakt dæmi gefið óljósa heildamynd. Til glöggvunar má sjá hvernig mismunandi eyðslugildi koma út fyrir sömu forsendur. Eins og sjá má er rekstrarkostnaður rafbíls hagstæðari en bensínbíls þrátt fyrir að borga sambærileg opinber gjöld. Ef um væri að ræða nýja tegund bensínbíla sem byði upp á jafn lágan rekstrarkostnað, og hér er sýnt, þá myndu allir velja þessa nýju tegund umfram þá gömlu. Er það þá innkaupaverðið á rafbílum sem er hindrun? Eru rafbílar ekki miklu dýrari í innkaupum? Ef kaupverð rafbíla er borið saman við sambærilega bensín- og dísilbíla þá kemur í ljós að í mjög mörgum flokkum bifreiða eru rafbílar á sambærilegu verði eða jafnvel ódýrari en samskonar olíudrifnir bílar. Ef lesendur bera saman kaupverð bifreiða hjá ótal bílaumboðum landsins þá kemur nefnilega oftar en ekki í ljós að rafbílar eru ekki miklu dýrari eins og margir halda. Það er kannski í flokki allra minnstu bílanna sem erfitt er að finna sambærilega rafbíla en það breytist líklega á næstu misserum. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun