Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar 5. febrúar 2025 10:30 Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi rafbíla á Íslandi undanfarin ár. Í upphafi rafvæðingar nutu rafbílar bæði ívilnana við innkaup og rekstur. Nú eru breyttir tímar enda hefur hröð þróun rafbíla skilað fjölbreyttara úrvali, lægra verði og meiri drægni. Í dag eru ríflega 55 þúsund bifreiðar í umferð sem hægt er að stinga í samband. Nú er staðan þannig að rafbílar njóta engra ívilnana umfram bensín- og dísilbíla þegar kemur að rekstri. Með öðrum orðum þá borga rafbílar sambærileg gjöld og aðrir bílar með nýtilkomnu kílómetragjaldi og samræmingu bifreiðagjalda. Kílómetragjald Kílómetragjald var sett á árið 2024 sem tryggja á að rafbílar borgi sambærileg gjöld og bensín- og dísilbílar fyrir rekstur og uppbyggingu vegakerfisins. Kílómetragjaldið hefur auðvitað aukið rekstrarkostnað rafbíla. Mikilvægt er að árétta að þrátt fyrir það er rekstrarkostnaður rafbíla áfram mun ódýrari en fyrir sambærilegan bensínbíl. Tökum einfalt dæmi þar sem rekstrarkostnaður sambærilegs raf- og bensínbíls er borinn saman. Viðhaldskostnaður er að jafnaði mun minni fyrir rafbíla en bensínbíla en til einföldunar tökum við þann lið út enda nokkuð óreglulegur. Smurolíuskiptum höldum við þó inni þar sem það er reglulegt skylduviðhald sem kostar um 20 þúsund krónur í hvert skipti á 10-20 þúsund km fresti. Samanburður Í eftirfarandi dæmi eyðir bensínbíllinn 7 L/100km en rafbíllinn 18 kWst/100 km. Lítraverð á bensíni er haft 300 kr/L og raforkuverð 20 kr/kWst. Gert er ráð fyrir að 10% af hleðslum rafbíls sé í gegnum hraðhleðslustöðvar þar sem verðið er þrisvar sinnum hærra. Eins og sjá má á myndinni, sýnir þetta einstaka dæmi að rekstrarkostnaður rafbíls er talsvert lægri. Margir telja að hagkvæmni rafbíla byggi á því að raforka sá mun ódýrari en olía. Sannleikurinn er hins vegar sá, að lágur orkukostnaður rafbíla byggir fyrst og fremst á þeirri staðreynd að þeir eru miklu orkunýtnari. Rafbílar þurfa einfaldlega um þrisvar sinnum minni orku til að aka sömu vegalengd og sambærilegir bensínbílar. Munurinn á rekstrarkostnaði, í þessu dæmi, er: Bensínbílar eyða mismiklu og því getur stakt dæmi gefið óljósa heildamynd. Til glöggvunar má sjá hvernig mismunandi eyðslugildi koma út fyrir sömu forsendur. Eins og sjá má er rekstrarkostnaður rafbíls hagstæðari en bensínbíls þrátt fyrir að borga sambærileg opinber gjöld. Ef um væri að ræða nýja tegund bensínbíla sem byði upp á jafn lágan rekstrarkostnað, og hér er sýnt, þá myndu allir velja þessa nýju tegund umfram þá gömlu. Er það þá innkaupaverðið á rafbílum sem er hindrun? Eru rafbílar ekki miklu dýrari í innkaupum? Ef kaupverð rafbíla er borið saman við sambærilega bensín- og dísilbíla þá kemur í ljós að í mjög mörgum flokkum bifreiða eru rafbílar á sambærilegu verði eða jafnvel ódýrari en samskonar olíudrifnir bílar. Ef lesendur bera saman kaupverð bifreiða hjá ótal bílaumboðum landsins þá kemur nefnilega oftar en ekki í ljós að rafbílar eru ekki miklu dýrari eins og margir halda. Það er kannski í flokki allra minnstu bílanna sem erfitt er að finna sambærilega rafbíla en það breytist líklega á næstu misserum. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Vistvænir bílar Bílar Umhverfismál Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi rafbíla á Íslandi undanfarin ár. Í upphafi rafvæðingar nutu rafbílar bæði ívilnana við innkaup og rekstur. Nú eru breyttir tímar enda hefur hröð þróun rafbíla skilað fjölbreyttara úrvali, lægra verði og meiri drægni. Í dag eru ríflega 55 þúsund bifreiðar í umferð sem hægt er að stinga í samband. Nú er staðan þannig að rafbílar njóta engra ívilnana umfram bensín- og dísilbíla þegar kemur að rekstri. Með öðrum orðum þá borga rafbílar sambærileg gjöld og aðrir bílar með nýtilkomnu kílómetragjaldi og samræmingu bifreiðagjalda. Kílómetragjald Kílómetragjald var sett á árið 2024 sem tryggja á að rafbílar borgi sambærileg gjöld og bensín- og dísilbílar fyrir rekstur og uppbyggingu vegakerfisins. Kílómetragjaldið hefur auðvitað aukið rekstrarkostnað rafbíla. Mikilvægt er að árétta að þrátt fyrir það er rekstrarkostnaður rafbíla áfram mun ódýrari en fyrir sambærilegan bensínbíl. Tökum einfalt dæmi þar sem rekstrarkostnaður sambærilegs raf- og bensínbíls er borinn saman. Viðhaldskostnaður er að jafnaði mun minni fyrir rafbíla en bensínbíla en til einföldunar tökum við þann lið út enda nokkuð óreglulegur. Smurolíuskiptum höldum við þó inni þar sem það er reglulegt skylduviðhald sem kostar um 20 þúsund krónur í hvert skipti á 10-20 þúsund km fresti. Samanburður Í eftirfarandi dæmi eyðir bensínbíllinn 7 L/100km en rafbíllinn 18 kWst/100 km. Lítraverð á bensíni er haft 300 kr/L og raforkuverð 20 kr/kWst. Gert er ráð fyrir að 10% af hleðslum rafbíls sé í gegnum hraðhleðslustöðvar þar sem verðið er þrisvar sinnum hærra. Eins og sjá má á myndinni, sýnir þetta einstaka dæmi að rekstrarkostnaður rafbíls er talsvert lægri. Margir telja að hagkvæmni rafbíla byggi á því að raforka sá mun ódýrari en olía. Sannleikurinn er hins vegar sá, að lágur orkukostnaður rafbíla byggir fyrst og fremst á þeirri staðreynd að þeir eru miklu orkunýtnari. Rafbílar þurfa einfaldlega um þrisvar sinnum minni orku til að aka sömu vegalengd og sambærilegir bensínbílar. Munurinn á rekstrarkostnaði, í þessu dæmi, er: Bensínbílar eyða mismiklu og því getur stakt dæmi gefið óljósa heildamynd. Til glöggvunar má sjá hvernig mismunandi eyðslugildi koma út fyrir sömu forsendur. Eins og sjá má er rekstrarkostnaður rafbíls hagstæðari en bensínbíls þrátt fyrir að borga sambærileg opinber gjöld. Ef um væri að ræða nýja tegund bensínbíla sem byði upp á jafn lágan rekstrarkostnað, og hér er sýnt, þá myndu allir velja þessa nýju tegund umfram þá gömlu. Er það þá innkaupaverðið á rafbílum sem er hindrun? Eru rafbílar ekki miklu dýrari í innkaupum? Ef kaupverð rafbíla er borið saman við sambærilega bensín- og dísilbíla þá kemur í ljós að í mjög mörgum flokkum bifreiða eru rafbílar á sambærilegu verði eða jafnvel ódýrari en samskonar olíudrifnir bílar. Ef lesendur bera saman kaupverð bifreiða hjá ótal bílaumboðum landsins þá kemur nefnilega oftar en ekki í ljós að rafbílar eru ekki miklu dýrari eins og margir halda. Það er kannski í flokki allra minnstu bílanna sem erfitt er að finna sambærilega rafbíla en það breytist líklega á næstu misserum. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun