Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 4. febrúar 2025 10:30 Það er gleðilegt í sjálfu sér að ungmenni fari í kirkju. Þar er ró og friður, falleg tónlist og þar er enginn í símanum. Hvert athæfi barna þar sem ekki er verið að glápa á tik tok mynbönd eða annað á netinu er gott fyrir geðheilsu þeirra. Þetta getur verið að fara í sund, spila við fjölskyldu eða vini, að hreyfa sig og æfa íþróttir, að spila á hljóðfæri eða hlusta á tónlist, að teikna eða mála myndir og svo mætti lengi telja. Að hugsa um stórar tilvistarlegar spurningar er okkur líka hollt. Hver er tilgangur lífsins? Er einhver fyrirframgefinn tilgangur eða þarf ég að finna hann sjálf/ur/t? Hvernig á ég að lifa lífinu mínu? Hvernig á ég að koma fram við aðra? Slíkar siðferðilegar hugmyndir eru að finna í öllum trúarbrögðum. Það er samt ekki þannig að við þurfum endilega trúarbrögð til að velta þessu fyrir okkur. Við getum vel velt þessu fyrir okkur án þess að vísa til einhvers æðri máttar eða guðs. En ef lestur biblíunnar og ferðir í kirkju auka þessar pælingar ætti það að vera flestum hollt. Fréttir af ungum drengjum að lesa biblíuna getur samt verið tvíeggja sverð. Biblían er samansafn ótal ólíkra rita sem skrifuð eru á nokkur hundruð ára tímabili. Gamla testamentið sem eru rit skrifuð fyrir fæðingu Krists og Nýja testamentið eftir fæðingu hans og ætti að mestu að bera kjarna boðskap hans og dæmisögur því tengdar. Það voru samt bara karlar (postular) sem skrifuðu þetta niður sem lifðu í harðsvíruðu feðraveldi og líklegt að túlkun þeirra hafi slæðst þar inn. Enda er margt fordómafullt í biblíunni, gagnvart konum og samkynhneigðum sem dæmi. Þetta eru hugmyndir sem fasisminn og kvenhatarar samtímans reyna að leggja áherslu á. Ef drengirnir velja að lesa þessa fordómafullu texta biblíunnar veit það ekki á gott. Annar drengurinn í fréttum vikunnar var ekki viss um jafnrétti kynja sem dæmi og vísaði til biblínnar. Margir sértrúarsöfnuðir upphefja slíka texta og þeir eru í raun í andstöðu við kærleiksboðskap Jesú Krists. Ég held t.d. að Jesú hafi hvergi fordæmt kynlíf fyrir giftingu eins og einn drengurinn lagði svo mikla áherslu á. Ekki að það sé neitt slæmt að fara sér hægt í að byrja að stunda kynlíf en um það snýst ekki kjarni boðskapar Jesú. Nú reynir á prestana okkar, biskupinn og kirkjuna að leggja áherslu á kærleiksboðskapinn í prédikunum sínum. Þessi boðskapur er kjarni lúterskrar kirkju sem er þjóðkirkjan okkar. Þeir þurfa líka að vanda sig við túlkun á textum úr gamla testamentinu sem tala gegn þessum boðskap. Sjálf hef ég sungið ótal messur í gegnum tíðina og hlítt á margar predikanir og hef fulla trú á flestum prestum kirkjunnar okkar. Nú reynir líka á foreldra og jafnvel skóla. Á skólinn að fjalla um þessi málefni? Við veltum a.m.k. fyrir okkur tilgangi lífsins í heimspekinni sem ég kenni á framhaldsskólastiginu og að sjálfsögðu ýmsum siðferðilegum málefnum. Skólinn á auðvitað ekki að vera með trúboð eða upphefja ein trúarbrögð yfir önnur. En við þurfum alls ekki trúarbrögð til að fjalla um góð gildi eða tilvistralegar spurningar. Þar kemur heimspekin sterk inn. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Það er gleðilegt í sjálfu sér að ungmenni fari í kirkju. Þar er ró og friður, falleg tónlist og þar er enginn í símanum. Hvert athæfi barna þar sem ekki er verið að glápa á tik tok mynbönd eða annað á netinu er gott fyrir geðheilsu þeirra. Þetta getur verið að fara í sund, spila við fjölskyldu eða vini, að hreyfa sig og æfa íþróttir, að spila á hljóðfæri eða hlusta á tónlist, að teikna eða mála myndir og svo mætti lengi telja. Að hugsa um stórar tilvistarlegar spurningar er okkur líka hollt. Hver er tilgangur lífsins? Er einhver fyrirframgefinn tilgangur eða þarf ég að finna hann sjálf/ur/t? Hvernig á ég að lifa lífinu mínu? Hvernig á ég að koma fram við aðra? Slíkar siðferðilegar hugmyndir eru að finna í öllum trúarbrögðum. Það er samt ekki þannig að við þurfum endilega trúarbrögð til að velta þessu fyrir okkur. Við getum vel velt þessu fyrir okkur án þess að vísa til einhvers æðri máttar eða guðs. En ef lestur biblíunnar og ferðir í kirkju auka þessar pælingar ætti það að vera flestum hollt. Fréttir af ungum drengjum að lesa biblíuna getur samt verið tvíeggja sverð. Biblían er samansafn ótal ólíkra rita sem skrifuð eru á nokkur hundruð ára tímabili. Gamla testamentið sem eru rit skrifuð fyrir fæðingu Krists og Nýja testamentið eftir fæðingu hans og ætti að mestu að bera kjarna boðskap hans og dæmisögur því tengdar. Það voru samt bara karlar (postular) sem skrifuðu þetta niður sem lifðu í harðsvíruðu feðraveldi og líklegt að túlkun þeirra hafi slæðst þar inn. Enda er margt fordómafullt í biblíunni, gagnvart konum og samkynhneigðum sem dæmi. Þetta eru hugmyndir sem fasisminn og kvenhatarar samtímans reyna að leggja áherslu á. Ef drengirnir velja að lesa þessa fordómafullu texta biblíunnar veit það ekki á gott. Annar drengurinn í fréttum vikunnar var ekki viss um jafnrétti kynja sem dæmi og vísaði til biblínnar. Margir sértrúarsöfnuðir upphefja slíka texta og þeir eru í raun í andstöðu við kærleiksboðskap Jesú Krists. Ég held t.d. að Jesú hafi hvergi fordæmt kynlíf fyrir giftingu eins og einn drengurinn lagði svo mikla áherslu á. Ekki að það sé neitt slæmt að fara sér hægt í að byrja að stunda kynlíf en um það snýst ekki kjarni boðskapar Jesú. Nú reynir á prestana okkar, biskupinn og kirkjuna að leggja áherslu á kærleiksboðskapinn í prédikunum sínum. Þessi boðskapur er kjarni lúterskrar kirkju sem er þjóðkirkjan okkar. Þeir þurfa líka að vanda sig við túlkun á textum úr gamla testamentinu sem tala gegn þessum boðskap. Sjálf hef ég sungið ótal messur í gegnum tíðina og hlítt á margar predikanir og hef fulla trú á flestum prestum kirkjunnar okkar. Nú reynir líka á foreldra og jafnvel skóla. Á skólinn að fjalla um þessi málefni? Við veltum a.m.k. fyrir okkur tilgangi lífsins í heimspekinni sem ég kenni á framhaldsskólastiginu og að sjálfsögðu ýmsum siðferðilegum málefnum. Skólinn á auðvitað ekki að vera með trúboð eða upphefja ein trúarbrögð yfir önnur. En við þurfum alls ekki trúarbrögð til að fjalla um góð gildi eða tilvistralegar spurningar. Þar kemur heimspekin sterk inn. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun